Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verkamašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Verkamašurinn

						framundan, sem smáskírðist, unz
hún varð að björtum degi, og út
úr eggsléttu berginu brunaði
iestin, en það gnæíði skuggalegt
og þungbrýnt að baki, súrt á
svip yíir að hafa orðið að sleppa
aftur svona góðum feng úr iSr-
um sínum.
Síðari hluta dagsins kom
glaðasólskin með steikjandi hita
þar til kl. 5, að snögglega
dimmdí í lofti og skall yfir rign-
ingardemba, sem þó ekki varaði
nema skamma stund.
Kl. 6 e. m. varstanzað í 10
mínútur í þorpi nokkru, sem
mér var ókunnugt nafn á, var
það stórt ummáls, en strjált og
óreglulega byggt. Við járnbraut-
arstöðina var fallegur blóma-
og trjágarður. I honum miðj-
um var steinskái, á að gizka 10
metrar í þvermál. Umhverfis
hana voru gróðursettar marg-
faldar raSir af allskonar skraut-
blómum, sem vökvuðust af gos-
brunni, er var upp úr miðri skál
inni. Dreyfði hann vatninu svo
haglega og hæfilega, að blóma-
Hringurinn fékk nægilega og
hæfilega vökvun.
LandslagiS breytti nú smám
saman um svip og varS hrjóstr-
ugra en áður, skiptust á berg og
klettasöðlar, fúafen og flóar, en
allt var þetta vaxið ljótum og
óræktanlegum kjarrskógi, og
fremur gaf það óyndislega út-
sýn.
Smám saman breyttist þó enn
til batnaðar. Tóku þá við fögur
tún og akrar, flákar umgirtir
skógi á allar síSur. Snotur en
smá bændabýli voru óteljandi til
og frá innan um þetta ræktaSa
land. Voru þau aS stærS sjáan-
lega gerð aðeins til afnota fyrir
eigandann og hans fjölskyldu.
Á sumum þessum búgörðum
voru úti fyrir húsunum aðeins
negra- og svertingjafjölskyldur.
Víða á þessum stöðvum var
verið að útrýma skóginum á stór
um svæðum. Hafði hvert tré ver
ið höggviS við jörð niðri og síð-
an kveikt í rótinni. Var því land
þetta að sjá eins og eitt reykjar-
haf og jörSin biksvört. Rauk
þar og brann þetta smám saman
í daga og vikur, ef þurrkatíð
var. Að því loknu var landið
plægt og því næst sáð í það eft-
ir því, hvort verða skyldi akur
eða tún. Þessa aðferð við út-
•rýming skóga og ræktun sama
lands sagði kunningi mér, að
algengast væri að viðhafa.
Þegar leið á daginn var far-
þegum tilkynnt, að til Winnipeg
yrði komið kl. 9,30 e. m. Eftir
því sem nær dró borginni stækk-
uðu akrar og engjaflæmin, skóg
iii í tin að mestu horfinn nema fal
legar spildur milli hinna ýmsu
landeigna og óslitiS haf af skógi
út við yzta sjóndeildarhring. —
Þegar leiS á  10. tímaiin  fóru
að sjást hús á stangli meðfram
brautínni beggja megin, sem
smám saman urðu þéttari eftir
því sem lengra dró, þar til lestin
loks rann inn á aðaljárnbrautar-
stöðina í Winnipeg kl. rúmlega
9,30. Var þá stigið af lestinni
og farþegum vísað niður í
hvelfdan gang, sem lá niður í
jörðina. Þar kom maður ofan
í afarvíðáttumikla og skrautlega
sali, sem voru bókstaflega fullir
af fólki. Mun það hafa komið á
stöðina meSal annars til þess aS
sjá þessa nýju innflytjendur, er
heyrzt hafSi, að kæmu frá Is-
landi.
Ferðafélagar
mínir hurfu
einn eftir annan, því vinir þeirra
og vandamenn biðu þeirra á
stöðinni og tóku þá burt með
sér. Loks var ég einn eftir míns
liðs. Taldi ég í huganum fyrsta
verk mitt verða að vera, að fá
mér einhvers staSar næturgist-
ingu, hvaS sem svo tæki viS.
Eg svipaSist um í því skyni aS
leita að andiiti, sem ég þekkti,
sem ólíklegt mátti heita, eða ein
hverjum, sem skyldi tala ís-
lenzka tungu og gæti leiðbeint
mér, því þreifandi myrkt var
orðið og ekki girnilegt að leggja
út í heimsborgina leiðsagnar-
laust. Þá veik sér að mér kona
ein og spurði á íslenzku, hvort
mig vantaði nokkuð sérstaklega,
og kvað ég svo vera, sagði mig
vantaði húsnæði til næsta morg-
uns. Hún kvað mér heimila gist-
ingu, ef ég vildi verða sér sam-
ferða heim. Hún kvaðst hafa
farið á stöðina til aS vita, hvort
hún þekkti engan, sem komiS
hefði aS heiman meS lestinni.
Hún sagSist oft hafa veriS svo
heppin aS hýsa landa að heiman
eina eSa tvær fyrstu næturnar í
Winnipeg. Ég tók meS þökkum
boði konu þessarar, tók hún
sporvagn og lét keyra okkur
heim til sín á Simeoest. 622. Var
þar fyrir' maSur hennar. Tók
hann vinsamlega á móti mér, og
kvaS mig ekki vera fyrsta gest-
inn að heiman, sem kona sín
færði  sér.
I húsi þessu hitti ég nokkra
Islendinga um kvöldið, sem bú-
settir voru í Winnipeg. Sögðu
þeir árferSi og atvinnuhorfur í
versta lagi, og töldu mig óhepp-
inn aS hafa komiS til landsins
á }H'ssum tíma, hér gengju menn
hundruSum saman atvinnulaus-
ir mánuð eftir mánuS, og fyrir
nýkomna og ókunnuga menn
væri óhugsandi aS ná í atvinnu.
Eftir aS cg var háttaSur um
kvöldið, fór ég að hugsa allt
ráS milt. Fannst mér útlitið satt
að segja allt annað en glæsilegt
aftir frásögn manna þessara,
vera staddur í nýrri heimsálfu
mállaus og atvinnulaus, óllum
ókunnugur, fannst mér nóg á-
slæða lil að varna mér svefns
RABB VIÐ „ATOMSKALD"
Jón frá Páhnholti er eitt af
efnilegri „atómskáldunum". —
Hann hefur gefiS út tvær ljóSa-
bækur í þeim dúr, og fengiS
jákvœða dóma. Fyrri bók hans,
Okomnir dagar, kom út 1958,
hin síSari, Hendur borgarinnar
eru kaldar, kom út 1962.
Jón leit inn til okkar viS
Verkamanninn, er harni var á
leiS suSur eftir skamma dvöl á
æskustöSvunum, (Pálmholt er
býli í Arnarneshreppi í Eyja-
firSi). ViS notuSum tækifærið
lil að rabba viS hann um hina
umdeildu formbyltingu í ljóSlist
og um yrkju almennt í víngarSi
skáldguSa.
— Þú ert algjörlega samþykk
ur því, Jón, að kalla „aiómskáld
skap" Ijóð?
—  Mér hefur aldírei veriS
það Ijóst til fulls, hvað það er,
sem menn kalla „atómkveS-
skap". Þetta virðist ekki vera
nein fullmótuS stefna eins og t.
d.   rómantíska eSa raunsæis-
stefna og aSrar mótaSar stefn-
ur í bókmenntum. Mér skilst
einna helzt, að þetta orð sé not-
aS um þau skáld, sem fjalla á
einhvern hátt um samtímann, þ.
e.  atómöldina sérstaklega, enda
virðist nafnið dregiS af henni.
En spurningunni, hvaS sé IjóS
og hvað ekki, hlýtur aS vera
mjög erfitt að svara, enda er
það ekkert aðalatriði. Það skipt-
ir ekki mestu máli, hvað menn
kalla hlutina, heldur hvaða er-
indi þeir eiga til fólks.
— Eg spurði svo vegna þess,
að ég hef heyrt svo marga tala
um það, að skáldskapur, sem
ekki er bundinn stuðlum og rími
geti ekki kaltast Ijóð. Hver er
skilgreining þín á því máli?
— Ljóð, sem hvorki hefur
stuðla, höfuðstafi, né heldur
neins konar rím, er vissulega
æfafornt tjáningarform, má þar
t. d. nefna biblíuljóS og ýms
önnur heimsfræg verk frá fyrri
öldum.
LjóS virðist ekki vera heiti á
neinu sérstöku tjáningarformi,
heldur kannske öllu heldur á á-
fyrri part nætur. Mér duldist
ekki, að hér yrði annað hvort
að duga eða drepast, oft hefði
verið úr vöndu að ráða, en
aldrei eins og nú. AS lokum
sofnaSi ég meS þeim óbifanlega
ásetningi að taka óhikað fyrri
kostinn, hvaS sem það kostaSi.
Eg mun hafa sofiS aS mestu
draumlaust, það sem eftir var
nætur, og vaknaði ekki fyrr en
sól næsta dags ljómaði um allt
svefuherbergið.
ENDIR.
kveðinni kennd eða tilfinningu.
Við tölum t. d. um Ijóðrænar
myndir, músíkk o. s. frv.
Það er ekki útlit Ijóðsins, sem
skiptir máli, heldur innihald
þess. Þess vegna munu öll Ijóð-
form jafngild, ef menn valda
þeim.
— Þú nejndir innihald.. Þar
hafið þið einnig gert byltingu.
Tjáning ykkar er mjög ólík
hinna, er á undan fóru. Viltu
ræða það?
— Eg hnýt um það í spurn-
ingu þinni, að þú notaðir orðið
þið, sem er að vísu mjög al-
gengt, en allajafna hvimleitt og
virðist sprottið af misskilningi.
Svo virðist, sem það sé mjög út-
breidd skoðun, að hér sé um að
ræSa þröngan sértrúarflokk, er
miSi viShorf sín til skáldskapar
eingöngu viS yfirborSiS. Eítir
þeim skilningi, sem mér virðist
yfirleitt lagður í orðiS „atóm-
skáld", efast ég um, aS viS eig-
um nokkurt slíkt ennþá. Flestöll
íslenzk skáld af yngri kynslóS-
inni eru meira og minna bund-
in af eldri hefS, enda þótt þau
sleppi stuSlum og rími úr ljóð-
um sínum, að meira eða minna
leyti. Mér sýnist það algengur
misskilningur, að stuðlarnir og
rímiS séu okkar einu bókmennta
legu verSmæti frá fyrri tímum.
— Þetta er gotl, það sem það
nœr, en ég útti við hin duldu,
táknrænu eða afstæðu hugt'ók,
sem fólk þykist verða svo mjög
vart við í Ijóðum ykkar og yj-
irleitt í núlímalist.
— ÞaS er þetta meS „nútíma-
listina", algengt er að heyra
menn tala þannig, að nútímalist
sé eitthvað annað en list, eitt-
hvað nýtt fyrirbæri, sem sé loks
nú búið að uppgötva. Og sumir
menn tala eins og ekkert sé list
nema nútímalist, aðrir, og þeir
eru víst allmiklu fleiri, tala eins
og allt sé list, nema nútímalist.
Eg held, að þarna liggi ein-
mitt grafiS hiS fræga bil, sem
svo mjög hefur veriS umrætt
milli þeirra, sem alizt hafa upp
viS og notiS eldri skáldskapar
og þeirrar kynslóSar, sem nú er
að vaxa úr grasi.
Þú minntist á hið dulda, tákn-
ræna. Mér virSist þaS ekki vera
sérstakt einkenni á nútímaskáld-
skap yfirleitt. Eg myndi t. d.
ekki segja, aS Dagur SigurSar-
son notaSi meira táknmál en Eg-
ill Skallagrímsson, né heldur aS
hann sé torskildari.
— Golt er nú það. En viltu
segja álit þitt á þeirri útbreiddu
skoðun, að íslenzk list sé nú í
djúpum öldudal?
—¦ Eg myndi nú ekki segja
aS hann væri mjög djúpur. Hér
hefur vissulega margt skemmti-
legt veriS gert, þótt þaS virSist
því miSur hafa fariS fram hjá
of rnörgum. Hér hafa veriS um-
brot á flesturn sviSum, þó ekki
séu allar þær tilraunir jafnmerk-
ar. ViS eigum þó Nóbelsskáld,
sem taliS er vel aS þeirri viSur-
kenningu komiS. Þetta þýSir
það, að hið bezta í okkar nútíma
bókmenntum er talið jafnast á
við hið bezta í heimsbókmennt-
um.
Við eigum nokkurung sktíld,
sem hafa dirfzku og þrek til að
kanna nýjar leiðir. I öðrum list-
greinum hafa einnig verið tals-
verð umbrot.
— Býst þú i>ið, að bilið eigi
cnn eftir að breikka milli þess,
(Framhald á 6. síðu.)
I
w
i
JÓN  FRÁ  PÁLMHOLTI
Á S t
þegar ég horfi í augu þér
fær landið nýjan lit
og fólkið verður lifandi
þegar ég strýk yfir hár þitt
leikur eiiífðin um fingurgómana
og hverfulleikinn streymir um hjarta mitt
þó eru augu þín ekki blá
og hár þitt ekki með guttnum roða
skáldskaparins
eoeeeeeoeoeoeeooeeeoeeeoooooooeoeeeeeeeeeeoeoeo
Föstudagur  11.  október  1963
Verkamaðurinn — (5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8