Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.02.1953, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.02.1953, Blaðsíða 3
Æ$kulýðssitfail| Orðið er laust Atvinnumál æskumanna Svo sem lesa má í blööum, er nyiokiö skráningu atvinnuiausra hér á Akureyri og hafa niöur- stöður peirra pegar verið geröar aimenrungi kunnai'. Augijost mai er, af niðurstöðum skraningar- innar, að alvarieg vá er íyrir dyr- um, fuiikomið neyöarástand, hvort tveggja í senn, pegar tii staðar og að skapast á æ fleiri heimilum verkafóiks. Þegar svo er komið, að hundr- uð verkamanna ganga atvinnu- iausir og aðalatvmna peirra er skiptivinna, sem bærinn heldur uppi til að bæta úr sárustu neyð, parf ekki mikla skarpskyggni tii að gera sér ijóst, að peir ungu verkamenn, sem vinnu hafa muni auðtaldir, pví að sjáifsögðu sitja eidri menn, sem hafa á framfæri sínu stórar fjölskyldur, íyrir þeirri vinnu, sem úthiutað er á vegum bæjarins. Ymsir þeirra, sem mótað hafa þá stefnu, sem er þessu alvarlega ástandi valdandi, tala um það af miklum fjálgleik og enn meiri vandlætingu, að æskan sé stöðugt að spillast, gætandi ekki að því, að sjálfir eiga þeir mesta sök þar á, með því að meta meira per- sónulegan stundarhag, en velferð hinnar upprennandi kynslóðar og þar með þjóðarinnar allrar. Þesar staðreyndir verður æsk- an að gera sér fullkomlega ljós- ar, sem og hitt, að það er sá óskynsamlegasti þjóðarbúskapur, sem hugsast getur, að láta ekki hvem verkfæran mann ætíð hafa verk að vinna. Gerið ykkur enn- fremur fyllilega ljóst, að það, að koma í veg fyrir að t. d. verka- maður hafi vinnu einn dag, jafn- gildir því að ræna þjóðina verð- mætum, sem nema allmiklu hærri upphæð en dagkaup verkamajms ins er. Þið, ungu verkamenn á Akur- eyri, sem nú gangið atvinnulaus- ir, hafið ekki einu sinni fyrir fæði og húsnæði, hvað þá til að veita ykkur einhverjar skemmtanir, látið nú hendur standa fram úr ermum í þeirri baráttu sem fram- undan er til að tryggja þann var- anlega atvinnurekstur hér í bæn- um, sem útiloki atvinnuleysi. Að frumkvæði fulltrúa Sósíalista- flokksins í bæjarstjóm Akureyr- ar hefur verið hafin barátta fyrir byggingu stórs hraðfrystihúss hér í bænum. Að sjálfsögðu hefur þetta mál hlotið andstöðu þeirra manna, sem aldrei mega hugsa til neinna framkvæmda, aldrei mega hugsa til þess, að neitt nýtt sé gert, mannanna, sem börðust gegn því af miklu harðfylgi að togaraútgerð yrði hafin héðan, mannanna, sem ávallt og ævin- lega hafa staðið í vegi fyrir því, að hér sé svo blómlegt atvinnu- líf, sem möguleikar em til. Eiins og sakir standa, er hug- myndin um byggingu hraðfrysti- húss lang veigamesta tillagan, sem fram hefur komið til að tryggja varanlega atvinnu hér í bænum. Allt verkafólk bæjarins og þá framar öllu unga verka- fólkið, fólkið, sem tekur við af þeirri kynslóð, sem nú ber hæst, verður að myrída órofa samfylk- ingu um þetta mál og neyta þess afls, sem í samtökum fjöldans felst til að bera þetta þýðingar- mikla mál fram til sigurs og það ; fljótt. Að lokum þetta. Varanleg lausn atvinnumálanna, sú lausn,; sem tryggir öllum verkfærum mönnum, körlum og konum, stöðuga, arðbæra atvinnu, er að- eins ein til: Afnám þess þjóð- skipulags, sem við búum nú Við og sköpum þjóðfélags alþýðunn- ar, verkamannsins og verkakon- unnar, þjóðfélags sósíalismans. j Þá fyrst er alþýðan hefur leyst af I hendi það sögulega, óhjákvæmi- I lega hlutverk, getur verkalýður- inn litið óhikað upp án þess að eiga á hætu að sjá svipu atvinnu- leysisins, og þar með skortsins. reidda til höggs .yfir höfði sér. Þess vegna ber unga fólkinu að skipa sér undir merki alþýðunn- ar, merki Sósíalistaflokksins. Hvað nú unga fólk? Nokkur orð vil eg segja við ykkur öll, sem í dag eruð ung og viljið verja æfi ykkar til heilla fyrir land okkar og þjóð. Landið sem íslendingar hafa elskað og dáð um aldaraðir og þjóðina, sem það byggir og við erum hluti af. Flest okkar eru svnir eða dæt- ur vinnandi fólks' verkamanna, sjómanna, bænda eða annarra slíkra. þ. e. að segja við tilheyr- um stétt verkalýðsins. Þess vegna þekkjum við af eig- in raun kjör vinnandi stétta þessa lands. Þeirra manna og kvenna, sem eru kjarni þjóðarinnar, fólksins sem allur rekstur þjóð- arbúsins hvílir á, en sem nú er að sligast undan drápsklyfjum fámennrar, innlendrar yfirstéttar og erlends arðræningjavalds, er enn sem fyrr skammtar verka- lvðnum úr hncff, svo að skort- urinn er stöðugt á næsta leyti og fátæktin hinn tryggi förunautur. Við vitum, að á fjölmörgum heimilum verkamanna er vart til fyrir næsta málsverði, og heimil- isfaðirinn fær ekki að vinna nema endrum og eins, þ. e. fær ekki að afla konu sinni og börn- um einföldustu lífsnauðsynja. Við vitum líka, að við kjötkatl- ana, sem íslenzkur verkalýður kyndir undir, situr yfirstétt: heildsalar, braskarar, stórat- vinnurekendur og aðrir slíkir, sem í raun réttri eru alls ekki matvinnungar. Það þýðir ekkert að segja okk- ur, að þetta sé eðlilegt, og ekki heldur, að þessu sé ekki hægt að breyta. Og auðvitað viljum við öll, sem tilheyrum verkalýðsæskunni, bæta úr þessu. Það hlýtur að vera okkar æðsta áhugamál. En máske hugsa einhverjir ykkar sem svo: Eg get nú áreið- anlega brotist sjálfur áfram til góðra lífskjara, og hví skyldi eg svo skeyta um hina. Einmitt þessum hugsunarhætti er það að kenna, að yfirstéttinni helzt enn uppi að arðræna ís- lenzkan verkalýð. Á það ber að líta, að vonir flestra verkamanna um að bæta verulega kjör sín hafa nefnilega brugðizt vegna þes að þeir hafa ekki metið nógu hátt mátt sam- takanna og hugsað of mikið hver um sig. Við, uppvaxandi verkalýður íslands, eigum stórt hlutverk að vinna. Okkar er að taka upp merki hinna eldri brautryðjenda stétta bai'áttunnar og bera það fram til sigurs. Við eigum að vinna bug a skortinum og afnema fátæktina, þessa öldnu fylgikonu, svo margra íslendinga. Við eigum að krefjast réttar okkar til mannsæmandi lífskjara og ná honum. En h^aða leið eigum við að fara? Við verðum að taka fyrir rætur meinsemdanna, vera róttækir. Við verðum að hrista af okkur hlekki auðvaldsins, njóta sjálfir arðsins af eigin vinnu, þ. e. af nema þetta þjóðfélag stéttaskpt ingarinnar ,sem elur við brjóst sitt hinn svívirðilegasta glæp arðrán manns á manni. Og í stað inn verðum við að byggja upp nýtt, stéttlaust þjóðfélag sósíal- ismans, þar sem atvinnuleysið öi-yggisleysið, skorturinn og fá tæktin eru burtrekin í eitt skipti fyrir öll. Allt þetta verðum að við gera ef neyðin á ekki að halda áfram að hrjá vinnandi alþýðu landsins og það í vaxandi mæli. Já, hlutverk okkar er stórt, en við munum r.eynast vandanum vaxin. Við munum sjá um, að barna okkar bíði annað og betra hlut skipti, en það sem við höfum hlotið. En við verðum að vera samtaka, enginn má skerast úr leik. Við verðum að fylkja liði um Sósíalistaflokkinn og Æsku lýðsfylkinguna, félag ungra sósí alista. Nýr McCarty, eða Forrestal? Menn geta getið sér frægð með ýmsum hætti. Forrestal, fyrrum hermálaráðherra Banda- íkjanna, gat sér t. d. naumast heimsfrægð meðan hann gegndi 3ví embætti, en hins vegar varð hann um skeið eitt aðal umtals- efni heimsblaðanna, þegar hræðsl an við Rússa svifti hann vitinu og leiddi hann til bana. Þessi virðu- legi maður hljóp um götur á nátt- klæðunum einum og hrópaði: .Rússarnir eru að koma.“ Og nokkru síðar flúði hann undan ímynduðum ofsóknum þeirra út um glugga á 8. hæð og var þar með úr sögunni. Annar Bandaríkjaþingmaður, sem tekið hefur Forrestalsýkina, McCarty að nafni, er nú öld- ungadeildarþingmaður á Banda- íkjaþingi. Enn er sjúkleiki hans ekki á því stigi, að hann hlaupi strípaður um götur, en hins vegar hefur hann getið sér mikla frægð með því stimpla menn eins og Trúman fyrrv. forseta, Acheson fyrrv. utanríkisráðherra, Marshall fyrrv. hermálaráðherra og ýmsa fleiri helztu menn demo- VEIZTU? Að samkvæmt ráðagerðum forystumanna stjómar flokkanna eiga íslenzkir æskumenn nú að hefja vopnaburð í stað hag nýtra starfa. Að ákomandi sumri gctur r \ þjóðin á einfaldan hátt losað sig við óvinsælustu ríkisstjórn, sem hér hefur setið við völd. Að ef hún fær að sitja áfram krataflokksins, sem örgustu und- irlægjur og kafbáta Stalíns. Enn- fremur Tryggve Lie og marga aðra forystumenn Sameinuðu pjóðanna. í Bandaríkjunum nýt- McCarty virðingar ráða- manna, sem styrkja „rannsóknir“ hans á óamerískri starfsemi með nilljónum af almannafé. Nú er ekki um að villast, að Forrestalsýkin hefur borizt hing- að til Akureyrar. A. m. k. einn maður hér í bæ, ritstj. Dags, aug- lýsir nú í hverri viku sjúkleika sinn. Hann sér alls staðar komm- únista og sendimenn Stalíns, hvert sem hann lítur, og þó eink- um og sér í lagi í starfsliði út- varpsins. Ef sjúkdómurinn áger- ist, sem búast má við, verður ekki langt í land, að enginn andstæð- inga hans í stjórnmálum verði óhultur fyrir Rússastimplinum. Akureyringar velta því nú fyrir sér, hve lengi Haukur geti stillt sig með að auglýsa krank- leika sinn á síðum Dags, en grípi ekki til róttækari aðgerða, að hætti lærimeistara sinna westra. Frá starfi Æ. F. A. Sunnudaginn 1. febrúar síðastl. sýndi Æskulýðsfylkingin kvik- myndina „Söngur æskunnar“ frá Berlínarmótinu. Tókst sýningin vel. Áður en langt um líður fáum við svo væntanlega til sýninga aðalkvikmynd mótsins „Við vilj um frið“. Er sérstök ástæða til að vekja athygli manna á mynd þessari og starfsemi Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðrar æsku, sem á komandi sumri mun halda 1 Búkarest hið fjórða heimsmót æskunnar. Leshringur ÆFA hefur starfað áfram með sama blóma, og er komið saman í Hafnarstræti 88 á hverjum sunnudegi kl. 13.30. Félagsfund heldur Fylkingin næstk. sunnudag, svo sem nánar er auglýst á öðrum stað í blaðinu Undanfarið hefur stjórn ÆFA lagt á ráð um, hvernig auka mætti skemmtanalíf deildarinnar og er ætlunin að hefja nú mjög aukna skemmtistarfsemi. Fyrsta skemmtikvöldið verður að líkindum haldið laugardaginn 21. febrúar í Ásgarði (Hafnar- stræti 88). Verður nánar auglýst um það í næsta blaði, en lögð verður áherzla á að bjóða upp á ódýra og góða skemmtun. Þörf er á, að all- ir félagar leggi fram sinn skerf til að það megi takast, en það geta þeir fyrst og fremst gert með því að fjölmenna og taka kunningja sína með sér. Eflum félag okkar! Allt æskufólk undir merki sós íalismans! Kona skrifar: „Dýrðlegt mætti það teljast, að ritstjóri vikubl. Dags væri starf- andi í fréttastofu íslenzka út- varpsins, svo að rétt væru þýdd orð hins mikla mannvinar!! Eis- enhowers forseta Bandaríkjanna, þegar hann kunngjörir, að hann muni hefja styrjöld gegn kín- verska alþýðulýðveldinu. Sárt er að slíkur maður skuli ekki geta starfað jafnhliða á tveimur stöð- um, svo að allt væri eins og það ætti að vera, bæði í blöðum og útvarpi. Því að sjálfsagt gerir það nú lítið til, þótt sumt í innlendu fréttunum falli niður, t. d. að Áfengisvarnarnefnd kvenna var einn sá fyrsti aðili, sem óskaði eftir því við bæjarstjóm Akur- eyrar, að almenn atkvæðagreiðsla færi fram um lokun áfengisút- sölunnar hér í bæ. Þá er þessi háttvirti borgari ákaflega hneykslaður yfir ó- skammfeilni og frekju „Menn- ingar- og friðarsamtaka ís- lenzkra kvenna“, að þær skuli vilja láta ályktanir sínar koma fyrir almennings augu, þar sem þær skora á íslenzku þjóðina að vera á verði gegn þeirri hættu, sem leynist í riðsmíðum og áróðri ýmissa íslenzkra manna, bæði þessa háttvirta ritstjóra og hans líka, sem svo virðast blindir, að þeir mundu ekki skirrast við að samþykkja herskyldu Islendinga, ef þeir héldu pyngju sína betur tryggða og kropstallur þeirra við fótskör auðvaldsins mýkri. Mér hrýs hugur við sálar- ástandi slíkra manna, og dettur fyrst í hug, að biðja til æðri valda að opna augu þeirra. Kona." mun neyðin enn aukast á heimilum verkalýðsins. Að ef við tökum þegar upp sósíaliska búskaparhætti mun næsta kynslóð ís- lendinga ekki vita hvað at- vinnuleysi er. ★ Óskar Gíslason kvikmynda- tökumaður mun koma um aðra helgi hingað til bæjarins og sýna mynd sína ,,Ágimd“ í Nýja-Bíó. Kvikmynd bessi hef- ur sætt hörðum dómum margra í Reykjavík og var þess jafnvel krafizt að myndin yrði bönnuð. Sumir gagnrýnendur hafa þó talið myndina hafa ým- islegt til síns ágætis.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.