Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 5. febrúar 1950 3 Hundrað ára dánarafmæli Oehlenschlægers Ulfaldinn og nálaraugað Stutt framhaldssaga eftir (). K. Hér segir frá einkennilegri ferð Birgis skrifstofustjóra hjá Adarnson & Co., til himnaríkis og heim aftur. í tilefni af 100 ára dánarafmæli danska skáldsins Adam Oehlens- chláger, 20. janúar sl., hefur blað- inu borizt eftirfarandi grein um skáldið frá Martin Larsen blaða- fulltrúa Dana á Islandi, því miður hefur ekki reynst fært að birta greinina fyrr. í>ann 20. janúar 1850 lézt Oehlenschláger, röskra 70 ára að aldri, og höldum við því í ár hundrað ára dánarafmæli hans. — Oehlenschláger er í hópi hinna sí- gildu dönsku skálda. Fyrir framan Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn stendur myndastytta hans við hlið Holbergs. Leikhúsið verður að taka til meðferðar bæði gamanleikinn og sorgarleikinn (tragedie) og Oehlenschláger er faðir dönsku sorgarleikanna, á sama hátt og Holberg er faðir gam- anleikanna. Adam Gottlob Öehlenschláger fæddist árið 1799. Þegar Henrik Steffens hélt árið 1802 nokkra fyrirlestra um hina nýju, róman- tísku heimspekistefnu við Kaup- mannahafnarháskóla, varð Oehl- enschláger fyrir áhrifum af honum og þá uppgötvaði hann að hann var skáld. Arið 1803 gaf hann út „Digte“, sem ef til vill er sú ljóða- bók, sem mest áhrif hefur haft á danskar bókmenntir á 19. öld. Auk kvæðanna er í bókinni leikritið „St. Hans Aften-Spil“, lifandi og fagurt skáldverk, sem hefur mikið bókmenntasögulegt gildi, þar sem það er fyrirrennari hins rómantíska skáldskapar. Árið 1805 gaf Oehl- enschláger út „Poetiske Skrifter". í þeirri bók eru sérstaklega athygl- isverð leikritin „Aladdin“ og „Vaulundurs Saga“. Efnið í „Alad- din“ er austurlenzkt, segir frá ofurmenninu, sem guðirnir veita það, sem aðrir leita að árang- urslaust, en verður að þola fyrir þrautir og þjáningar. Efni „Vaulundurs Saga“ er tekið úr Völundarkviðju, sem Oehlens- chláger hefur umskrifað til róman- tísks æfintýris. Á árunum 1805— 1809 var Oehlenschláger erlendis, m. a. í Þýzkalandi og Frakklandi. Á þeim árum þroskaðist hin norr- æna vitund hans. I Snorra-Eddu las hann um ferð Þórs til Útgarða- Loka og umskrifar hana í „Thors Rejse til Jotunheim“. Hjá Snorra les hann um Baldur, og um dauða Baldurs skrifar hann um sorgar- leikinn „Baldur hin Gode“, með hinn gríska sorgarleik sem fyrir- mynd. Þá setti hann sér einnig það takmark, að skýra fall heiðindóms- ins og sigur hins kristna dóms. Að- alpersónan í þessu verki átti upp- haflega að vera Ólafur konungur Tryggvason, en þegar Oehlens- chláger komst í kynni við lýsingu Snorra af Hákoni jarli, breytti hann þeirri ákvörðun og Hákon varð aðalpersónan í hinum norr- æna sorgarleik „Hakon Jarl hin Rige“. Þessi þrjú skáldverk „Thors Rejse til Jotunheim", „Baldur hin Gode“ og „Hakon Jarl hin Rige“ sameinaði hann bókinni „Nordiske Digte“, sem kom út 1807. Hugsun hans var sú, að þessi þrjú verk ættu að lýsa hinum hamingjusama tíma guðanna, hnignun þeirra og ósigri. Aðalverk skáldsins á næsta tímabili er „Helge“ frá 1814 og „Nordens Guder" frá 1819. „Helge“ er fyrsti hlutinn af þriggja þétta verki, en 2. og 3. hlutinn er „Hroars Saga“ 1817 og „Hrolf Krake“ 1828. í þessu þriggja þátta verki er á skáldlegan hátt lýst sögu Skjöldungaættarinnar. Aðalheim- ildin er gömul, sænsk söguútgáfa, „Nordiska Kámpadater11 (þ. e. norrænar hetjusögur) frá 1737. Bókin var gefin út af Svíanum Erik Julius Biörner og er textaútgáfa á þrem málum: íslenzku, sænsku og latínu af fornaldarsögunum. I þessari bók fann Oehlenschláger nákvæma lýsingu, ekki aðeins af Hrólfi, heldur einnig af Helga föð- ur hans og Hróari föðurbróður hans. „Nordens Guder“ er tilraun j til skáldlegrar framsetningar á hinni norrænu goðafræði, eins og hún birtist í verkum hinna klass- isku, íslenzku skálda. Fyrirmyndin i þessu verki, er ekki eins og í „Thors Rejse til Jotunheim“ Snorra-Edda, heldur Sæmundar- Edda. I „Nordens Mythologi“ árið 1808 hafði Grundtvig vakið á því athygli, að Sæmundar-Edda væri miklu meira efni til rannsóknar á norrænni goðafræði heldur en Snorra-Edda, og í þeim efnum var Oehlenschláger honum sammála. Þau verk, sem Oehlenschláger ritaði eftir þetta unnu ekki mikla sigra á leiksviðinu. Hið síðasta er í sambandi við að hin nýja ull- þvottastöð Sambands ísl. sam- vinnufélaga tók til starfa fyrir nokkru, hefur blaðinu borizt eftir- farandi greinargerð um þessa starf- semi. Nýlega tók hin nýja Ullarþvotta- stöð Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga til starfa. Viðstaddir voru Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri, Þórhallur Sigtryggs- son, kaupfélagsstjóri, Þorvaldur Árnason, ullarmatsformaður, Jónas Þór, framkvæmdastjóri, Sigurður Pálsson, ullariðnfræðingur, Harry Frederiksen, fórstöðumaður Iðnað- ardeildar S. í. S. Eins og kunnugt er hefur fólki fækkað mjög í sveitum landsins undanfarin ár. Fólksfækkunin hef- ur eðlilega orðið þess valdandi, að ýms störf, sem áður voru unnin í sveitunum, hafa ýmist lagzt niður eða aukinn og bættur vélakostur hefur komið í stað mannshandar- innar. Ein af þeim starfsgreinum, sem bændur landsins hafa neyðst til að leggja niður vegna fólksfæðar, er ullarþvotturinn, sem allt frá land- némstíð og fram til síðustu ára hefur verið framkvæmdur í sveit unum. Það má segja, að nú sé svo komið, að tíðindum þyki sæta, ef bóndi afhendir ull sína þvegna til sölumeðferðar. Þegar fyrirsjáanlegt var hvert stefndi í þessum málum, ákvað Samband ísl. samvinnufélaga að byggja ullarþvottastöð af full- komnustu gerð og fyrirkomulagi. Var hún byggð á Akureyri í sam- beit, enda er það flutt enn í dag, en það er verkið „Kjartan og Guðrún“, sem er að efni til sótt í Laxdæla sögu. Annað athyglisvert verk frá efri árum Oehlenschláger er „Örvarodds Saga“, en í því verki er, undir áhrifum frá því að Oehlenschláger var orðinn „betri borgari" og embættismaður, sagt frá „hinum heiðna villimanni, sem verður taminn og kristinn". Oehlenschláger hafði alla æfi mikinn áhuga fyrir hinum klass- isku, íslenzku skáldverkum, og hann er ,auk Grundtvigs, sá, sem mestan heiðurinn á af því að hafa vakið eftirtekt dönsku þjóðarinnar á þeim verðmætum, sem þar er að finna. Einnig var hann mjög hrif- inn af hinum gömlu ljóðformum, sem hann reyndi að líkja eftir og umskapa. Einnig það ljóðform sem fannst í íslenzku rímunum, notaði hann á meistaralegan hátt í kvæð- inu „Harald Hildestand", sem kom út 1811. Af því, sem að framan er sagt, er það ljóst, að Islendingar eiga Oehlenschláger mikið upp að inna. Hann hefur flestum Dönum fremur átt þátt í því að kynna hinar glæsi- legu fornbókmenntir vorar þar í landi, þess vegna hafa Islendingar mikla ástæðu til að minnast hins nú nýliðna hundrað ára dánaraf- mælis hans. bandi við Ullarverksmiðjuna Getj- un, sem nú er verið að endur- byggja og stækka. Byrjað var á smiði ullarþvotta- stöðvarinnar í september 1947. — Hún er nú fullsmíðuð og vélar all- ar uppsettar. Þau merkilegu tíma- mót eru þar með upprunnin í sögu ullariðnaðarins hér á landi, að framvegis verður hægt að þvo með fullkomnustu vélum alla ullarfram- leiðslu landsins. Jónas Þór, framkvæmdastjóri Gefjunar, og Helgi Bergs, verk- fræðlngur, hafa haft yfirumsjón með byggingu þvottastöðvarinnar. Byggingameistari ’ var Friðjón S. Axfjörð. Raflagnir annaðist Indriði He'gason, rafvirkjameistari.Teikn- ingir allar hafa verið gerðar á teiknistofu S. I. S. undir stjórn Sig valda Thordarsonar, arkitekts. Húsið er tvær hæðir, byggt úr járnbentri steinsteypu, 70 m. langt cg 14 r.i. breitt, alls um 8600 rúm- metrar. Gólfflötur er 980 fermetr- ar. Á efri hæð hússins eru geymsl- ur fyrir óþvegna ull og fer þar einnig fram ullarmatið. Ullin fer síðan í rennu niður é neðri hæð hússins og í þvottavélina. Fyrst fer ullin gegnum tætara, sem greiðir sundur þófna ull og flókna, því næst gegnum 4 stór þvottakör, sem í er mismunandi sterkur þvotta- lögur. Gafflar ýta ullinni til í þvottakörunum og síðan fer hún á færiböndum úr einu karinu í ann- að. Milli karanna eru gúmmívalsar, sem pressa allt vatn úr ullinni áð- ur en hún kemur í næsta kar. Úr (Framhald á 4. síðu). ískalt vetrarkvöld. Birgir skrif- stofustjóri hjá Adamson & Co. var á leið heim til sin, eftir erfiði og Dunga dagsins — ekki þó svo að skilja, að hann ynni þar neina líkamalýtandi verkamannavinnu. Nei, hann sat daginn út og daginn inn í mjúkum ruggustól, en það er heldur ekki svo ýkja létt að leggja heilann sýnkt og heilagt í bleyti í háum og óendanlegum tölum — 3að vita þeir, sem það reyna. Hann gekk nú eins og leið hans lá fram hjá knæpunni, eða það er nú kannske full gróft nafn — því að þetta var bara svona venjulegur veitingakjallari. — En það vissu bæði guð og menn, að Birgi skrif- stofustjóra hefði aldrei komið til hugar að líta þar inn, ef tilviljunin hefði ekki endilega viljað haga því jannig. Rétt í þeim svifum, að hann gekk fyrir hornið, sá hann í endann á Bjössa „kontor", sem var að hverfa inn um dyrnar. En svo var málum háttað, að Birgir hafði fyrir löngu síðan lánað hon- um talsverða fjárhæð, það var auðvitað áður en hann fékk þessa virðingarstöðu hjá Adamson & Co. Hann hafði þá skoðað Bjössa, sem jafningja sinn, eða því sem næst, en nú var sú tíð liðin og Birgir var ákveðinn í því að ná í þessar krónur hjá stráknum og ætlaði því að grípa tækifærið. Hann kallaði og kallaði, árangurs- laust, Bjössi hvarf inn og lét sem hann heyrði ekki til skrifstofustjór- ans. En Birgir vildi ekki uppgefast við ætlun sína, svo að hann fór inn á eftir Bjössa „kontor", en það nafn gaf Birgir honum er hann var meðbiðill hans um skrifstofustjórn- ina hjá Adamson & Co., en eftir það var bliðulítið milli þeirra. Af ýmsum ógreindum ástæðum dvald- ist Birgi þarna inni furðu lengi. — Það er nú einhvern veginn þannig á þessum stöðum, að menn smitast af sessunautum sínum, þó þeir drekki ekki sér til óbóta, svo var hann að tala yfir hausamótunum á Bjössa, sem að lokum hafði þann árangur, að hann lofaði að borga skuldina og þeir gengu út. Birgir var auðvitað í bezta skapi og átti sér einkis ills von, en var hálfpart- inn sljór og magnlítill eftir lofts- lagið þarna inni. Úti á stéttinni taldi Bjössi fram alla upphæðina i púra tíköllum, en svo kom þetta hræðilega, sem Birgi datt sízt í hug. Allt í einu steytti Bjössi hnef- ana og varð tryllingslegur í fram- an, svo skrifstofustjóranum þótti meira en nóg um. „Farðu svo með þetta til himna- ríkis eða helvítis, hundurinn þinn!“ orgaði hann. Það var engan veginn notalegt fyrir „heldri“ mann eins og Birgi, að hlýða á svona orð- bragð, en hann hafði engan tíma til að hugsa um það, hvað þá held- ur reiðast og svara fyrir sig, því Bjössi hélt áfram: „Svo skaltu fá vextina og vaxtavextina og meira að segja ríflegar bætur fyrir bið- lundina". Að svo mæltu gaf hann Birgi skrifstofustjóra hjá Adam- son & Co. vel útilátið högg undir hökuna og annað svipað á gagn- augað. Síðan ekki söguna meir. — Birgir skall eins og skotinn tarfur niður á steinhelluna — geispaði bara ofurlítið um leið, en lá svo alveg kyrr. Bjössi hélt leiðar sinn- ar. — Birgir var ekki vanur að -sofa svo fast, að hugurinn hefðist ekki eitthvað að og eins fór í þetta sinn. Hann kíóraði sig fljótlega á lappir og leit í kringum sig. — Nú, það var allt eins og það átti að sér að vera, en kuldinn hræðilegur svo hann tók í kinnarnar, sem voru þó vel í holdum. Hann var stundar- korn að átta sig og hugsa um hvað gera skildi við óþokkann hann Bjössa „kontór", en þá varð hon- um allt í einu litið niður fyrir fæt- ur sér og þar gafst á að líta hrylli- lega sjón — sjálfur hann lá í blóði sinu a hellunni. — Hryllilegt — morð — hugsaði hann. — Ægileg- ur glæpur — Birgir skrifstofustjóri hjá Adamson & Co. myrtur — og hann sá í anda íeitletraðar greinar bæjarblaðanna um þetta ódæðis- verk. Hann varð strax fullviss um dauða sinn og þá var ráðlegast að reyna að kóklast eitthvað upp á við, þangað sem hlýrra og bjartara var. Þó var hann stund að brjóta heilann um hvort ekki myndi vera rétt af sér að fara til fógetans og kæra sjalfur morðið, annars var ekkert líklegra en að hið sanna kæmist aldrei upp og það þótti Birgi slæmt — að falla alveg bóta- alus og það fyrir manni eins og Bjössa. En þá mundi liann eftir því, sér til mikillar gremju, að sálir manna mega ekki gera sig skiljanlegar holdlegum verum. Með því var loku fyrir það skotið, að hann gæti borlð sannleikanum vitni að svo stöddu — kannske var möguleiki á að komast síðar í andaglas, borð eða miðil og greina frá atburðin- um. Annað hugkvæmdist honum og framkvæmdi strax. Hann tók alla seðlana úr höndum líksins og innig vindlaveskið. — Það gat ver- ið gott að hafa hvort tveggja þegar yfir um kæmi — peningar eru allt- af peningar. — Verst þótti honum að þurfa að halda á öllu þessu í höndunum, en um annað var ekki að ræða, því hann var nakinn — já, allsnakin sál. — í þessum svif- um lyftist hann frá jörðu og tók að svífa upp í loftið sér alveg að fyr- irhafnarlausu. Fyrst í stað þótti honum þetta dálítið óviðkunnan- legt, en jafnaði sig brátt og sá, að þetta myndi vera eina leiðin til að komast til himnaríkis. Honum leið ágætlega. Hann sá allan kaupstað- inn breiða sig út fyrir neðan sig eins og stórt og fagurt málverk. Yfir öllu hvíldi blágrá þoku- eða rökkurslæða, sem gerði þetta ferðalag Birgis ennþá ævintýra- (Framhald). Uilarþvottastöð SÍS tekin til starfa

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.