Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 7
Félag verzlunar og skrifstofufólks, Akureyri ItllslKrjiroHipislii um heimild til handa stjórn F.V.S.A. til vinnustöðvunar fer fram n.k. laugardag og sunnudag 19. og 20. okt. 1963 í Verkalýðshúsinu við Strandgötu 7, kl. 10—22 báða dagana. Sfjórnin. ADSETURSSKIPTI Hér með er brýnt fyrir öllum þeim, er skipt hafa um að- setur á þessu ári og enn hafa ekki tilkynnt aðsetursskiptin til bæjarstjóraskrifstofunnar að gera það hið allra fyrsta. Þetta gildir jafnt um þá, sem flytja aðsetur sitt innanbœjar og hina, sem flytjast til bœjarins. Athygli er vakin á því, að þeim sem dveljast í bænum lengur en tvo mánuði, er skylt að tilkynna hingað dvalarheimili sitt, enda þótt lögheimili sé annars staðar. Bæjarstjórinn á Akureyri, 10. október 1963. Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Htjst oð lýju Vinningarnir verða að þessu sinni 2 3ja herbergja fokheldar íbúðir að verðmæti kr. 225 þús. hvor, auk þess 10 aukavinn- ingar frjálst vöruval fyrir kr. 10 þúsund hvor. Símnoteadur eiga rétt á að kaupa sín númer til 10. desember á skrifstofu landssímans. D R E G I Ð Á ÞORLÁKSMESSU ♦ Hver vill ekki slíkan jólaglaðning? Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kxistján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar h.f., Akureyri. BORGARBÍÓ Sími 1500 Um helgina: HVÍTA HÖLLIN (Drömmen orn det hvide slot). Hrífandi og skemmtileg ný, dönsk litmynd, gerð eftir sam- nefndri framhaldssögu í F amelie-J ournalen. Aðalhlutverk: Malene Schwartz Ebbe Langberg Leikfimibolirnir komnir aftur. Verzl. Ásbyrgi h.f. Kringsjó vikunnar Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 196, 262, 320, 136, 582. — B. S. Félagsvist. Annað spilakvöld Sjálfs- bjargar fyrir félaga og gesti verður að Bjargi föstud. 18. þ. m. Byrjar kl. 8.30. Skemmtiatriði. Fjáröflunarnefnd. Brúðhjón: Hinn 5. október voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Inga Hrönn Ingólfsdóttir og Haraldur Kristófer Kristinsson sjómaður. Heim- ili þeirra verður fyrst .um sinn að Eiðsvallagötu 32 Ak. Sama dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Margrét Jóhannsdóttir og Sveinbjörn Gunnlaugsson verkamaður. Heimili þeirra verður Húsavík S-Þing. — Þann 12. október voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju, ungfrú Aðal- björg Kristjánsdóttir, Byggðaveg 101 B, og Sigurður Norberg Olafsson stúd- ent, Hlíðarvegi 16, ísafirði. ÓÁFENG RÍNARVÍN RAUÐVÍN — HVÍTVÍN Hafnarbúðin Sími 1094. ÚTSALA er ó PRJÓNAFATNAÐI, UNDIRFATNAÐI o. fl. o. fl. Verzlunin Drífa (BAKHÚSIÐ) Rúshinnsjahkar - Nylonstakliar barna, unglinga, kven- og karlmanna. Herra- og vefnaðarvörudeildir. BÁtur til leigu 11 tonna dekkbátur er til leigu í vetur. Báturinn er nýr með 86—100 ha. Ford Parsons dieselvél og sjálfdragandi línuspili. Leigist án veiðarfæra. Sanngjörn kjör. Upplýsingar hjá Garðari Jónssyni, frystihúsinu Vopna- firði og í síma 1516, Akureyri. í STUTTC MALI 5/10. Sj álfstæðisflokkurinn hef- ur gefizt upp við rekstur Sjálf- stæðishússins í Reykjavík og selt Sigmar Péturssyni veitingamanni það á leigu. Sigmar þessi rekur húsið undir nafninu Sigtún. —0— 7/10. Fór fram á Sauðárkróki nauðungaruppboð á eignum Fiski- vers h.f., en eigandi þess að fjór- um fimmtu hlutum var bæjarsjóð- ur Sauðárkróks, en meðeigandi Verzlunarfélag Skagfirðinga. Boð- ið var upp hraðfrystihús, síldar- og fiskimj ölsverksmiðj a, slátur- og fiskmóttökuhús. Ríkissjóður keypti allar þessar eignir fyrir samtals 6 millj. 860 þús. kr. og fékk eignirnar útlagðar upp í ófullnægðar kröfur. Skuldir Fiski- vers h.f. voru um 20 millj. kr. 9/10. Kom út ný bók eftir Hall- dór Laxness, Skáldatími. Eru í bók þessari ýmsar endurminning- ar skáldsins og hugleiðingar um menn og málefni. —0— 9/10. Einn hinn versti fellibyl- ur, er sögur fara af,Tiefur að und- anförnu geisað á Karíbahafi, þúsundir manna hafa misst lífið, tugir eða jafnvel hundruð þús- unda misst heimili sín og upp- skera ýmist eyðilagzt eða spillzt stórlega. Mest mun tjónið hafa orðið á Kúbu. Fellibylurinn geng- ur undir nafninu Flóra. 10/10. Þúsundir manna drukkn- uðu í vatnsflóði, er myndaðist við að aurskriða úr háu fjalli féll niður í lón fyrir ofan Vaiont- stíflu í fljótinu Piave á Ítalíu. Flóðbylgjan sópaði með sér heil- um þorpum á leið niður dalinn. Aðalmálgagn ítalskra kommún- ista, „l’Unita“, varaði við hætt- unni fyrir ári síðan, en var þá svarað með málssókn af hálfu hins opinbera. 12/10. Varð sjötugur Páll ís- ólfsson tónskáld og orgelleikari m. m. Munu fá dæmi þess, að blöð og útvarp hafi gefið afmæli eins manns jafnmikinn gaum og jafn-einróma lof verið borið á afmælisbarnið. —0— 13/10. Fjölgaði enn drottning- um íslenzkum. Thelma Ingvars- dóttir var kjörin „Miss Skandi- navia 1963“ við keppni, er fram fór í Helsinki. 15/10. Af þeim 52 Ungverjum, er komu hingað til lands 1956 hefur nokkru meira en helmingur yfirgefið landið aftur. Flestir hafa þeir farið heim til síns föð- urlands, en nokkrir til annarra landa, þar sem þeir töldu lífskjör betri en hér á Islandi. Föstudagur 18. október 1963 Verkamoðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.