Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.10.1958, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.10.1958, Blaðsíða 3
Föstudaginn 10. október 1958 VERKAMAÐURINN 3 Það var dag einn í desember- mánuði 1492, sem sá mikli landa fundamaður Kolumbus gekk á land á eynni Haiti úti fyrir strönd Mið-Ameríku. Honum fannst þessi sólríka pálmaey svo himnesk, að hann ákvað, að þar skyldi hann grafinn eftir dauða sinn. Kolumbus dó á Spáni, en mannsaldri síðar voru jarðnesk- ar leyfar hans fluttar til Haiti. Hann var jarðsettur í dómkirkju borgarinnar Santo Domingo, sem Spánverjar höfðu byggt. Santo Domingo er nú höfuð- borg samnefnds ríkis, sem tekur yfir austurhluta Haiti-eyjar. — Síðustu 28 árin hefur ríkinu Santo Domingo verið stýrt af ein ræðisherra, hershöfðingjanum Rafael Trujillo. Hann lét grafa föður sinn í dómkirkjunni, eins og Kolumbus, enda þótt ekki sé vitað til þess, að faðirinn hafi unnið sér annað til fiægðar en að vera faðir einræðisherrans. Guð og Trujillo. Ferðamenn, sem koma til þessa litla ríkis á hinni frjósömu hita- beltisey, verða þess áþreifanlega varir, að einvaldurinn þjáist ekki af minnimáttarkennd. Hann hef- ur breytt nafni höfuðborgarinnar og nefnt hana eftir sjálfum sér. Hún heitir nú Ciudad Trujillo (Borgin Trujillo). Á þökum húsa má sjá nafn hans letrað leiftrandi neonljósum með dökkan hita- beltishimininn að bakgrunrii. Þar stendur Dios y Trujillo, Guð og Trujillo. Sagt er, að upphrópun þessi finnist einnig með öfugri orðaröð: Trujillo og Guð. Á sjúkrahúsi í höfuðborginni er þessi áletrun: „Trujillo, vel gerðarmaður landsins, veitir þér heilsuna aftur.“ Á byggingu rík- ishappdrættisins er stór mynd af einvaldanum, og fyrir neðan hana stendur: „Svo er hinum snjalla velgerðamanni landsins fyrir að þakka, að sérhver borg ari hefur tækifæri til að vinna auð fjár.“ Skemmtigarði einum hefur hann gefið nafn elzta sonar síns, en þann lét hann gera að ofursta í hernum, þegar hann var sjö ára gamall. Hector bróður Sinn hefur hann látið skipa for- seta. Sjálfur nefnist hann ekki lengur hershöfðingi heldur alls- herj arstj órnandi, generalissmus, og það er hann, sem raunveru lega hefur öll völd í landinu. - Hann kallar sig tíðum el jefe. foringjann, eða el benefactor, velgerðamanninn. Hvernig hefur svo þessi maður orðið einvaldur yfir tveimur milljónum manna? Eftir að íbúar Santo Domingo höfðu rekið Spánverja af hönd- um sér í byrjun nítjándu aldar. var landið sjálfstætt lýðveldi nokkra áratugi. Dominikanska lýðveldið er það almennt nefnt enn í dag. En landið lenti í efna- hagsörðugleikum, sem urðu und irrót þess, að landið glataði að lokum sjálfstæðinu. Amerískir stórbankar náðu tökum á ríkis- kassa hins smáa ríkis, og Amer íkumenn tóku í sínar hendur alla fjármálastjórn í Santo Domingo Amerískt hemám. Á meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir gengu Ameríkumenn skrefi lengra. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna fór þess á leit að fá full yfirráð yfir lögreglu Santo Dom- ingos, landher og flota. Þessu var neitað, en þá voru sjóliða- sveitir, hinir svonefndu skinn- hálsar, sendar til Santo Domingo. Amerísku sjóliðamir ráku ríkis- stjórnina frá völdum og leystu iingið upp. Næstu átta ár, 1916 til 1924, var landið hersetið af amerísku herliði og amerískir umboðsmenn önnuðust lands- stjóm. Áður en her Ameríku- manna kom til Santo Domingo höfðu amerískir fjárbrallsmenn náð undir sig helztu tekjulindum landsins. Á þeim tíma, sem herseta Am- hans. En hæstiréttur ákvað, að skipaðar skyldu nýjar, heiðar- legar kjörnefndir. Dómssalurinn var fullur af fólki, þegar birta átti þessa niðurstöðu í réttinum. Ritari hæstaréttar reis á fætur til að lesa upp dóminn. En skyndi- lega fór hönd hans, sem hélt á skjölunum, að skjálfa. Aftan til í salnum hafði birzt hópur manna vopnaður léttum vélbyssum. — Fólk þyrptist að útgöngudyrun- um, dómararnir voru neyddir til að víkja úr sætum sínum, og dómurinn var aldrei lesinn upp. Trujillo vann kosninguna. Það voru amerísku hernáms- yfirvöldin, sem veittu Trujillo heiður og virðingu með því að gera hann að æðsta yfirmanni til New York, en þar gaf hann út blað, sem mjög ákveðið gagn- rýndi stjórn Trujillos. Lögreglan fann greinilega bendingu um, hverjir voru sekir um morðið, í grein eftir Requena, sem ennþá hafði ekki birzt. Grein þessi var viðtal við þáverandi ræðismann Santo Domingo í New York, Felix Bernadino. í viðtalinu kom það fram, að Bernadino hefði hótað að skjóta Requena „undir hvaða götuljósi New York-borg- ar sem vera skal.“ Samúð Eisenhowers. Árin, sem liðin eru frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, hef- ur ríkt gott samkomulag milli amerísku ríkisstjórnarinnar og RAFAEL TRUJILLO — glæpamaðurinn, sem stjómar í Santo Domingo. HROSSAÞJÚFUR NJOSNARI - EINVALDUR Amerískt hernám lyfti honum í valdastól eríkumanna stóð, var núverandi einvaldur Rafael Trujillo, ungur maður, á þrítugsaldri. Þá þegar var hann samt nafnkunnur orð- inn. Ásamt einum bræðra sinna stundaði hann hesta- og naut- gripaþjófnað og átti í stöðugum útistöðum við lögregluna. Árið 1918 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik. — En amerísku hernámsyfiirvöldin höfðu not fyrir hann. Skömmu eftir að hann losnaði úr fangels- inu gerðist hann njósnari fyrir amerísku sjóliðasveitirnar, sem áttu í erfiðleikum með að halda uppreisnargjömum íbúum og andspyrnuhreyfingunni í skefj - um. Hópnar vopnaðra frelsis- unnenda börðust gegn amer- íska hemum með öllum hugsan- um ráðum. Ameríkuménnimir kunnu að meta njósnarstarfsemi Trujillos og að launum hækkuðu þeir hann fljótlega í tign og gerðu hann að foringja í lögreglusveit- um þeim, sem þeir höfðu komið á fót. Fáum árum síðar, 1923, skipuðu Kanarnir hann, þá 32 ára að aldri, hershöfðingja og æðsta yfirmann alls herliðs Santo Domingo. Árið 1930 komst hann með aðstoð hersins til æðstu valda og varð einvalds- herra landsins. Vélbyssur í dómssalnum. Trujillo notaði forsetakosn- ingar til að ná völdunum. Hon- um hafði tekizt að sjá svo um, að kjömefndir voru að meiri- hluta skipaðar fylgismönnum hersins. Annars væri hann kann- ski ennþá aðeins tiltölulega lítt þekktur hrossaþjófur. Þegar Trujillo var kominn til valda, tók hann að ofsækja and- stæðinga sína. Hann lét varpa þeim í fangelsi, pína og drepa. — Þúsundir manna flýðu úr landi. Margir læddust eftir þröngum fjallvegum yfir landamærin til nágrannaríkisins Haiti. Trujillo krafðist að Haiti framseldi hina pólitísku flóttamenn. Honum var neitað og tók þá til hefndarráð- stafana. Margir Haiti-menn bjuggu í Santo Domingo. Eftir skipun frá Trujillo var herirni látinn smala þúsundum þeirra saman í október 1937 og síðan voru þeir drepnir. Flestir voru felldir með vélbyssuskothríð. — Tala hinna drepnu er talin hafa verið 15—20 þúsund. Bréf, sem aldrei kom til skila. Amerískur prestur, faðir Bar- nes, sem um þessar mundir dvaldist í Santo Domingo, varð skelfingu lostinn vegna fjölda- morðsins. Hann skrifaði bréf til systur sinnar í USA, og skýrði frá því, sem fyrir augu hans hafði borið. Bréfið kom aldrei til skila, en stuttu síðar fannst presturinn dauður. Hann hafði verið skot- inn. Síðar voru margir þeirra, sem gagnrýndu einvaldann, myrtir, bæði í Santo Domingo og erlend- is. Árið 1952 var maður að nafni Andres Requena myrtur í stiga í East Side í New York. Hann harfði flúið frá Santo Domingo einvaldans á Haiti, þrátt fyrir starfsemi glæpamanna hans inn- an USA. Frá Washington hefur hann fengið bæði siðferðilegan og efnahagslegan styrk. Árið 1955 sagði Eisenhower við sendi- herra Santo Domingo í USA: „Hinn ákveðna vilji ríkisstjóm- ar yðar til að vemda siðvenjur hins frjálsa heims. . . . má reikna með öflugum stuðningi frá ríkis- stjóm USA.“ í amerísku blöðunum var þeirri spurningu varpað fram, hvort Eisenhower myndi telja fjöldamorð Trujillos á 15.000 Haitibúum til „siðvenja hins frjálsa heims“? Ameríska ríkisstjórnin hefur árum saman veitt Trujillo geysi mikla efnahagslega og hemaðar- lega aðstoð. Árið 1955 afhenti USA Santo Domingo 25 nýtízku orrustuþotur. Ameríska viku- blaðið Time vakti þá athygli á því, að slíkt framlag til viðkom andi smáríkja þýddi „mjög mik- inn hernaðarstyrk“. Stuðningur amerísku ríkis- stjórnarinnar við Trujillo er án alls efa af mjög nærtækum ástæðum sprottinn. Santo Dom- ingo er eitt þeirra landa í Mið- og Suður-Ameríku, þar sem am- erískum fjáraflamönnum leyfist að safna hvað mestum gróða. þessu litla ríki á Haiti eiga am- erískir auðkýfingar fyrirtæki sem eru metin á 150 milljón doll- ara virði. Sykurframleiðslan er þýðingarmesta framleiðslugrein landsins, en yfir tveimur þriðju hlutum hennar drottna tvö am erísk stórfyrirtæki. — Stjóm Trujillos leyfir ekki verkalýðsfé- lög. Þar sem verkalýðsfélög eru ekki, er auðvelt að halda laun- unum niðri, og amerísku at- vinnurekendurnir í Santo Dom- ingo sjá sér aúðvitað hag í þess- arri stjórnvizku einvaldans. Hann vissi, hvað hann átti á hættu. 12. marz 1956 var enn einn glæpur framinn í New York, sem bar merki Trujillos. Spánskur prófessor, sem setzt hafði að í New York, Jesus de Galindez, hvarf gersamlega, eins og jörðin hefði gleypt hann. Hann var ósættanlegur andstæðingur stjórnar Trujillos. Rannsóknir lögreglunnar leiddu nokkurn veginn í ljós, hvað gerzt hefði. Á leið heim til sín frá Columhia- háskólanum var prófessornum rænt og hann að líkindum deyfð- ur eða svæfður. Því næst var honum ekið í bifreið að litlum, afskekktum flugvelli á eynni Long Island fyrir utan New York. Lítil flugvél, sem útbúin var með aukabenzíngeymi, hóf sig á loft um miðnætti og tók stefnu í suðurátt með prófessor- inn innanborðs. Vélin hafði við- komu á flugvelli í Florida til að taka benzín. Síðan hélt ferðin áfgram yfir hafið til Monte Cristi-flugvallarins á norður- strönd Santo Domingo, þar sem Galindez var framseldur. Að öll- um líkindum hefur harm verið myrtur í Santo Domingo. Ameríski flugmaðurinn, sem stýrði vélinni, Gerald L. Murphy, skýrði síðar nokkrum vinum og unnustu sinni frá því, að hann hefði haft Galindez innanborðs. Stuttu síðar var Murphy myrtur í Santo Domingo. Það var þaggað niður í honum til eilífðar. Mað- urinn, sem myrti hann, framdi síðar sjálfsmorð í fangelsinu, eftir því sem yfirvöldin í Santo Domingo skýrSu frá. Ennþá eitt vitni var horfið. Ástæða Trujillosar til að ryðja prófessor Jesus de Galindez úr vegi var þessi: Það var almennt vitað, að prófessorinn vann að bók, sem fletti rækilega ofan af stjórn Trujillos. Hann hafði dval ið nokkur ár í Santo Domingo. Galindez var vanur að segja, að hann ætti stefnumót við þjóð Santo Domingo-ríkis „á frelsis- degi hennar“. Þann dag auðnað- ist honum ekki að lifa. Prófes- sorinn var kjarkmikill maður. Hann vissi hvað hann átti á hættu. í bústað hans fann lög- reglan miða, sem á var ritað: „Ef eg hverf, er þá seku að finna í Santo Domingo." Lögreglan hefur ekki getað upplýst máhð til fulls. í skjölum lögregiunnar í New York stend- ur ennþá skrifað við nafn Gal- indez „horfinn“. En enda þótt Galindez sé að öllum líkindum látinn, hefur rödd hans heyrzt. Þremur mán- uðum eftir hvarf hans kom bók hans um Trujillo út í Chile. Bók- in ákærir einvaldann fyrir 140 pólitísk morð. Fyrstu vikuna eft- ir útkomu bókarinnar seldust (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.