Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.12.1953, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 11.12.1953, Blaðsíða 1
VERKflmflÐURinn XXXVI. árg. Akureyri, föstudaginn 11. desember 1953 47. tbl. Hernámsllokkarnir þrír samfylkja lil að úliloka sósíalista úr nelndum Þjóðvarnarflokkurinn hafnar kosningasamvinnu sem tryggt hefði hernámsandstæðingum mikilvæga aðstöðu mag., með 9 atkv., 2 seðlar auðir. Fimmti maður hernámsflokkanna Allsögulegar kosningar fóru | fram í sameinuðu Alþingí í fyrra- dag. Hafði þingflokkur Alþýðu- flokksins gert samfylkingu við íhald og Framsókn í því skyni að útiloka fulltrúa sósíalista úr öllum þeim nefndum sem kjósa átti til, en tryggja Alþýðuflokknum sæti sem hann á ekki samkvæmt þing- fylgi sínu. Sósíalistaflokkurinn og Þjóð- vamarflokkurinn hefðu’til samans getað komið manni í allar fimm manna nefndirnar. Bauð Sósíal- istaflokkurinn að kjósa Þjóðvam- arflokksmann í útvarpsráð og menntamálaráð gegn stuðningi hans við hinar nefndirnar. Þessu boði hafnaði miðstjóm Þjóðvarn- arflokksins, en vegna uppstillingar sósíalista virtust böndin ekki halda, og voru fulltrúar af lista sósíalista kosnir í menntamálaráð og útvarpsráð. 100 ára saga Akureyrar Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag, að kjósa 4 manna nefnd til að vinna að undir- búningi og sjá um ritun 100 ára sögu Akureyrar. A þessu verki að vera lokið það snemma, að sagan geti komið út á 100 ára afmæli bæjarins árið 1962. Einnig var samþykkt að fela nefndinni að sjá um að safna myndum af mönnum, mannvirkj- um og atburðum úr sögu bæjarins. í nefndina vom kjömir: Brynleifur Tobiasson, Þorsteinn M. Jónsson, Askell Snorrason og Steindór Steindórsson. í ræðu sem Bevan, foringi vinstri arms brezka Verkamannaflokksins, hélt nýlega, sagði hann m. a.: „Bandaríkin verða að snúa baki við Sjang Kaisék og viðurkenna byltingarstjómina í Kína,“ sagði Bevan. „Það má ekki seinna vera að brezka þjóðin leysi frá skjóð- unni við Bandaríkjamenn um þessi mál. Eg segi þetta ekki af því að eg sé andbandarískur. Eg er það ekki frekar en andrússneskur. En það er staBreynd að Bret- Eftir uppstillingu Alþýðuflokks- ins að dæma virðist Stefáns Jó- hanns-klíkan nú búin að ná meiri- hluta í þingflokknum með því að innbyrða Eggert Þorsteinsson, og munu formaður og ritari Alþýðu- flokksins hafa skilað auðu við allar kosnin^arnar í gær! Menntamálaráð. Af lista her- námsflokkanna þriggja með 40 at- kv.: Valtýr Setfánsson, Pálmi Hannesson, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, Haukur Snorrason. Af lista sósíalista: Einar K. Laxness, stud. Fjórir þingmenn Sósíalista- flokksins, Karl Guðjónsson, Lúð- vík Jósepsson, Gunnar Jóhannsson og Einar Olgeirsson, flytja á Al- þingi svohljóðandi fmmvarp: 1. gr. Ríkisstjómin skal leita eftir samningum við íslenzkar skipasmíðastöðvar um byggingu tveggja togara af fullkomnustu gerð. Jafnframt skal ríkisstjórnin kaupa erlendis frá 8 fullkomna lartd hefur ekki haft nóéu mikil áhrif á utanríkisstefnu Banda- ríkjanna, oé ef við svo búið er látið sitja, mun okkur bera í átt- ina til þriðju heimsstyrjaldar- innar. Sumir heimshlutar £ætu lifað hana af en alls ekki Bret- land, sem yrði í fremstu víé- líttu." Bevan lauk ræðu sinni með um- mælum um að andstaðan gegn firðarfundi komi Bandaríkjunum en ekki Sovétríkjunum og bætti var Guðmundur Hagalín, sem Al- þýðuflokkurinn ætlaði að troða þar inn í stað Barða Guðmunds- sonar. Útvarpsráð. Af lista hernáms- flokkanna: Magnús Jónsson, fyrrv. form. fjárhagsráðs, Þórarinn Þór- arinsson, Sigurður Bjamason, Rannveig Þorsteinsdóttir og af lista sósíalista Björn Th. Bjöms- son. — Sá sem féll af hernámslist- anum var Stefán Pétursson; fyrrv. ritstj. Alþýðublaðsins. Frá Verkamannafélaginu. Verkamannafélag Akureyrar- kaupst. hélt félagsfund sl. sunnud. Fulltrúar félagsins á 4. þingi Alþýðusamb. Norðurlands fluttu skýrslu um störf þingsins. Rædd voru atvinnumál og ýms félagsmál og að lokum las Einar Kristjánsson upp smásögu. A fundinum var kosin uppstill- ingamefnd og hlutu kosningu í hana: Þórður Valdimarsson, Stefán Hólm Kristjánsson, Ami Þor- grímsson, Ingólfur Arnason og Gestur Jóhannesson. togara. Undirbúning þessara fram- kvæmda skal miða við það, að smíði þessara 10 skipa ljúki á ár- unum 1955 og 1956. 2. gr. Til framkvæmda sam- kvæmt 1. gr. er ríkisstjórninni heimilt að taka lán allt að sextíu milljónum króna. 3. gr. Skip þau, er um ræðir í 1. gr., er heimilt að selja einstakling- um, félögum, bæjarféléögum eða sveitarfélögum eða eiga þau og reka í eigu ríkisins til atvinnujöfn- unar. Karl Guðjónsson flutti fram- söguræðuna um frumvarpið og lagði áherzlu á þá staðreynd að væri togarafloti íslendinga full- nýttur gæti hann aflað erlends gjaldeyris sem svarar 430—516 milljónum króna og væri þeim skipum bætt við, sem frumvarpið gerir ráð fyrir gæti flotinn full- nýttur aflað hvorki meira né minna en 530—636 milljónir kr. við: „Ef Bandaríkjamenn áskilja sér rétt til að lykja heiminn her- stöðvafesti til að mæta stríðshætt- unni, þá eiga Sovétríkin kröfu á því að enginn hluti heimsins sé útilokaður af ráðstefnu, sem á að ræða heimsmálin.“ Brjóstlíkan af Snorra Sigfússyni afhjúpað í Barnaskólannm Sl. þriðjudag var afhjúpað brjóstlíkan af Snorra Sigfússyni, námsstjóra, í Barnaskóla Akureyr- ar. Bæjarstjórn lét gera likanið í virðingar- og þakklætisskyni við Snorra fyrir langt og gott starf hans sem skólastjóra Barnaskól- ans. Líkanið gerði Ríkarður Jóns- son myndhöggvári. Er það af eiri. Afhjúpun líkansins fór fram að viðstöddu fræðsluráði, forseta bæjarstjórnar, kennurum barna- skólans og nokkrum örðum gest- um. Fluttu þar ræður Brynjólfur Sveinsson, formaður fræðsluráðs, Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæj- arstjórnar, Hannes J. Magnússon, skólastjóri, sem allir fóru lofsam- legum orðum um Snorra og störf hans sem skólamanns og að síðustu hélt heiðursgesturinn ræðu og þakkaði bæjarstjórn og fræðslu- ráði auðsýnda virðingu. Var athöfn þessi öll hin hátíðlegasta. Ekki væri með öðru móti betur hægt að tryggja grundvöll ís- lenzks efnahagslífs. Smiði togara innanlands mundi ekki aðeins tryggja það að unnt yrði að endurnýja togaraflotann á eðlilegan hátt með a. m. k. smíði tveggja togara árelga, þegar full- komin rejmzla væri fengin og byrjunarerfiðleikar yfirunnir, held- ur væri jafnframt íslenzkum iðnaði fengið í hendur eitt stórkostleg- asta verkefnið í sögu iðnaðarins og mundi skapa iðnaðarmönnum úr fjölmörgum greinum geysileg verkefni. í ýtarlegri greinargerð sem frumvarpinu fylgir segir svo m. a.: „Smíði stálskipa hérlendis er þegar hafin, og innlendar skipa- smíðastöðvar hafa þegar allmikla reynslu í skipaviðgerðum. Flutn- ingsmenn vita, að það er engum torleystum vandkvæðum bundið að komast að samningum við skipasmíðastöðvarnar hér um smíði togara, enda telja þeir það hina brýnustu nauðsyn, að slík- um smíðum verði hrundið af stað hérlendis hið allra fyrsta, svo að endurnýjun skipastólsins og aukn- ing í framtíðinni geti orðið verk íslenzkra handa og hugvits í sí- vaxandi mæli. í nánustu framtíð er líklegt, að togarafloti landsmanna verði eitt- hvað yfir 50 skip. Óvarlegt er að reikna meðalendingu skipanna mikið yfir 25 ár. Endumýjunar- þörfin verður því 2 skip á ári, og ætti það að verða fast verkefni innlendra skipasmiða.“ Bandaríkin en ekki Sovétríkin hindra friðarfund, segir Bevan islenzkt logarasmíði og efling togara- flotans er þjóðarnauðsyn Þingmenn Sósíalistaflokksins leggja til að smíð- aðir verði tveir togarar innanlands til reynslu og 8 togarar verði keyptir erlendis frá ÁSKELL SNORRASON 65 ára Þann 5. þ. m. varð Áskell Snorrason, tónskáld, sextíu og fimm ára ,en hann er fæddur að Öndólfsstöðum í Reykjadal 5. des. 1888. Áskell er löngu þjóðkunnur fyrir tónsmíðar sínar og söngstjórn og liggur mikið og merkt starf eftir hann á þeim sviðum. Þótt tónlistin hafi verið aðallífs- starf Áskels hefur hann einnig ver- ið atkvæðamaður í verkalýðs- hreyfingunni og samtökum sósíal- ista og jafnan verið þar meðal traustustu og mikilhæfustu liðs- manna. A sextíu og fimm ára afmælinu var Áskeli sýndur margs konar sómi og kveðjur bárust honum víðs vegar að af landinu, m. a. frá Tónskáldafélaginu, söngmálastjóra og fjölda aðdáenda og vina. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar kaus Áskel heiðurs- félaga í tilefni af þessu merkisaf- mæli hans og vildi með því votta honum þakklæti sitt og virðingu fyrir ómetanlegan hlut hans að menningarlegum og félagslegum málum verkalýðsstéttarinnar. Verkamaðurinn ámar Áskeli allra heilla og hamingju í tilefni afmælisins og þakkar honum langt og gott starf fyrir blaðið, en hann hefur i áratugi verið tónlistargagn- rýnandi þess og einnig ritað í það fjölda ágætra greina, enda maður ritfær í bezta lagi. Bæjarstjórn vill halda fullum atkvæðisrétti ÍÚ. A. Á síðasta bæjarstjómarfundi urðu nokkrar umræður um dóm Hæstaréttar, er nýlega var upp kveðinn í máli Sveins Bjamasonar gegn bæjarstjórn, en í málinu eru dómsorð svohljóðandi: „Atkvæðis- rététur í Útgerðarfélagi AkureyT- inga h.f., vegna samanlagðrar hlutafjáreignar bæjarsjóðs og hafnarsjóðs Akureyrarkaupstaðar, má ekki fara fram úr 1/5 hluta heildaratkvæða í félaginu. Stefndu, — greiði in solidum, áfrýjanda —, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti samtals kr. 4000,00“ Að umræðum loknum var svo- felld tillaga, frá Bimi Jónssyni, samþykkt með 7 atkv. gegn 4: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka til athuéunar á hvern hátt bæjarstjórn é^ti framveéis haldið atkvæðisrétti sínum í Ú. A, í sem mestu samræmi við hlutaijáreién sína i félaéin u."

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.