Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.05.1939, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.05.1939, Blaðsíða 1
Prófessor Sigfús Einarsson fénskáld. Sffórn fasisfans Jak- ob Möller lætur sima fyrlrskipun til fó- geta skrifstofunnar um að auglýsa ekki i „Verkam.“ málgagni Sameiningarflokks alþýðu. Svörum ofbeldis- stfórninni með því að sameinast gegn lýðræðisbrotum hennar. Fyrir nokkrum dögum var sím- að úr hinu háa stjórnarráði fasist- ans Jakobs Möller til Þorláks Jónssonar, starfsmanns á skrif- stofu bæjarfógeta Akureyrar. Var honum stranglega fyrirskipað að birta ekki 2 stórar auglýsingar um verðlagsákvæði í blaðinu „Verkamaðurinn“, heldur skyldu þær aðeins birtar í blöðum Breið- fylkingarinnar hér á Akureyri. Þorlákur Jónsson tjáði sig strax andvígan slíkum aðförum, enda væri þetta þverbrot á þeim regl- um um birtingu opinberra aug- lýsinga, er gilt hefðu hingað til á fógetaskrifstofunni hér og mundi því þessar nýju reglur mælast illa fyrir og valda óánægju. En rök lýð- ræðissinnans voru ekki tekin til greina, fyrirskipuninni um aug- lýsmigabannið á „Verkam.“ skyldi stranglega framfylgt. Þessi ofbeldis- og hefndarráðstöf- un Breiðfylkingarstj ór nar innar, sem er óvéfengjanlegt brot á lýð- ræðinu, sýnir glögt að hin nýja ríkisstjórn hikar ekki við að fórna lýðræðinu fyrir nokkra tugi króna. Hvatamenn þessarar of- beldisráðstöfunar vita vel að and- staða Sameiningarflokksins gegn Breiðfylkingu þjóðsvikaranna, verður ekki heft með slíkum að- gerðum eimun saman, enda mun þetta aðeins vera einn þátturinn í fyrirhuguðum ofbeldisráðstöfun- um J. Möllers gegn þeim eina flokki, sem er trúr lýðræði og mun óskiptur neyta allra sinna krafta til að verja lýðréttindi og frelsi þjóðarinnar. Jóns Sigurðssonar mun ekki þola slíkt ofbeldi, sem er framið undir því yfirskyni að verið sé að verja lýðræðið (!) Hin frjálshuga, þrótt- mikla íslenska þjóð mun rísa upp sem einn maður gegn ofbeldi og hefndarráðstöfunum þeirrar stjórnar, sem fetar nú í fótspor er- lendra fasistaforingja og neytir illa fenginnar valdaaðstöðu til þess að reyna að kyrkja þann flokkinn, sem berst í fylkingar- brjósti alþýðunnar gegn gjald- þrotastjórn íslenska afturhaldsins, gegn stjóm þeirra manna, sem þora ekki að ganga til kosninga og láta sína gömlu kjósendur njóta þess sjálfsagða lýðræðis að dæma. Alþýðusinnar, arftakar Jóns Arasonar og Jóns Sigurðssonar, svarið ofbeldi „fimmburanna“. »Skjótt hefir sól brugðið sumri, því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri«. Þessi orð Jónasar Hallgrímsson- ar komu ósjálfrátt í huga mér, er ég heyrði í útvarpsfréttum fregn- ina um andlát próf. Sigfúsar Ein- arssonar hinn 10. þ. m. Hann var í sannleika hinn fannhvíti svanur íslenzkrar söngmenningar um meir en þriggja áratuga skeið, svanur, „er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng“. Með honum er í val fallinn einn af ágætustu sonum íslands á þess- ari öld, afburðamaður, sem öll ís- lenzka þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við. . Sigfús Einarsson fæddist á Eyr- arbakka 30. jan. 1877 og ólst upp í foreldrahúsum, unz hann gekk í Latínuskólann í Reykjavík. Varð hann stúdent 1898. Lagði hann þá leið sína til Kaupmannahafnar og tók að nema þar lögfræði. Snemma mun hugur hans hafa hneigzt til sönglistar, enda var hann af sönghneigðu fólki kom- inn, hinni svo nefndu Bergsætt. (Af þeirri ætt eru margix af helztu tónlistarmönnum þessa lands, og má þar nefna þá bræður: Bjarna, ísólf og Jón Pálssyni, Friðrik Bjarnason, Pál ísólfsson o. fL). Það var því eigi undarlegt, þótt sönglistin tæki huga hans föstum tökum, er h^pn fór að kynnast söngmenningu stórborgarinnar. Tók hann þá að leggja stund á hljóðfæraleik, söng og tónfræði jafnhliða laganáminu. Lærði hann að syngja hjá merkum söngkenn- ara, Vald. Lincke, en tónfræði nam hann hjá hinu fræga tón- skáldi August Enna. Um þetta leyti stofnuðu ísl. stúdentar í Kaupmannahöfn söngfélag, og varð Sigfús söngstjóri þess. Hélt söngsveit þessi samsöngva í Kaupmannahöfn, og hlaut hún og söngstjórinn hið mesta lof í dönsk- um blöðum og töldu ritdómarar hana bera mjög af dönskum söng- sveitum og jöfnuðu til Finna. Þessi glæsilega byrjun mun hafa ýtt undir hann að gefa sig allan við tónlistinni, enda lagði hann nú lögfræðina alveg á hill- una. Dvaldi hann í Kaupm.höfn til 1906 og stundaði nám sitt af kappi. Tekst Ctiamberlain að hindra samningana við Sovétríkin? Bretska stjórnin hefir nú geng- ið frá svari sínu við tillögum sovétstjórnarinnar um bandalagið gegn ofbeldinu. Ekki er enn kunn- ugt um það, hvernig svar Cham- berlain-stjórnarinnar hljóðar, en af fyrri reynslu má ætla, að tölu- vert skorti á að svar hennar feli í sér einlægan vilja til þess að Bandalagið gegn ofbeldi einræð- isríkjanna verði myndað. Fullyrt er að franska stjórnin sé á ferðinni með miðlunartillög- ur, sem hún telur að báðir aðilar geti auðveldlega fallist á. Opin- berlega hefir enn ekkert verið birt um hvemig þessar miðlunar- tillögur séu. En með tilliti til hinnar nánu samvinnu Daladier við Chamberlain í Miinchen i haust kæmi engum á óvart þó að miðlunartillögumar séu undarlega keimlíkar stefnu Chaunberlains, (Framhald á 4. síðu). Norðarlondin svara Hitler. Svíþjóð, Noregur og Finnland nelia að g'era ör- yggissállmála vlð nazislana, en Stauning gleypli agnið. Hefir danska sljórnin ðekið ákvörðun sína fi samráði við stjórn Jakobs Möllers? En hinum háu herrum mun skjátlast. Þjóð Jóns Arasonar og Stauning. Nýlega bauð þýska nazista- stjórnin Norðurlöndunum 4 að gera öryggissáttmála við Þýska- land. Þetta tilboð nasistastjórnar- innar var eingöngu sprottið af á- skorun Roosevelt forseta Banda- ríkjanna á dögunum til þýsku stjórnarinnar um að hún gæfi yf- irlýsingu um að Þýskaland myndi ekki ráðast á 30 ríki, er forsetinn tilgreindi í orðsendingu sinni; átti tilboð nazistastjómarinnar til Norðurlandanna að vera tilraun til að eyða hinum sterka grun um ofbeldisfyrirætlanir Þýskalands, gegn fjölmörgum þjóðum. Útvarpsfregnir herma, að Norð- urlöndin séu nú búin að ákveða svar sitt, og hafi Svíþjóð, Noregur og Finnland neitað að gera örygg- issáttmála við stjórn, sem allur heimurinn veit af undangenginni reynslu, að þverbrýtur alla samn- (Framh, á 4, síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.