Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verkamašurinn

						VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 21. janúar 1955
VERKRmflÐURlim
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Bjorn Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Árnason, Þórir Daníelss.
Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. - Simi 1516. - Pósthólf 21.
Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Launajafnrétíi karla og kvenna
Á morgun hefst í Reykjavík
ráðstefna allra verkalýðsfélaga
innan Alþýðusambands íslands
um kaupgjalds- og kjaramál
kvenna innan sambandsins. Hlut-
verk þessarar ráðstefnu verður
það að leggja grundvöll að sam-
M ræmingu á kaupi og kjörum
verkakvenna um land allt og
jafnframt að stíga nokkurt spor í
þá átt að gera kjörorð verkalýðs-
samtakanna um sömu laun fyrir
sömu vinnu að veruleika.
Það verður að viðurkenna, að
þrátt fyrir yfirlýsta stefnu frá
fyrstu tíð verkalýðshreyfingar-
innar, um launajafnrétti karla og
kvenna, hefur hún ekki sinnt
þessu mikilvæga verkefni sem
skyldi og misréttið milli kynjanna
er í dag hróplega mikið og þarf
ekki langt að leita til að finna
dæmi þess. Kona, sem annast
umsjón vefstóla á Gef juni og hef-
ur náð fullkominni verkþjálfun,
hefur í laun kr. 2288,01 á mánuði.
Karlmaður, sem vinnur nákvæm-
lega sama verk, ber úr býtum kr.
3098,48. Verkakona, sem þessa
dagana vinnur við skreiðarverk-
un, fær í daglaun kr. 96,00, en
verkamaðurinn, sem vinnur við
hlið hennar fær kr. 117,52 fyrir
nákvæmlega sömu vinnu og af-
köst. Þessi nærtæku dæmi eru
síður en svo einsdæmi, heldur
gefa ljosa mynd af því, hvernig
jafnréttinu eða öllu heldur mis-
réttinu er varið.
Sé svo ósamræmið í kaupgjaldi
kvenna á hinum ýmsu stöðum á
landinu athugað, upplýsast einn-
ig furðulegir hlutir. T. d. að verka
konur í höfuðborginni, meðlimir
stærsta verkakvennafélagsins í
landinu, höfðu þa rtil á þessu ári,
aðeins kr. 6,40 í grunnl. á klst., á
móti kr. 6,90 hér á Akureyri, og
kr. 7,11 á Húsavík. Svarar þetta
tíl allt að kr. 2600,00 launamismun
ar á ári. Fer þá að verða skiljan-
legra að seint hafi sótzt í jafnrétt-
ismálunum, er það félagið, sem
bezta aðstöðuna hefur haft til
þess að láta til sín taka hefur
reynzt eftirbátur lítilla félaga í
fámennum fiskiþorpum, í stað
þéss að hafa forustuna fyrir
verkakonum landsins. Gjalda
verkakonur um land allt þessa, en
verkamenn njóta þess að samtök
verkamanna í höfuðstaðnum hafa
reynzt þeim ómetanlegt forustu-
lið ,sem ætíð hefur Iétt baráttu
þeirra og brotið ísinn í kaup-
gjaldsbaráttu þeirra. Er þetta
áþreifanlegt dæmi þess, hvers
virði róttæk og djörf forusta er
verkalýðssamtökunum.
Launajafnrétti kvenna og karla
og samræming á kaupgjaldi
kvenna um allt land er hvort
tveggja í senn réttlætiskrafa og
hagsmunamal. Og það er ekki að-
eins hagsmunamál verkakvenn-
anna sjálfra, heldur einnig verka-
mannanna. Mjög oft eru það sam-
eiginleg laun beggja kynja, sem
leggja grundvöllinn að afkomu
verkamannaheimilanna og skipta
þá launakjör beggja jafn miklu
máli. Sé konan aftur á móti eina
fyrirvinna heimilis, bæði þarfnast
hún og á fullkominn rétt á fullum
launum.
Þá vofir og sú hætta yfir verka-
mönnum, ef launamisréttið helzt,
að atvinnurekendur notfæri sér
það til þess að svifta þá atvinnu,
en láta hið ódýra vinnuafl kvenn-
anna nægja eftir því sem frekast
er kostur á. Eru þess raunar þeg-
ar nokkur dæmi.
Það fer vel á því, að það skuli
verða eitt fyrsta verk nýrrar
vinstri stjórnar í Alþýðusam-
bandi fslands, að skera upp her-
ör gegn því ranglæti sem islenzk-
ar verkakonur hafa verið beittar
og skipuleggja baráttu fyrir bætt-
um kjörum þeirra sem sárastri
rangsleitni hafa verið beittar. Öll
verkalýðssamtökin munu standa
sem einn maður að baki þeim
samþykktum sem gerðar verða á
kvennaráðstefnunni og að því
miða að færa eitt af grundvallar-
atriðunum í mannréttingakenn-
ingum verkalýðshreyfingarinnar
í búning veruleikans.
^¦¦lllllllllllllllllllllIIIIUIIIItllllIllllll
NÝJABÍÓ
Aðgöngumiðasala opin kl. 7—9.
Sími 1285.
Myndir vikunnar:
|  FÆDD f GÆR  |
j Amerísk stórmynd gerð =
j eftir samnef ndu leikriti eftir i
; Max Gordon, aðalhlutverk i
jjudy Holliday sem hlautí
! Oscar verðlaun fyrir leik Í
\ sinn { þessari mynd. Önnur i
\ stór hlutverk William Hold \
\ en, Broderick Crawford.  i
Ncesta mynd:
[Fegiirðardísii næturl
innar
iNý frönsk úrvalsmynd erf
jhlaut 1. verðJaun á alþjóða- f
jkvikmyndahátíðinni í Fen- =
feyjum 1953. Þetta ermynd- =
|in, sem valdið hefur sem i
I mestum deilum við kvik- \
jmyndaeftirlit Bretlands íta- í
i líu og Bandaríkjanna.
iAðalhlutverk:
[  GERARD  PHILIPE;
MIIMMMMIIIMMMIMMMMMIMMI.....MllMlMMIMlllll.....,í
Gagnmerk bók eítir Brynjólf Bjamason
Brynjólfur Bjarnason: Forn
og ný  vandamál.  —  Útg.
Heimskringla, 1954, 172 bls.
Útkoma þessarar bókar Bryn-
jólfs Bjarnasonar er merkur við-
burður á íslenzkum bókamarkaði.
Þetta er fyrsta tilraunin, sem gerð
er á íslenzku, tíl þess að gera
heimspeki marxismans — dialek-
tiskri efnishyggju — greinagóð
skil, einkum í sambandi við nú-
tíma vísindi og þekkingu. Bókin
fjallar meira um náttúrufræðileg
viðfangsefni en þjóðfélagsleg, les-
endum er því ráðlagt að lesa fyrst
eða jafnframt hina snjöllu ritgerð
Stalins: „Dialektisk og soguleg
efnishygga" í „Sögu Kommún-
istaflokks Ráðstjórnarríkjanna"
(bls. 182—228).
Bók Brynjólfs er ekki léttmeti.
Sá, sem les hana, verður að gera
sér ljóst, að hann þarf að gaum-
gæfa það, sem hann les, verður að
læra ný hugtök og fræðiorð — en
bókin er jafnframt kennslubók í
því að hugsa rökrétt.
Þessi skrif verða ekki ritdómur
um bókina. Þetta er skrifað til
þess að vekja athygli á henni,
einkum áhuga allra sósíahsta.
Þeir mega ekki láta jafn merka
bók, skrifaða af einum okkar
bezta forustumanni, fara fram
hjá sér.
Bókinni er skipt í 7 kafla. Fyrsti
kaflinn heitir „Dialektik og form-
rökfræði". Er þar gerð grein fyrir
takmörkunum og gildi formrök-
fræðinnar, raktar reglur hennar
frá klassiskri rokfræði Aristotel-
esar til nútíma átrúnaðar á stirðn
uð og úrelt f orm hennar. Þetta er
gert með einföldum dæmum.
Jafnframt kennir höfundur,
hvernig formrökfræðin hefur
gildi sé hún skilin dialektiskum
skilningi, á svipaðan hátt og
venjulegur reikningur hefur fullt
gildi, þrátt fyrir æðri stærðfræði,
sem beitir dialektiskum aðferð-
um. Höf. sýnir fram á, að rök-
fræðin er vísindagrein um rétta
hugsun og að þekkingarfræðilegt
mat á henni ákvarðast af þeim
heimspekiskoðunum, sem hún er
byggð á. Rökfærslan sjálf sannar
ekkert, „vitnisburðurinn einn
getur skorið úr um gildi ályktun-
ar", engu að síður er hún okkar
leiðarhnoða til rétts skilnings og
réttrar niðurstöðu. Höf. bendir á,
að „hin djúptæka kreppa, sem nú
er í vísindum og heimspeki, er
fyrst og fremst fólgin í því, að
hugsað er í stöðnuðum formum,
sem þekking okkar er vaxin upp
úr, menn lenda því í mótsögnum
og standa ráðþrota gagnvart
þeim." Aðeins dialektisk hugsun
og dialektisk efnishyggja geta
leyst vísindin og heimspekina úr
þessari kreppu. Kafli þessi er í
senn leiðbeining um rökrétta
hugsun, dæmi um rökfestu og
inngangur að öðrum köflum bók-
arinnar, sem einkennast af skýr-
um rökum dialektiskrar hugsun-
ar.
„Hughyggja  —  efnishyggja"
heitir annar kaflinn, en höfuð-
ágreiningurinn innan heimspek-
innar er um það, hvort sé upp-
haflegra andinn eða efnið. Hvort
náttúran eigi tilvist sína ein-
göngu í vitund okkar, eða sé
hlutveruleikí óháður vítundinni.
Höfundur rekur í sundur kenn-
ingaflækjur hughyggjunnar, fyrst
og fremst kenningasamsull síðari
tíma borgaralegra heimspekinga
(t. d. Bertrands Russels), sem
reyna að sigla undir flaggi vís-
indalegs orðagjálfurs. Sýnir höf.
fram á haldleysið í kenningum
hughyggjumanna, rökfræðilegar
mótsagnir þeirra, hvernig þær
stangast á við daglegt líf og
reynslu mannanna, vísindalega
þekkingu og árangra. Er þetta
gert með fróðlegum og skemmti-
iegum dæmum. Höfundur teflir
alls staðar fram dialektiskri efn-
ishyggju sem andstæðu hug-
hyggjunnar og færir fyrir henni
hagnýtar og haldgóðar sannanir.
„Til þess að geta ályktað eða fellt
gildan dóm", — segir höf., —
„verður vér að viðurkenna tilvist
náttúrulögmála eða lögbundins
samhengis tilverunnar. Annars
höfnum vér sjálfum oss sem vits-
munaverum, meira að segja rétt-
inum til að efast. Vér afneitum
sjálfum grundvelli lífs vors." —
Forsenda dialektiskrar - efnis-
hyggju er í sem fæstum orðum sú,
að efnið sé til, sé hlutveruleiki,
að umhverfið, sem maðurinn
skynjar, sé ekki hugarfóstur
manna eða tjáning yfirskilvit-
legs anda, að efnið í öllum sínum
breytileik sé ein heild, háð lög-
máli orsaka og afleiðinga. Hún
„skilgreinir hlutina og hugmynd-
ir okkar um þá í samhengi og
samtvinnun þeirra, hreyfingu,
uppruna og endilokum" (Engels).
I athöfnum daglegs lífs viður-
kenna allir menn þessi sannindi
og haga sér samkvæmt þeim, þó
að þeir semji fræðikenningar, sem
eru ósamrýmanlegar þeirra eigin
athöfnum.
Þriðji kaflinn fjallar um „Efni
og orku". Nútíma eðlisfræði við-
urkennir, að „efni geti breytzt í
orku". Höf. bendir á, að skil-
greining eðlisfræðinnar á efni og
orku sé of þróng og samsvari
ekki þekkingu okkar á hlutveru-
leikanum. Byggir höf. fyrst og
fremst á kenningu Engels, að
orka sé sérstakt form eða ástand
hreyfingar efnisins. Höf. bendir
á, að efnið getur ekki líðið undir
lok og orðið að orku, heldur sé
„massi" og orka sammælanlegar
eigindir. Leggur hann til, að efn-
ishugtakinu sé gefin rýmri merk-
ing sem samnefnari veruleikans.
Gerir hann nánari skilgreiningu á
þessu og leggur áherzlu á, að
heimsmynd og hugtakakerfi eðl-
isfræðinnar verði að fylgjast með
þróun þekkingarinnar.
Þá kemur sá kafli bókarinnar,
sem mun reynast fiestum einna
þyngstur aflestrar. Viðfangsefnið
er „Rúm — tími — óendanleiki".
Efni kaflans er samþjappað, og
má reyndar segja það um bókina
í heild 1 þessum kafla er fjallað
um og gagnrýndar ýmsar kenn-
ingar og heimsmynd nútíma eðl-
isfræði, m. a. hin almenna afstæð-
iskenning Einsteins. Höf. bendir
á, að þegar nútíma eðlisfræði
braut loks af sér viðjar hinnar
fornu, mekanisku heimsmyndar,
hafi henni stigið blóðið of ört til
höfuðsins og þrátt fyrir stórkost-
lega vísindasigra, farið að búa til
sjálístæðan hlutveruleika" úr
sérstökum (abstraktioum), og
þannig búið sér til heim, sem er í
ósamræmi við lögmál þekkingar
okkar, dregið vafasamar álykt-
anir af tímatakmörkuðum athug-
unum, farið villigötur vegna
tregðu á að viðurkenna almennt
dialektiskt lögmál, sem stað-
rsyndirnar færðu þeim upp í
hendurnar o. s. frv. Höf. tekur
þarna til meðferðar svipuð við-
fangsefni og Engels fæst m. a. við
í „Anti-Diihring", og glímir við
þau eins og þau blasa við sjónum
okkar í nútíma eðlisfræði með
allan þann geysilega þekkingar-
forða, sem vísindin hafa aflað sér
síðan á dögum Engels. Meðal
annars kemur höf. inn á rök-
fræðilegar veilur í „rúms"hugtaki
afstæðiskenningarinnar. Tekur
kenningarnar um óendanleika
heimsins eða endanlega stærð til
athugunar og sýnir fram á, að
alltaf vaki spurningarnar, hvað
var á undan upphafinu, hvað er
utan við rúmið, hvað kemur á
eftir endalokunum o. s. frv.
Kenningin um endanleikann
hljóti að „stöðvast í hvílupunkti
dulrænunnar". Á hinn bóginn eigi
allt sem gerist „sér afstæð tak-
mörk, í þeim skilningi er öll
verðandi endanleg, þar með líka
mannleg hugsun. Veruleikinn er-
endanlegur og óendanlegur í
senn." Kemur höfundur víða við
í þessum kafla og er þó efnið tek-
ið f östum og rökvissum tökum.
Næstu tveir kaflar kallast
„Efni — líf — andi" og „Vilja-
frelsi". Sá fyrri var aðallega um
séreðh lífs og vitunar, ný lögmál,
sem koma til sögunnar með til-
komu lífsins, nokkur viðfangsefni
í þróun lífsins á jörðunni, lifandi
verur f ara að hugsa og álykta, at-
höfnin verður til og beinir þró-
uninni inn á ákveðnar brautir.
Síðari kaflinn er í beinu áfram-
haldi og fjallar um viljafrelsi og
nauðhyggju í Ijósi orsakalögmáls-
ins og þróunarinnar. „Frelsið er
ekki fólgið í „frelsi" undan lög-
málum tilverunnar, heldur í inn-
sýn í þessi lögmál, samfara vit-
undinni um það, að möguleikarn-
ir eru ótakmarkaðir .... Viljinn
verður lögmál og lögmálið
vilji .... Atburðarásin verður
vituð og viljuð. Viljafrelsi og lög-
mál eru ekki mótsögn, þannig að
hvort útiloki annað, heldur ein-
ing."
Lokakafh bókarinnar, „Gott og
illt", er um siðf ræði marxismans.
Tekur höf. siðgæðishugtakið til
athugunar og skilgreinir það frá
sjónarmiði stéttabaráttunnar og
söguþróunarinnar. „Það sem leið-
ir til meiri fullkomnunar, er gott,
það, sem leiðir til hnignunar, er
illt, þar sem fullkomnun og
hnignun merkir jákvæða og nei-
kvæða afstöðu vitundar vorrar til
(Framhald á 3. síðu).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4