Voröld


Voröld - 25.06.1918, Blaðsíða 7

Voröld - 25.06.1918, Blaðsíða 7
Winnipeg, 25. júní, 1918. VORÖLD. Bls. 7. Sónhœttir. I. ÁFRAM. Ef veiztu hvað þú vilt — ef ant þú heitt því verki’ er krefst þín hugsjón, stattu þá sem bjargið fast, er brýtur straum sér á og buga lát ei tilraun þína neitt. — Ef lífi þínu’ er til þess einhvers eytt, sem örvár, glæðir ljósið samtíð hjá, þótt lausa aura’ og lönd þú hafir fá, er lífsgjald þitt í félagssjóðinn greitt. pví skaltu’ ei hræðast heimskra manna sköll, né héraðsglópsins illmálgt kals og spott. pær dægurflugur suða sig í hel. En stefndu beint á hugans hæstu fjöll, þótt háífnist ei sú leið, hún ber þess vott, ef áfram hélztu, að þú vildir vel. II. BLÓMGRESI. Hvert blóm, sem verður vegi þínum á, er vinargjöf, sem lífið sendir þér. Hvert frækorn sáð, sem fagran þroska ber, þér fögnuð veitir beði sínu hjá. Sem lífið sprettur lægstu eining frá í leit til hæstu, þannig hagsæld fer. úr hugrenningum heimsbygð mynduð er. Frá hjartablöðum eikur vexti ná. Og ef þú blómgun ant — hver tómstund þín í æsku vorsins sækir frið og ljós. par sál þín vex og vitrast, frjáls og heið. — Nú ljúfur heimur lífs og unaðs skín, er laufblöð maí heilsa júní-rós. — Eg geng með þér um garðinn — á þar leið. III. CANADA. Eg hugsa oft um hve hún var fráls og kát, og hlýtt var skautið — mjúkur nakinn steinn. Og mér finst sonur hennar aðeins einn: með ör og boga, fjaðrir, tjald og bát. En ráðhöll, kauphöll: réttar fyrirsát, og ræktun landsins: okurvegur beinn. í fjötur skatta flækt hver mær og sveinn, svo framtíð skuldar það, sem nútíð át.--- En ef hún nú, er Allra-manna-fold og arfleitt hafa lögin Hvít að Rauð, mér íslenzkt, rétt sem ensk, sú virðist mold, sem óyrkt geymist hverjum farand-sauð. Og hvar sem byggir lífs og látið hold, sú lenda’ og gröf, sé brot af heima auð. IV. DULDRAUMAR. Hún gaf sig þér með allri sinni ást og allri von og trú. En mannleg sál, — þótt sameign verði’ um sérhvert einkamál — á sérrétt þann, er hyggju margoft brást. — Hún gaf þér alt? Nei, aldrei öfl þau nást, sem inst og dýpst í vitund tendra bál. því verður stundum reyndin reynslu tál og rökin hulin skyggja’ á þau sem sjást. — Hún gaf þér alt sitt þekta — óþekt ei, það enginn getur. Lífið fram það ber sem árnar gullsand. Neminn í hann nær. — pú stóðst þar næst, en verður f jársins fjær ef fanstu’ ei meira’ en gjöf, sem veittist þér. pá getur ást þér orðið brottsiglt fley. V. EINKAÓSK. (Afmælisvísa). Eg veit ei heyrist hjartans bænin mín, fyrst hergnýr sjálfan páfann æpti’ í kaf. En það sem sprettur instu kendum af með ástarþökk eg legg við brjóstin þín.---- Hver lyga-aðsókn leyti’ úr þinmi sýn svo langt í burt sem fjarst er meginhaf. En vinarorð, sem heill þér hugur gaf, sé hreinleik þínum ánægjunnar vín. Svo heill með daginn! Hvert þitt æfispor sé hugsun fegurð ný, á gömlu jörð, sem sigling inn á Eyjafjörð um vor, og albjört júnínótt við Skagafjörð. 0g sál þín finni sælu mesta þá, að samúð ríki mannvitsgöfgi hjá. VI. FULL. Vér heimtum stundum meiri munar-drykk en mannþrek vort og gætni torgað fær. En einmitt þá, er hrifning hörpu slær inn hæsta streng, svo gleymist tímans dikk, þér sjónum fyrir rofnar þokan þykk og þú sérð óskalandið færast nær — þá sprengir af sér háband hugsjón skær og hefur sig til flugs í einum rykk. En þegar geð, er aftur orðið jafnt — hver æð og taug í réttar skorður feld, í anda þínum geymist sýnin samt, er sástu fyrr við leiðslu-kyngi ramt. Og þangað sækja sýknir dagar eld, og söguþræði fálát vökukveld. VII. GÆFURAUNIN. öll skepnan guðs. — pað líf sem daginn leit og líka það, sem geisiann aldrei sér en finnur til — þá þrá í brjósti ber að bæta og laga til í sjálfs síns reit. Ei nauðsynlega í allri sinni sveit því sveitarfélag til þess skyldast er! Ei hugsa um þig, en handa sjálfum mér eS heimta af drotni alt, sem bezt eg veit! — Svo þetta er gæfuleitin — leiðin öll hins litla sykurmaurs sem fíls og — manns, frá lengstu norðri og syðst að suðri lands, frá saurmokara upp til keisarans: að breyta sínu eigin hreiðri í höll og hafa sjálfur alt af stærstan völl. VIII. HJADNINGA-VÍG. pað þekkjast engin örlög grimmri þeim, sem árdag hvern úr friðarblundi sveik hvem höggvinn dreng í hildar-bana-leik til heljar nýrrar, kvelds í skuggageim. Og þó í dag, á Hildur mestan heim og heimtar hvern, sem veldur fífukveik með Héðni eða Högna’, að fara’ á kreik að höggva ver og föður mundum tveim. — Nú skyldudrápið leitar lags við mann og lyddunafnið prýðir friðarskaut. — f djúpri þögn má horfa’ á harmleik þann: að hugargöfgi’ er stefnt á dauðans braut, og þjóð, sem unun öldum saman fann í ást og friði, Kains blóðsekt hlaut. IX. í HRUNDAR RÚSTIR. f hrundar rústir — brot úr sögu’ og söng þú sækir dýpri þekking, gleggra vit, en æfin gaf með alt sitt flas og strit og aldrei veitir skólaganga löng. — pau merki hæst, sem minning reisti’ á stöng um menning alda, geyma’ ei svikinn lit. Jón ögmundsson á engin söguslit og enn þá syrgir nafna hans’ Líkaböng.------ En sagan vestra sérhvert blekuð ár úr sjálfs vors penna’ — að megin þáttum fróm. — Mun fáni nokkur framtíð þar sem gljár? Já, fjalla andinn — Snælenzk jöklablóm. En trúnagg vort og stökk um stjórnarflár, ei staðist fær hinn þunga alda dóm. X. INSTA RÖDDIN. Hún heyrist stundum alt of, alt of seint á æfi manns. Sem farfugl hausti á loks heyra léti hljóð sín veik og smá, sem hæstu söngvar fengu skýlt og leynt alt vor og sumar. — Eyra ætíð beint þær efstu raddir berast — haldi ná á alhug vorum — æfi vorrar þrá, svo instu rödd vér fáum sjaldan greint: Vora’ eigin sál, vorn hljómblæ himni frá, sem hávær glaumur jarðar kvað í dá. — Vort alt sem var og er og verður reynt. 0g fyr má landið-langra skugga sjá, en lífsins insta rödd oss vakni hjá, ef lífið fyrir munn og maga’, er treint. XI. JAFNRÉTTI. Hún vakti heiminn kenningin um Krist Hinn innra frið, þótt ytra fjötrum læst, hver aðþrengd mannsál hlaut. pað veldi glæst var bróðurelskan. Samúð fremst og fyrst. Hinn minsti hlaut sem mesti, sömu vist. Og þótt sá draumur hafi ei heimi ræzt á hundrað nítján árum — orðið stærst á eilífð sjálfa’ að framtíð, inst og yzt. 0g sjá! í ógnum elds, sem brennir lönd, býr dauði ’ins krýnda og auðga ægivalds, í bilting margra ára’ er elta frið. pá ytra jafnt sem innra losna bönd. Hver þjóðeigii rís úr ránsklóm afturhalds. Sú jafnaðsstjórn býr Jesú opið hlið. XII. KÓLNUD VINÁTTA. Sú kunnleið bezt, sem huga hálfan bar til húsa þeirra’, er aldrei grættu brár, og geymdu yl og áttu hálfar þrár, er ókunn nú sem töfrahöll í mar. Og þó að húsum lögð sé leiðin þar, hver lítil kvöldstund skilur eftir sár, og drífa fýkur fyrir morguns-ár og fyllir hvert það spor, sem stígið var.-- pað sannleiksmark og samhald — hugarfar og sömu einkamál, var kemba’ í lár, sem nú er klofin. Rokkur reynslunnar hvors rífur helming til sín. práður smár og stór, er spunninn ólíkt. — Er til svar, á instu leiðum — nema þögul tár? XIII. LANDSNYTJAR. pótt þægilegt sé heim að flytja’ í hlað úr hlýrri löndum margt, sem fengið er, þá alt sem geymir heimland handa þér, er hollast, drýgst og bezt í allan stað. f framtíð lands eg aðeins óttast það hve ónóg þjóðarbúið virðist sér. — f hólf og gólf er hlýrra torfið mér en hús úr kvista-timbri fengnu að. En hæst og bezt í huga mínum rís, sú huldukongsins borg, sem dreymt var til. Sú klettahöll, sem dvergur átti’ og dís og draumar einir bygðu’ og kunnu’ á skil. Úr björgmm lands míns bæinn helzt eg kýs, sá bergkastali lifði’ öll stofuþil. XIV. MÓDURMÁLID. Svo Ijúft en hljómþýtt — hátt en rómblítt þó! Með hvert sitt ljóð, sem bergmáls-hljóð, við fall. Úr Hekluglóð — frá Geysi’ er óður svall og Gullfoss ljóma — kyngiómur hló. — Vor fjallablær og sær við strönd er sló og stormaaldan kalda’ er byrgði fjall — Alt valdi hald á hljóði’ er eyra gall — pað hlær mót skærum söng frá álft og 16. — Vort mál, er stálið stilt við bál og hjarn, pess strengir tengja gjörvöll Norðurlönd. Vort sögumál, er sál vors lands og arn. peim söngvum enginn drengur glati úr önd. Vort söngvamál, er sál þín, íslenzkt barn, þess sagna-strengir fengnst g-uðs úr hönd. p. p. p. Business and Professional Cards Allir sem í þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem völ e-r á hver f sinni grein. LÆKNAR. Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London,. M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hospítal í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofutími í eigin hospítali, 415 —417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 3—4 og 7—9 e.h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. DR. M. B. HALLDORSSON " 401 BOYD BUILDING Talsími M. 3088 Cor. Portage &Edm Stundar sérstaklega berklaveiki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46 Alloway Ave. Talsími Sh. 3158. _________________________ J HEILBRIGDIS STOFNANIR Keep in Perfect Health Phone G. 868 Turner’s Turkish Baths. Turkish Baths with sleeping ac- commodation. Plain Baths. Massage and Chiropody. Cor. King and Bannatyne Travellers Building Winnipeg r DR. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BUILDING Horni Portage Ave og Edmonton St Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Taldimi Main 3088 Heimili 105 Olivia St. Tals. G. 2315 Talsími Main 5302 J. G. SNIDAL, L.D.S. Tannlæknir 614 Somerset Block, Winnipeg DR. ó. STEPHENSEN Stundar alls konar lækningar. Talsími G. 798, 615 Bannatyne avenue. MYNDASTOFUR. Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir MyndasmiSir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur meS þessa auglýsingu. KomiS og finnið . oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba Sími, Main 694. H. W. HOGUE Sérfræðingur í öllu sem röddinni tilheyrir bæði í ræðu og söng. Alt læknað sem að röddinni gengur. Stam, mál- helti, raddleysi læknað með öllu. Ófullkomleikar raddarinnar til ræðuhalda lagfærðir. H. W. HOGUE. A. O. U. W. Hall, 328 Smith St. Winnipeg. BLÓMSTURSALAR LÖGFRÆDINGAR. ADAMSON & LINDSAY LögfræSingar. 806 McArthur Building Winnipeg. Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL LögfræSingur 10 Banque d’Hochelaga 481 Main Street, - Winnipeg Talsími M. 3142 G. A. AXFORD Lögfræðingur 503 Paris Bldg. Winnipeg Mlnnist á VorÖld þegaar þ'éi fáriS eftir þessum auglýsingum. • Til að fá góðar myndir, komiS til okkar. (D 3 N SD c5 a BURNS PHOTO STUDIO g £ , | ►—i m C 'M cx 576 Main Street CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St! Myndir teknar af vönduðustu | tegund. Films og Plates framkallaðar | og myndir prentaðar. Eigandi: FINNUR JONSSON! Gert Við Málvélar af öllum ' Tegundum Patent lOth Nov., 1914. Patent No. 158852. W. E. GORDON. Aðalfjaðrir á byrgstar; sér- fræðingar leysa verkið af hendi. Vér sækjum vélarnar til við- gerðar og skilum þeim aftur. Pantanir í talsíma fljótt af- greiddar. Áhöld til þess að nota hvaða nppréttan hljóð- geymir sem er. Verð $1.50 Póstgjald frítt. Spyrjist fyrir um málvélarn- ar okkar. W. E. GORDON 4th Floor 168 Market St. East. Talstmi Main 93. v W. D. HARDING BLÓMSALA Giftinga-blómvendir of sorgar- sveigir sérstaklega. 374y2 Portage Ave. Símar: M. 4737 Heimili G. 1054 Sími: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgSir. 528 Union Bank Bldg. Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notið hraðskeyta samband við oss; blóm send hvert sem er. Vandaðasta blómgerð er sérfræði vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. J. J SWANSON & CO. . Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast| lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kensington, Cor. Portage & Smith Phone Main 2597 New Tires and Tubes CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiðsla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg \ G. J. GOODMUNDSON Selur fasteignir, leigir hús og lönd, útvegar peninga lán, veit- ir peninga lán, veitir eldsá- byrgðir. Garry 2205. 696 Simcoe Str. Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeiI, Ráðsmaður 469 Portage Ave., Winnipeg A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, 375 Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Winnipeg ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars Komið og talið við oss eða skrifið oss og biðjið um verð- skrár með myndum. Talsimi Main 1520 417 Portage Ave., Winnipeg. Vér getum hiklaust mælt með Feth- erstonhaug & Co. þekkjum Isleend- inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug- myndum sínum og hafa þeir í alla staði reynst þeim vel og áreiðanlegir. IROQUOIS HOTEL 511 Main St. Ingimundur Einarson, Eigandi. pegar þú kemur til bæjarins getur þú ávalt fengið hrein og þægileg herbergi til leigu hjá okkur. Eina íslenzka Hotelið í Winnipeg. Reynið og Sannfærist. Lloyd’s Auto Express (áður Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verð fyrir heildsölu flutning. Talsimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg Sími G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrical and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Princess Street, Winnipeg IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating Viðgerðir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verð. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hernum.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.