Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verkamašurinn

						VERKfllflÐURIlin
XXXVIII. árg.
Akureyri, föstudaginn 21. janúar 1955
3. tbl.
Fulltrúar verkalýðsfélaganna í Rvík og nágrenni telja
nauSsynlegt aS kjarasamningum veríi sagt upp
miðaS við 1. marz næstkomandi
Kref jast þess að 8 stunda vinmidagur nægi til mann-
sæmandi framfærslu meðalfjölskyldu
Skákþing Norðlendinga
Frá skákmótinu: Guðjón M. Sigurðsson og Jón Ingimarsson eigast
við í 1. umferð. Fyrir enda borðsins mótsstjórinn Jón Hinriksson.
Skákþing Norðlendinga var sett
á sunnudaginn, og var fyrsta um-
ferð tefld á mánudagskvöldið.
I meistaraflokki keppa 8, þar á
meðal sem gestur Guðjón M "Sig-
urðsson, skákmeistari úr Reykja-
vík. í 1. flokki keppa 5, í 2. flokki
6 og í unglingaflokki 9. Aðkomu-
menn eru nokkrir úr Mennta-
skólanum hér og vestan úr Hörg-
árdal. í meistaraflokki er keppt
um verðlaunagrip, gefinn af þeim
feðgum Sigurði og Guðbrandi
Hlíðar. í unglingaflokki er keppt
um verðlaunagrip, gefinn af Jóni
Ingimarssyni.
Eftir 3 umferðir á mótinu
standa leikar þannig, að í meist-
araflokki hefur Júlíus Bogason 3
vinninga, Guðjón M. Sigurðsson
2V2 og Kristinn Jónsson 2 og eina
biðskák.
(Framhald á 4. síðu).
Verkamannafélagið krefst auk-
innar bæjarvinnu vegna hins
alvarlega atvinnuástands


Á fundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, er ||
haldinn var í fyrrakvöld, var einróma samþykkt áskorun
til bæjarstjórnar að fjölga þegar í bæjarvinnunni upp í
!|  60—70 manns og að halda þeirri tölu verkamanna þar til
úr rætist með atvinnu.
Eins og kunnugt er öllum bæjarbúum, má svo heita, !;
að öll daglaunavinna hafi nær algerlega lagzt niður frá \\
hví íiTn iól. nema við löndun lir toeiiriinum 00 lítilfiör-  l!
\\  því um jól, nema við löndun úr togurunum og lítilfjör-
leg bæjarvinna.
Skráð atvinnuleysi nær nú til um 70 verkamanna, þótt
engin almenn skráning hafi verið auglýst, en raunveru-
leg tala atvinnulausra er miklum mun meiri. T. d. hafa
aðeins 2 verkamenn úr Glerárþorpi látið skrá sig, þótt
!; þorri verkamanna þar séu atvinnulausir. Er það hin
mesta nauðsyn að verkamenn, sem hafa stopula eða enga
atvinnu, láti ekki undir höfuð leggjast að skrá sig, svo
Uað rétt mynd fáist af atvinnuleysinu.
Alþýðusamband íslands og
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík boðuðu til fulltrúa-
fundar allra verkalýðsfélaga í
Reykjavík og nágrenni og var
fundurinn haldinn í fyrradag.
Voru þar mættir fulltrúar 29 fé-
laga í Reykjavík og 10 félaga í
nágrenni bæjarins. Á fundinum
urðu miklar og almennar umræð-
ur um kjaramálin og var það ein-
róma álit nær allra f ulltrúanna að
segja beri upp kjarasamningum á
næstunni, þegar er  uppsagnar-
fs##sr###s#s####s^###s#s#sr#s#>#s»s#s#s#sr### w
Davíð Stefánsson
sextugur í dag
MÍR sýnir ágæta
mynd á sunnudag
Akureyrardeild MlR hefur
sýningu á rússneslfu stórmynd-
inni, EG GIFTIST GYÐINGA-
STÚLKU, næstk. sunnudag kl.
4 e. h. í Asgarði, Hafnarstr. 88.
Þetta er leikin mynd, sem vak-
ið hefur athygli hvarvetna, þar
sem hún hefur verið sýnd.
ákvæði leyfa, en flest félaganna
hafa samninga lausa miSað við 1.
marz, en nokkur eru bundin af
samningum til lengri tíma.
Að umræðum loknum var svo-
felld tillaga samþykkt með öllum
atkvæðum gegn 1 atkvæði, Frið-
leifs Friðleifssonai:
„Fundur fulltrúa verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík
og nágrenni haldinn 19.
jan. 1955, telur nauðsyn
bera til að verkalýðsfélögin
segi upp samningum sínum
fyrir 1. febrúar næstk., til að
knýja fram kjarabætur, svo
að tekjur 8 stunda vinnu-
dags nægi til mannsæm-
andi framfærslu mebalfjöl-
skyldu."
Samþykkt þessi er mjög í anda
þeirrar ályktunar, sem gerð var
á síðasta Alþýðusambandsþingi
um kjaramálin. Að sjálfsögðu er
ályktunin aðeins viljayfirlýsing
og munu nú hin einstöku félög
snúa sér að því að taka ákvarðan-
ir um uppsögn og móta kröfur
sínar.
Almennt mun talið að þessi
samþykkt gefi rétta mynd af við-
horfi verkalýðsfélaganna til
kjaramálanna og að ákvarðanir
þeirra muni verða í samræmi við
hana.
;
í dag verður sextugur Davíð
!;Stefánsson skáld frá Fagra
!; skógi. Dvelst hann nú í Reykj
Jj vík og er þar margs konar við
jbúnaður  til  þess  að  heiðra
hann á þessum merkisdegi. 1
kvöld mun Þjóðleikhúsið hafa
sýningu á Gullna hliðinu og
flytur skáldið sjálft Prologus.!;
Annað kvöld halda vinir og!;
aðdáendur  skáldsins  honum ;
heiðurssamsæti í Sjálfstæðis-
húsinu.  Aðalræðumenn  þar
Jverða Steingrímur Þorsteins-
son  prófessor  og  Þórarinn
Björnsson,  skólameistari.  Þá
verður  Davíð helguð dagskrá
í útvarpinu í kvöld.
Margur vottur um heiður og
aðdáun mun  skáldinu verða
|!sýndur, svo sem maklegt er,;!
fþótt slíkt geti raunar aldrei
jafnast á við þá viðurkenn-
ingu, sem Davíð hefur fyrir
lóngu  hlotið  meðal  hvers
mannsbarns  á  fslandi,  sem;;
notið  hefur  ljóða  hans  og
; ¦ geymt þau í hug og hjarta.
!Í
i:
Stöðvun nýju aflstöðvarinnar við Laxá veldur
margskonar erfiðleikum
Menn gerast uggandi um að staðsetn-
ing stöðvarinnar hafi verið misráðin
Skömmtuninni var aflétt í gærkvöldi
Síðastl. sunnudag stöðvaðist hin nýja aflstöð við Laxá og
hefur verið óvirk síðan. Krapastífla myndaðist í ánni neðan
við nýja stöðvarhúsið og breytti farvegi Laxár, svo að hún
rennur nú um 1 km. sunnan við sinn eðlilega farveg, en allt
svæðið milli núveranædi farvegs og hins gamla er eitt stöðu-
vatn. Heldur stöðuvatn þetta sográ:sinni frá aðalvél nýju
stöðvarinnar fullri af krapi, svo að ekki hefur verið unnt að
láta vélar hennar ganga, enda hefur vatnið staðið það hátt, að
flotið hefur upp undir vélargólf hússins, þótt reynt hafi verið
að verja það með því að dæla vatninu út.
Vatnið fer lækkandi.
Stöðuvatn það, sem þannig hef-
ur myndast, er víðáttumikið og
allt hulið snjó og krapi og hafa
því allar tilraunir til þess að
sprengja það fram reynzt alger-
lega haldlausar. Á þriðjudag tók
vatnið þó mjög að lækka og var á
miðvikudag orðið 1 meter lægra
en þegar það stóð hæst. Enn hélt
það áfram að lækka í gær og
töldu forráðamenn virkjunarirm-
ar það benda til þess að áin
kynni að grafa sig fram, jafnvel
þótt ekki kæmi þýðvióri, enda er
það mál þeirra, sem kunnir eru
staðháttum og dutlungum Laxár,
að hún brjóti slíkar stíflur af sér
eða grafi sig fram á fáum dögum
þótt hláka komi ékki þar til
hjálpar.
Vélarnar settar í gang í gær.
í gær reyndist unnt að setja
vélar nýju stöðvarinnar í gang, en
enn var þá ekki hægt að keyra
þær með litlu álagi, þar sem frá-
rennsli var þá ekki orðið nægi-
lega greitt. Þótt spennan væri því
mjög lág varð úr að skömmtun-
inni var aflétt í gærkvöldi. Eftir
fáa daga verður vélasamstæða
gömlu stöðvarinnar, sem verið
hefur í lamasessi einnig komin í
lag.
Ný vandkvæði.
Slíkar truflanir á framleiðslu
raforkunnar eru að sjálfsögðu
áhyggjuefni öllum þeim, sem búa
á orkusvæði Laxár. Og þessi síð-
asta truflun jafnvel enn meira
áhyggujefni en allar þær mörgu,
sem á undanförnum árum hafa
dunið yfir og valdið margs konar
vandræðum og stórtjóni á at-
vinnu manna, vegna þess að hér
koma til greina ný vandkvæði í
(Framihald á 4. siðu).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4