Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1950, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 30.06.1950, Blaðsíða 4
Gamall og góðkunnur Akureyr- ingur forstjóri þekktrar ferðaskrif- stofu í New York Þótt naumast verði sagt, að vel ári fyrir okkur íslendinga að svala útþrá okkar og ferðalöngun, sem vissulega er þjóðinni í blóð borin frá öndverðu, eru þó ávallt einhverjir landsmanna svo láns- samir að fá hleypt heimdragan- um og geta lagt leið sína út í heiminn og litið fjarlæg lönd og þjóðir. En enda þótt erfiðustu björg- unum verði úr vegi rutt, farar- eyririnn tryggður og ferðaleyfi sé fengið, geta þó, eins og alkunn- ugt er, ýmis ljón orðið á vegi þeirra, sem hyggjast ferðast um fjarlægar álfur, ekki sízt þeirra mörgu, sem óvanir eru ferðalög- um úti í hinum stóra heimi. Velt- ur þá vissulega á miklu — og get- ur raunar ráðið úrslitum um það, hversu drjúgur farareyririnn reynist, og hversu áhyggjulaust, skemmtilegt og fróðlegt ferðalag- ið verður í hvívetna — að förin sé vel og hagánlega skipulögð, og það helzt áður en að heiman er haldið. En sannleikurinn er raun- Fólki, er kynni að hafa í hyggju að ferðast til Ameríku — og eins þeim, sem ættingja eiga vestan hafs, sem e. t. v. ætla sér að ferð- ast hingað heim, — skal á það bent, að gamall Akureyringur, sem fjölmörgum bæjarbúum og öðrum landsmönnum er að góðu og ágætu kunnur frá fomu fari, Gunnar Pálsson söngvari frá Stað arhóli, hefur nú um nokkurt skeið veitt forstöðu einni slíkri ferðaskrifstofu vestan hafs, er nefnist Viking Hravel Service, 165 Broadway, New York 6, N. Y., U. S. A. Hefur fyrirtæki þetta góð sambönd um allan heim, en eink- um þó að því er við kemur ferða- lögum til og frá Bandaríkjunum, þ. á. m. hefur Gunnar umboð ferðaþjónustu ýmissa flugfélaga, járnbrauta- og skipafélaga og getur annast skráningu farseðla, flutnings og tryggingu farangurs, tryggt hótelþjónustu og hvers konar fyrirgreiðslu, leiðsögn og móttökur ferðamanna, ef honum er falið það í tæka tíð með bréfi eða símleiðis, en símnefni ferða- skrifstofu hans er AIRVIKING, York er REctor 2 — 5550. en símanúmer hennar í New ar sá, að slíkt er naumast unnt nú a dögum hins mikla hraða, fólks- flaums og flóknu ferðatækni, nema með því einu móti að setja sig í samband við einhverja kunna og velmetna ferðaskrif- stofu, er stundar einvörðungu slíka leiðbeiningastarfsemi í þágu ferðamanna og hefur þannig afl- að sér nauðsynlegra sambanda og upplýsinga um öll þau fjölmörgu atriði, er koma hér til greina, en einstaklingar geta varla haft að- stöðu til að kynna sér til fullrar hlítar á annan hátt. Enginn sá, er nokkuð þekkir til Gunnars Pálssonar héðan að heiman, mun efast um, að mál- efni og fyrirgreiðsla hvers þess ferðamanns, er felur honum að skipuleggja ferðalag sitt, er í góð- um og öruggum höndum, þar sem hann er. 10-15 síldarstúlkur vantar til síldarsöltunar á Dalvík á komandi síldar- vertíð. Saltað verður á nýja hafnargarðinum. Hús- næði í nýju steinhúsi. — Mörg skip. Frekari upplýsingar á V innumiðlunarskrif stofan. CH«HWHKH3<HKHKHKHKH3<H3<H3<H3<H3<HKHKH><HKHKHKHKHK«HKK>o Auglýsing um lax- og silungsveiði Að gefnu tilefni skal hérmeð vakin athygli á því, að á hinum lögákveðna veiðitíma samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er lax og göngusilungur friðaður fyrir allri veiði annarri en stangarveiði, frá föstudags- kvöldi kl. 9 til mánudagsmorguns kl. 9. Ádrátt má auk þess aldrei hafa frá kl. 9 síðdegis til kl. 9 árdegis, og aldrei nema þrjá daga í viku hverri, frá mánudegi til miðvikudags. Ádráttarveiði í ósum og í leirum er al- gjörlega bönnuð. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektum. Veiðitæki, sem notuð eru ólöglega, og ólöglegt veiðifang verður gert upptækt. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 27. júní 1950. 1 ',SoiV. 4 «HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM <HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHJ • Laxárvirkjunin (Framhald af 1. síðu). ábyrgð gagnvart þriðja aðila á skuldbindingum Laxárvirkjunar- innar. Sín á milli bera ríkissjóður og Akureyrarkaupstaður ábyrgð á lánum og öðrum greiðsluskuld- bindingum Laxárvirkjunarinnar í sama hlutfalli og eignin skiptis á milli þeirra. Meðan á nýrri virkjun stendur skulu þó aðilar bera jafna ábyrgð á lánum, sem tekin eru til þeirrar aukningar, og framlögðum kostnaði við hana. Virkjun hraðað. Næstu virkjun skal hraðað svo sem kostur er og virkjunin síðan aukin svo ört sem þörf verður tal- in til þess að eftirspurn eftir raf- afli á orkuveitusvæðinu verði full- nægt. Ef takmarka þarf sölu raf- magns eða leggja hömlur á raf- magnsnotkun á orkusveitusvæðinu ákveður stjórn fyrirtækisins á hvern hátt takmarkanirnar skulu framkvæmdar, en ávallt skal hún gæta þess, að þær verði að sem minnstum baga fyrir notendur. Laxárvirkjunin selur báðum að- ilum það afl, sem þeir þurfa til þess að fullnægja orkuþörf sinni meðan afl virkjunarinnar endist. Þegar Laxárvirkjunin í gljúfrunum við Brúar er fullnotuð og farið að afla viðbótarafls frá öðrum orku- verum, skal afl Laxárvirkjunarinn- ar skiptast milli samningsaðila í sömu hlutföllum og eignin. Hvor- ugum er þó skylt að láta af hendi það afl, sem hann hefur fest kaup á og tekið í notkun fyrr en fallið er fullvirkjað og nægilegt afl fengið annars staðar frá. Stjórn fyrirtækisins skipa 5 menn. Þar til ríkissjóður er orðinn eigandi að helmingi virkjunarinnar tilnefnir bæjarstjórn 3 og ríkis- stjórn 2, en er helmignaskipti eru orðin tilnefnir hvor aðili 2 en hæstiréttur skipar einn. Stjóm fyrirtækisins getur ekki skuldbundi ðsamningsaðila að því er snertir ábyrgð á lánum og greiðsluskuldbindingum til aukinna framkvæmda eða breytinga á mannvirkjum, nema að fengnu samþykki þeirra hvors um sig. Búseta stjórnar o. fl. Bæjarstjórnarfundurinn sam- þykkti ennfremur eftirfarandi til- lögu: „Með tilvisun til ákvörðunar um undirskrift samnings við ríkis- stjórnina um sameign Akureyrar- bæjar og ríkisins á Laxárvirkjun, felur bæjarstjórn bæjarstjóra að skrifa ríkisstjórn, þar ^em fram sé tekið, að bæjarstjórn Akureyrar treysti því, að sameign ríkis og bæjar á Laxárvirkjun samkvæmt umræddum samningi gangi ekki í gildi fyrr en gengið er frá fjármál- um fyrirtækisins og bygging orku- versins tryggð. Jafnframt, að í reglugerð Laxárvirkjunar komi ákvæði samkvæmt munnlegum lof- orðum ríkisstjórnarinnar um, að stjórn virkjunarinnar verði búsett á Akureyri eða grennd, og heimili og varnarþing verði á Akureyri.“ A fundinum voru kosnir 3 menn í stjóm virkjunarinnar þeir Krist- inn Guðmundsson, Steinn Steinsen og Steindór Steindórsson. Fram- sókn hjálpaði krötum að fá mann í stjómina. • Framsögumaður rafveitustjóm- ar á bæjarstjórnarfundinum, Stein- VERKAMAÐURINN dór Steindórsson, virtist ekki eiga nægilega stór orð til þess að lýsa því, hvílíkum ókjörum bærinn yrði að sæta með þessum samningi. Hins vegar hefur hér í blaðinu því ávallt verið haldið fram, að hér sé um að ræða hagstæðan samning fyrir rafmagnsnotendur í bænum, en þeir verða að standa straum af virkjuninni, og er sú skoðun blaðs- ins óbreytt. Lesendur geta svo sjálfir um dæmt eftir samningn- um. Söngskemmtun Einars IÝristjáns- sonar Einar Kristjánsson óperusöngv- ari hélt söngskemmtun í Nýja-Bíó sl. miðvikudagskvöld við góða að- sókn og frábærar undirtektir áheyrenda. Undirleik annaðist frk. Guðrún Kristinsdóttir. Viðfangsefni listamannsins vom eftir Schubert, Árna Thorsteins- son, Björgvin Guðmundsson, Sig- fús Einarsson, Erkki Melartin, Ed- vard Grieg, G. Donizetti og G. Puccini. Auk þess söng hann nokkur aukalög. Sá, sem þetta ritar, kann ekki að dæma verk þessa frábæra lista- manns út frá sjónarmiði listarinn- ar, heldur aðeins sem leikmaður, alls ófróður um tónlist og söng- mennt, en það vil eg taka fram, að söngur Einars Kristjánssonar, og þá sérstaklega flutningur h^ns á lögum Schuberts, Sigfúsar Einars- sonar og E. Grieg, eru með því ánægjulegasta sem eg hef heyrt Einar er hér á ferð í sumarleyfi, en hann starfar við konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. Ætlun hans mun ekki hafa verið sú, að halda neinar söngskemmtanir að þessu sinni, en orðið við fjölda áskorana er honum bárust um að syngja. Hafi hann svo alúðarþökk fyrir komuna og sönginn. Ferð til Suðurlands Föstudaginn 7. júlí verður skemmtiferð til Suðurlands á veg- um Ferðafélags Akureyrar. Far- ið verður um Reykjavík til Þing- valla, austur í Þjórsárdal, svo að Skálholti, Laugavatni, Geysi, Gullfoss og norður um Kjöl. Far- miðar seldir á þriðjudaginn, 4. og miðvikudaginn 5. júlí. Orlofsferð um þessa helgi Ferðaskrifstofan efnir til or- lofsferðar um þessa helgi. Verð- ur farið frá Akureyri um Húsa- vík til Lindarbrekku og gist þar á laugardagsnóttina, en síðan ek- ið í Ásbyrgi, að Dettifossi, um Grímsstaði og Mývatnssveit til Akureyrar. Laugardag kl. 5: Litli fílasmalinn (Elefant Boy) Ensk stórmynd, gerð af Sir Alexander Korda eftir liinni frægu sögu RUDYARD KIPLINGS. Aðalhlutverkið leikur S A B U Herbergi til leigu í nýju húsi. Að- gangur að síma. Nokkuð af húsgögnum getur fylgt. Afgr. vísar á. TILKYNNINC Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem Iiér segir: Skammtað Ósk. í smásölu, með sölusk. - 4.60 - 10.55 í heildsölu, án söluskatts kr. 3.75 kr. 9.57 í heildsölu með sölusk. - 4.05 - 9.87 í smásölu án söluskatts - 4.51 - 10.34 Reykjavík, 22. júní 1950, J V erðlagsst i órinn TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hef- ur ákveðið, að öll verðlagsákvæði á barnaleikföng- um, bæði að því, er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. “Itf ' i I Reykjavík, 22. júní, 1950, / V erðlagss t j órinn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.