Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1950, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 20.01.1950, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 20. janúar 1950 VERKAMAÐURINN Útgeíandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Þórir Daníelsson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Ámason. Ritstjórn og afgreiðsla á Skrifstofu Sósíalistafólags Akureyrar, Brekku- götu 1 — sími 516. Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Fáein orð í fullri meiningu Krata-blækurnar hér hafa nú sent frá sér kosningapésa, sem inniheldur „Stefnuskrá“ þeirra, eins og hún er látin líta út fyrir þessar kosningar, ásamt myndum af 12 efstu mönnunum, sem prýða framboðslista þeirra. Innan um myndir þessar og „stefnuskrána" er hrúgað hlægilegum slagorðum um „stefnu“ og „vilja“ „Alþýðu- flokksins", en aftast eru prentaðar svívirðingar um „kommúnista“ í venjulegum Friðjónssona-stíl. Pés- anum lýkur svo með þessum orð- um: „Alþýðuflokkar allra landa berjast hins vegar iyrir mannrétt- indum, fyrir lýðræði, íyrir jafn- rétti allra, hvar sem þeir eru og hverjir sem þeir eru. Stuðningur við Alþýðuflokkirm er stuðningur við jafnrétti og lýðræði." (Letur- br. þeirra). Er hægt að hugsa sér viðbjóðs- legra skrum og viðurstyggilegri hræsni, en fram kemur í fyrr- nefndum orðum? Alþýðuflokkarnir (sósíaldemo- kratar) svokallaðir, hafa um allan heim svo að segja, legið í flatsæng með verstu afturhaldsöflunum undanfarin 10—15 ár. Látið kaupa sig með húð og hári, til að þjóna þröngsýnustu klíkum auðvaldsins og gerzt æ ofan í æ verkfæri í höndum þeirra, gegn réttlætis- og frelsiskröfum alþýðunnar í hin- um ýmsu löndum. Hvernig hafa kratarnir í Frakklandi stutt alþýðu þar í landi til að ná rétti sínum úr greipum yfirstéttarinnar? Með fangelsunum og ofsóknum gegn leiðtogum alþýðunnar. Hvernig vinna hægri kratar í Italíu, Þýzka- landi og Hollandi? Alls staðar spkia þeir sér við hlið borgara- flokkanna og reyna eftir getu að berja niður kröfur og mannrétt- indamál alþýðunnar. Þar gengur ekki hnífurinn á milli stríðsbrjál- uðustu kapítalistanna og foringja „Alþýðuflokkanna". Er nóg í þ»ssu sambandi að minna á Indónesíu- morðin. Þá má ekki sleppa, að minnast á gósenland kratanna, Bretland. Þar hefur nú ríkt hrein kratastjórn í nærri fjögur ár. Þar hefur allt logað í verkföllum þetta tímabil, verkföllum bönnuðum af hinni lýð- ræðiselskandi kratastjóm, sem hef- ur jafnframt gripið til hersins hvað eftir annað til að berja niður kröf- ur verkamanna. Þá hafa, undir for- ustu sömu kratastjórnar, verið bældar niður .með vopnavaldi til- raunir undirokaðra nýlenduþjóða til að brjótast undan oki brezku krúnunnar og ekki horft í þó þær aðgerðir kostuðu fjöldamorð á saklausu alþýðufólki nýlendn- anna. Hins vegar hefur fasistaríkj- unum Grikklandi og Spáni verið boðin og búin hjálp og fyrir- greiðsla brezku kratastjórnarinnar, enda hefur utanríkisstefna hennar hlotið einróma Iof og viðurkenn- ingu auðvaldsins um gjörvallan heim. Hér heima hafa forustumenn „Alþýðuflokksins" dyggilega fetað í fótspor stóru bræðranna, þar sem þeir hafa því við komið. Þeir hafa hjálpað íhaldsflokkunum til að lafa við völd undanfarna ára- tugi, hjálpað þeim til að féfletta al- þýðustéttirnar en auðga sjálfa sig, og að launum hafa þeir þegið bein og bitlinga í ríkum mæli, þannig, að allir „leiðandi" menn „Alþýðu-, flokksins" eru nú meðal tekju- hæstu einstaklinga þjóðfélagsins, og á það einnig við um „glansnúm- er“ A-listans hér. Svo koma þessir „uppseldu" riddarar og segja: „Al- þýðuflokkurinn berst fyrir jafn- rétti allra, hvar sem þeir eru og hverjir sem þeir eru.“ Svei! Hér skal bent á eitt dæmi, sem lýsir vel „jafnréttushugsjón“ þess- ara manna. Kratarnir stjórna einir ríkisstofnun, sem nefnist: Alþýðu- tryggingar. Við þessa stofnun starfa tugir „einlægra" flokks- anna og hafa frá 30—40 þús. kr. árslaun fyrir utan marga og feita bitlinga, hjá sumum hverjum. — Tryggingastofnun þessi er stolt Alþýðuflokksins og af sjálfum þeim talið eitt gleggsta sönnunar- gagnið um „alþýðu“-vináttu Al- þýðuflokksins. Stofnuninni er ætl- að að sjá svo um að sjúkir menn og ellihrumir geti lifað sómasamlegu lífi, og til hennar greiða allir vinnu færir menn í landinu hundruð króna á ári hverju. En fram- kvæmdin er sú, að því fólki, sem stofnunin á að framfleyta eru skammtaðar einar 3600 krónur — þrjú þúsund og sex hundruð krón- ur — á ári og verður það að nægja því fyrir föt, húsnæði og fæði. En mennirnir, sem hafa það fyrir at- vinnu að skammta sjúkum og hrumum þessa hungurlús, taka úr sama sjóði hvorki meira né minna en allt að 10 sinnum hærri laun handa sjálfum sér. Svona er jafn- réttishugtakið þeim heilagt mál! Síðast í vetur auglýstu svo þessir piltar enn betur artir sínar til þeirra fátækustu með því að sam- þykkja handa sjálfum sér álitlega launauppbót, en felldu tillögur sósíalista um hlutfallslega jafna uppbót á greiðslur til gamalmenna og öryrkja. Þótt hér sé ekki rúm til að skýra frá fleiri „afrekum" kratanna, er af nógu að taka, sem hliðstætt er þessu og verður gert síðar. Bæjarbúum er t. d. vel kunnugt um „starf" kratafulltrúanna tveggja í bæjarstjórn Akureyrar á kjörtímabili því, sem nú er að enda. Þeir vita að Steindór kenn- ari og Friðjón bæjarfógeti eru miklir menn í sjálfs sín augum, þegar þeir vingsa montprikum sín- um á götum bæjarins, en sínu minni, þegar þeir eru seztir á bæj- arstjórnarfund, enda leggja þeir þá oftast frá sér montprikin. Akureyringar eru staðráðnir í því að hafna montprikum A-list- ans 29. þ. m. „PADDAN ALLRI upp sér skaut, ætlaði að verða stór sem naut“, segir í dæmisögu Esóps. Þessi hending kom mér í hug þegar eg sá kratasnepilinn með „Alþýðumanns“-nafninu sl. þriðju- dag. Þar stendur með áberandi stöfum: „Takmarkið er: þrír Al- þýðuflokksmenn í bæjarstjórn!" Hafa veslings tuskurnar ekkert annað í „litla blaðið“ en háðshróp um sjálfa sig. Allur bærinn veit, og þeir sjálfir bezt, að listi þeirra hefur veika von um -einn fulltrúa kjörinn, en alls ekkert þar fram yfir. Bragi er fyrirfram fallinn og um taglhnýt- ing hans, Steina Svanlaugs, þarf ekki að tala um x sambandi við bæjarfulltrúakjör. „DAGUR“ FLÆMIST yfir heila síðu með fyrirsögn og slag- orð um fund Framsóknar að Hótel Norðurland um daginn. Eins og Verkam. upplýsti sl. þriðjudag var höfðatalan á fundinum 46 og reynir „Dagur“ heldur ekki að mótmæla því, en segir fundinn samt hafa verið „fjölsóttarí', og að Framsóknarmenn séu staðráðnir í að koma að 4 mönnum lista síns við bæjarstjórnarkosningarnar. — Síðan birtir blaðið útdrátt úr ræð- um þessara 4urra manna, auk Jón- ínu í fimmta sætinu. Eftir sögn blaðsins voru þetta aðalpunktar ræðumanna: Jakob Frímannsson sagði, að Framsóknarmenn hefðu ekki lagt í að senda frá sér „skraut- ritað kosningaávarp" (og kemur þar líklega fátækt til). Þorsteinn M. Jónsson vildi láta loka Samkomuhúsinu fyrir dans- leikjum og setja upp föst sæti. Dr. Kristinn gaf þær nýstárlegu og fróðlegu upplýsingar að Akur- eyri væri vaxandi bær og stærri en Hafnarfjörður! Guðm. Guðlaugsson sagði að héðan af yrði ekki hætt við út- gerð „stærri skipa“ héðan frá Ak- ureyri. (Eru Framsóknarmenn þar með búnir að gefa upp alla von um, að þeim takist að sporna á mótin togaraútgerð héðan. Nógu lengi voru þeir búnir að bolast gegn því). Af framangreindum tilvitnunum úr ræðum þessara fjórmenninga fer sinnuleysi bæjarbúa fyrir fundi þeirra að verða afsakanlegt! „KJÓSANDI“ SKRIFAR: Fyr- ir nokkru sá eg það í „Islendingi", að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér „absalútt" að koma 5 mönnum af lista sínum í bæjarstjóm, og teldi lítil tormerki þar á. í „Degi“ hefur nú tvisvar eða þrisvar verið stagast á því, að Framsókn fengi 4 kjörna og á þriðjudaginn klykkir svo „Alþýðumaðurinn" út með það, að Alþýðuflakkurinn telji sér mikla von um 3 kjörna. Að gamni mínu byrjaði eg að leggja saman, og sjá: útkoman verður 12. Þessir þrír flokkar ætla sér þannig að koma a. m. k. 12 mönnum í bæjar- stjórn, sem er, að eg bezt veit, skipuð aðeins 11 fulltrúum. — Þá er Sósíalistaflokkurinn alveg eftir, sem áreiðanlega kemur að þremur mönnum. Eg veit satt að segja ekki, hvernig þetta endar allt sam- an. Kjósandi. Eg var að velta því fyrir mér, hvort \\^^ ^ \ f } hann Steindór menntaskóla- y (ít' kennari. w og 1. fram- bjóðandi Al- þýðuflokksins, sé að verða atvinnulaus. Hann nefnilega skrifar um atvinnumál í síðasta Alþýðumann! Svo já! — Það hefur þá líklega verið hann, þessi eini at- vinnulausi, sem kom á Vinnumiðl- unarskrifstofuna hans Halldórs „bróður“. Eg hef vafalaust ekki verið sá eini meðal verkamanna á Akureyri, sem gladdist, er eg sá í „Verkamanninum“ nokkru fyrir jólin, að Full- trúaráð verkalýðsfélaganna hér á staðnum ætlaði að beita sér fyrir því, að Sósíalista flokkurinn og Alþýðufokkur- inn hefðu sámeiginlegan lista við bæjarstjórnarkosningarn- ar í janúar. Eg taldi í fáfræði minni, að þessum tilmælum yrði tekið með fögnuði af báðum flokkum, þar sem þeir hafa ekki dregið á það neina dul, að þeir teldu hagsmuna- baráttu verkalýðsins og sóma- samleg lífskjör hans sitt aðal- stefnu- og áhugamál. En hér sannaðist hið gamla máltæki, að sá er vinur, er í raun reynist. Það kom sem sé á daginn, að Alþýðuflokkur- inn neitaði þessu tilboði, neit- aði að taka þátt í að sameina verkalýðinn hér á Akureyri um að ná meiri hluta í bæjar- Ný íslenzk tal- og tónmynd Oskar Gíslason, ljósmyndari í Reykjavík, hefur gert nýja tal- og tónmynd, „Síðasti bærinn í daln- um“. Kvikmyndaleikritið er samið af Þorleifi Þorleifssyni, eftir sam- nefndri sögu Lofts Guðmundsson- ar blaðamanns. Gert er ráð fyirr að sýningar myndarinnar hefjist í Austurbæjarbíó í Reykajvík um uæstu mánaðamót. Myndin er aðallega ætluð börn- um og leika tvö börn, þau Valur Gústafsson og Friðreka Geirsdótt- ir, aðalhlutverkin, en ennfremur leika í myndinni: Þóra Borg Ein- arsson, Jón Aðils, Erla Sigurleifs- dóttir, Valdimar Lárusson, Olafur og Valdemar Guðmundssynir og Klara Oskarsdóttir. Músikina við myndina hefur frú Jórunn Viðar samið. ByggiiigRfrRmkvæmdir á Akureyri árið 1949 Frá byggingafulltrúa hefur blað- inu borizt eftirfarandi skýrsla um byggingarframkvæmdir í bænum árið 1949. A árinu hafa verið byggð og tek- in til afnota 39 íbúðarhús með 54 íbúðum. — 1 verzlunarhús, 3 verk- smiðjuhús, 12 viðbyggingar og breytingar á eldri húsum, 3 geymsluhús, 25 íbúðarhús komin undir þak. I þeim eru 29 íbúðir. 24 íbúðarhús, sem byrjað er á að meira eða minna leyti. I þeim verða 33 íbúðir. Þá eru í byggingu: Sjúkrahús fyrir Norðlendingafjórðung. — Slökkvistöð fyrir Akureyri. — Heimavistarhús fyrir M. A. — Sundhöll við sundlaug bæjarins. Hjá Klæðaverksmiðjunni „Gefj- «n“ eru og miklar bygginarfram- kvæmdir. stjórninni, og gera hann á þann hátt betur undir það bú- inn, að mæta þeim árásum, sem óefað dynja yfir nú á næstu árum. Hinar björtu vonir, sem ég hafði gert mér, voru að engu orðnar, og maðurinn, sem sit- ur í vel launaðri stöðu, rit- ,stjóri „Alþýðum.“, Bragi Sig- urjónsson, segir í blaði sínu með hinni mestu kæti: „Eng- in samfylking á Akureyri.“ Þetta var þá niðurstaðan, þegar á hólminn var komið. Þeir menn, sem forystu hafa fyrir Alþýðuflokknum á Ak- ureyri, reyndust svo miklir verkalýðssinnar, að þeir neit- uðu að leggja fram sinn skerf til þess að sameina verkalýð- inn um að hrinda af sér meiri- hlutavaldi afturhaldsins í bæjarstjórninni. Alþýðuflokkurinn var á sín- um tíma stofnaður af fátæk- um sjómönnum og verka- (Framhald á 4. síðu). Verkamaður segir frá: Baráttu Alþýðuflokksins í þágu verkalýðsins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.