Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamağurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Verkamağurinn

						VERKAMAÐURINN
3
kvöldið.   Hin   lögin   voru   kunn
frá fyrra samsöng kórsins.
Kvcnnakór Einingar er all fjöl-
mennur kór - eða fjöl-lltBBlnr -
og mun vera nýr á opinberu
söngsviði, enda bar eðlilega tals-
vert á því fyrra kvöldið, og þá
sérstaklega hjá einsöngvurunum.
Hefir Kvennakór þessi mjög á-
þekka kosti og eiginleika og
Karlakórinn, enda mun tilvera
kórsins og samsetningur af lík-
um rótum runninn. Mun tak-
mark beggja kóranna miklu frem-
ur vera almenn söngmentun en
söngafrek. En eðlilega fer hvor-
tveggja þetta saman að vissu
marki. — Raddmark kórsins er
að vísu eigi mjög mikið, en
hreint og hljómþýtt, og gætti þar
mjög sömu markvissu þjálfarans
og hjá Karlakórnum. Er hjá
báðum kórum mýkt raddarinn-
ar og sönglœgni ætlað að bæta
upp það, sem skorta kann á
raddmagn, og er því sneitt alger-
lega hjá þeim skrækjum kvenna
og öskri karla, sem var algeng
ísl. tiska í söng eigi alls fyrir
löngú.
1 »Álfakongurinn« eftir Reichart
sungu þrjár konur einsöng, Elísa-
bet Geirmundsdóttir, Guðrún
Jónsdóttir og Sigurlaug Jóhanns-
dóttir. Eru hlutverkin all misjöfn
i Þessu lagi og mótaði það eðli-
lega nokkuð frammistöðu ein-
söngvaranna. 1 Möhrings »Sof i
ró« söng Sigurlaug einsöng, og
•Guðrún i Kerulfs »Nikurinn«.
Fóru baðar laglega með hlutverk
sitt og naut rödd þeirra sín mun
betur heldur en í »Álfakongur-
inn«. Þessar þrjár sömu sungu
lika einsöng i fallegu lagi eftir
söngstjórann. Af einstðkum lög-
um þótti mér kvennakórinn syngja
SÍIStakiega vel »Fjólan«, eftir Magn-
ús Einarsson og »Nykurinn«.
Blandaði kórinn að lokum var
atar fjölmennur og »liklegur til
storræða*, er fram í sækir. Þar
^akti mesta eftirtekt »Hallgrimur
Pétursson« eftir söngstjórann, sér-
kennilega frumlegt lag og ágæt-
lega sungið. »Alpahornið« eftir
Proch er fallegt 0g tilþrifamikið
lag í frumlegri útsetningu eftir
söngstjórann. — Er þessi sam-
steypa tveggja fjölmennra kóra
mjög athyglisverð. Var hér vel
af stað farið og má óefað búast
við all miklu góðu úr þeirri átt.
Eins og þegar er drepið á, voru
á söngskrá þrjú frumsamin lög
eftir sðngstjórann og fimm ðnnur,
er hann hafði raddsett. Gætir hví-
vetna hjá hr. Askeli Snorrasyni—
að minum dómi — bæði i eigin
tónsmíðum og útsetningu sér-
kennilegs frumleika, sem er frem-
ur sjaldgæfur hér hjá oss. En
þvi miður skortir mig sérþekk-
ingu til að skilgreina það nánara.
Lög hans bera með sér djúpan
skilning á efni og meðferð ljóðs-
ins, og verður því fult og heilt
samræmi lags og ljóðs, en það
er þvi miður ekki algengt i isl.
kórlögum, þar sem lag og ljóð
kemur oft rétt úr hvorri áttinni
og fer hvort sina leið.
Samsöngur þessi var að öllu
athuguðu alls eigi smávægilegur
atburður i tónlista- og söngmenn*
ingarlifi Akureyrar. Eiga allir að-
standendur, og þá söngstjórinn
fyrst og fremst, miklar þakkir
skilið.
Helgi Valtýsson.
Austurrískur verkamaður dæmdur i
6 ára fangelsi.
Wien, 20. 3. 36  (NP).
Hinn alræmdi dómstóll í Leoben
hefir dæmt bakarasveininn Zechner
í 6 ára fangelsi fyrir að útbreiða
kommúnistisk  flugblöð.
Vaxandi    fylgí    samfylkingarinar i
Ameríku.
New York, 20. 3. '36 (NP.).
Frambjóðandi samfylkingarmanna
við borgarstjórakosningarnar í
Seattle fékk 34.000 atkvæði. Fram-
bjóðandi borgaraflokkanna fékk að-
eins 11000 atkvæða meirihluta.
Samfylkingarframbjóðandinn var
studdur af Kommúnistafrokknum og
verklýðsfélögunurri, en sósíalista-
flokkurinn barðist gegn honum.
Frá Sjómannafélagi
Norðurlands.
Fundur var haldinn í Sjómanna-
félagi Norðurlands sl. stinnudag. A
fundinum var kosin kauptaxtanefnd
til að gera tillögur um síídveiða-
taxtann í sumar, rætt um söluskil-
yrði á ísfiski, fyrir bátasjómenn hér
á, komandi vertíð, og í því máli
samþykkt eftirfarandi tillaga:
»Fundurinn felur stjórn félagsirts
að vinna að því að bæjarstjorn Ak-
ureyrar sæki um nægilegt útflutn-
ingsleyfi á ísfiski, fyrir bátasjðmenn
hér á komandi vertíð ennfremur að
skora fastlega á bæjarstjórnina að
sjá til að e. s. »Þormóður« verði
tekinn hingað norður og starfræktur
héðan þegar á næsta sumri«.
Þá var rætt um vinnulöggjöfina
og samþykt eftirfarandi tillaga:
»Fundur, haldinn í Sjómannafé-
lagi Norðurlands, sunnudaginn 5.
aptíl 1936, mótmælir eindregið
frumvarpi þeirra íhaldsþingmann-
anna Thor Thors og Oarðars Þor-
steinssonar, um vinnudeilur, sem
fram er komið á Alþingi. Skorar
furtdurinn á alla alþýðu landsins, og
jafnframt á alla frjálslynda Iýðræð-
issinnaða þingmenn, að beita sér
gegri því, að frumvarpið verði að
fðgum, eða hokkrar aðrar lýðræðis-
skerðingar, sem yfirstéttin hefir '
fullan hug á að innleiða.
Eitraður matur í Þýskalandi.
Berlín, 20. 3. '36 (NP.).
»Junge Garde« skýrir frá því, að
aílir verkamennirnir í þegnskyldu-
vinnunni í Hameln hafi fengið eitr-
un vegna þess að þeir borðuðu
skemdan mat. Um kvöldið hafði
verið borið á borð fyrir þá kartöfíu-
salat sem í var eirgræna, og dagipn
eftir urðu allir verkamennirnir veik-
ir á leiðinni til vinnunnar. Þeir neit-
uðu að ganga og kröfðust þess að
þeir yrðu keyrðir í bíl aftur heim,
af því að þeir gætu ekki gengið.
Sama dag varð að flytja þá á næsta
sjúkrahús, og nokkur hluti þeirra
liggur með alvarleg eitureinkenni.
Stjórn vinhustöðvarinríar hefir ekki
enn verið refsað.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4