Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 3

Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 3
Winnipeg, 22. apríl, 1919 VORÖLD. bis. S Heilrœði fyrir unga menn I VERZLUN OG VIÐSKIFTUM — eftir George H. F. Schrader pýtt hefir Steingr. Matthíasson KAUP OG SALA Seldu eigi hverjum, sem hafa Vill, einungis til þess að fullnægja gróðaþorsta þínum, eða í því skyni að skaða keppinauta þína. Ef þú gjörir það, muntu tapa fé; það getur jafnvel orðið þér að falli. Vertu ætíð varkár í viðskiftum, en vektu ekki tortrygni annara. Yfirleitt fer öll verzlun heiðarlega fram, og hreinskilni elur hrein- skilni, þar sem hinsvegar tortrygni vekur tortrygni. varaðu þig á þeim manni, sem ætíð þykist selja þér ódýrar en öll- um öðrum, hann mun selja þér fullu verði þegar frá líður. pegar þú gjörir áætlun um eitt- hvað, þá gjörðu það aldrei af handaliófi, heldur eftir nákvæma yfirvegun. Með því móti kemur það þér ekki að óvörum, þó þú tapir einhverju. pegar þú pantar vörur eftir sýnishornum, þá reyndu að halda eftir sýnishornum af þeim vörum, sem þú kaupir. pá verður aldrei ágreiningur um gæði þeirr- ar vöru, sem þú færð- Gefðu ætíð öðrum og hiddu sjálfur um skriflegar pantanir á vörum, sem þú ætlar að kaupa eða selja til að koma í veg fyrir mis- skilning. Gefðu ætíð og heimtaðu kvitt- anir jafnt fyrir meðteknar sem afhentar vörur, til þess að koma í veg fyrir kvartanir um að vanti upp á, og aö ekki hafi verið afhent Mundu eftir því að sá maður sem þú kaupir hjá, er eins góður við- skiftavinur og sá, sem þú selur vörur þínar. Ef þú kant vel að kaupa, pá kantu vel að selja, því verð og vörugæði segja til sín. komdu eins fram við báða, og látt- u ekki þann, sem þú kaupir af, finna á þér, svo sem þú sért að ívil- na honum í neinu, því að þín er þægðin jafnt og hans. Ef einhver viðskiftavinur þinn tekur þig fram yfir alla aðra, þó þú sért máske ekki öðrum framri, þá virtu það við hann, því það leið- ir til langrar og tryggrar viðskifta vináttu. Gjörðu viðskiftamönnum þín- um svo til geðs, að þeir mæli með þér með því að hrósa vörum þínum jafnt og verzlunarlagi þínu. Lastaðu aldrei keppinaut þinn eða vörur hans, það vekur aðeins ósætti og gjörir þér ekkert gagn. pú getur hrósað vörum þínum í eyru þeirra sem eru fáfróðir, en vörurnar mæla með sér sjálf- ar hjá þeim sem reyndur er. pær munu að lokum seljast því verði, sem sanngjarnt er, og ætíð komast í þann flokk, hærri eða lægri, eftir því sem þær verðskulda, Láttu aldrei neinn vörubjóð, sem þú ætlar að verzla við, bíða eftir viðtali við þig, eins og bein- ingamann. Tími hans er peningar jafnt og þinn. Mundirðu fara þannig að við mann, sem ætlar að kaupa af þér? PENINGAR. Borgaðu skuldir þinar á réttum tíma, ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavinum þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefir greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og' gott lánstraust- Sein borgun vekur tortrygni og óánægu — pað getur jafnvel gjört viðskiftavin þinn gjaldþrota. Ef þú borgar of seint, skaltu heldur biðja viðskifta vin þinn umlíðingar heldur en að láta rukk- ara hans gatslíta skóm sínum. Með því að sýna góðan vilja á að borga, heldurðu við velvilja viðskiftamanns ,þíns og það er þér fyrir beztu. Varaðu þig á að gefa út <eða samþykkja víxil, ef þú eigi getur borgað víxilipn á réttum tíma, þá ertu að komast í kröggur; borg- aðu lieldur af reikningnum og láttu færa inn hjá þér, það friðar viðskiftavin þinn. Með víxli hef- irðu eigi gengt skyldu þinni; henni verður fyrst fullnægt með því að borga upphæðina. Vanbrúka þú aldrei lánstraust þitt. Ef þú gjörir það þá verðurðu þræll lángjafa þíns og uppá hann kominn. Varaðu þig á þeim manni, sem biður um langan lánsfrest, en sem sjálfur heimtar borgun hjá öðrum með stuttum fresti. Hann vill græða á þínum peningum. Ilann er þannig innrættur, að hann hugs- ar aðeins um sjálfan sig, fyrst og síðast. í pað er tryggara að treysta fé- litlum en heiðvirðum viðskifta- manni, heldur en þeim sem læst hafa fullar hendur f jár, en borgar ekki, og sem að lokum kollsiglir sig vegna óreglu og óráðvendni í viðskiftum. Taktu aldrei að þér ábyrgð fyr- ir neinn, nema þú getir og sért jafnvel fús á að tapa þeirri upp- hæð, sem þú gengur í ábyrgð fyr- ir. Ef þú ert giftur maður, hugsað- u um fjölskyldu þína, áður en þú hleypur undir bagga með vinum þínum. En ætíð skaltu hugsa um lángjafa þína, sem liafa sýnt, að þeir treysta þér, með því að trúa þér fyrir fé. — Vanbrúkaðu eigi traust þeirra. Gættu fyrst og fremst hags fjölskyldu þinnar og lángjafa þinna, áður en þú hjálpar öðrum- Ábyrgðir hafa eytt eignum- margra og féflett heimili manna. Ef þú lánar manni peninga, skoðaðu það sem þú gefir honum þá. Reyndu að leggja til hliðar það sem þú græðir; það er ótrúlegt, hvað 100 kr. í sparisjóði geta verið manni til mikils trausts. Snertu aldrei á sparipening- um þínum nema þú ætlir að vei’ja þeim til einhvers arðsams fyrirtækis, eða að bráða nauðsyn beri til. Minkaðu heldur útgjöld þín. Ef þú einu sinni byrjar að jtaka peninga út lir bankanum, (er hætt við að ein krónan elti aðra þangað til þinn síðasti sk'ldhigur er farinn. \ Vertu aldrei feiminn þó þú setj- ir litlar upphæðir í vexti í spari- ‘sjóði. Korúið fyllir mælinn, og mundu það, að meðan þú ert að reyna að spara þér 10 kr. til að leggja inn, er hætt v>ð að þú eyðir |þeim öllum. Reyndu ekki til að græða pen- inga í flughasti. “Kemst þótt hægt fari”,’’ og flýtisverk eru vanalega flaustursverk. Sá sem )dreymir um að auðgast fljótt, verður vanalega fljótt fátækur. Varaðu þig á að leggja peninga þína í glæfrafyrirtæki, sem verið er að vegsama og lofa með blaða- auglýshigum um fljótan og mikinn gróða. Legðu fé þitt í sparisjóð- inn þangað til að þú hefir safnað nógu til að lteupa fyrir fasteigna- verðbréf eða hlutabréf í arðsömum og reyndum fyrirtækjum, eða til að reisa bu. Spurðu þig fyrir á Ibankanum eða hjá einhverjum reyndum manni, hvernig þú eigir að verja fé þínu með góðri arðs- von- en hlauftu ekki eftir allra ráðum — þá muntu ekki tapa pen- ingum þínum. Vertu ákaflega varasamur að stofna því fé í hættu, sem þú hefir unnið þér inn í sveita þíns andlits. Varaðu þig á byltingarmönnum í verzlunar aðferðum og samvisku- lausum pröngurum sem bjóða góð- ra vörur sérlega ódýrar, og sæk- ast eftir fljótum og góðum gi'óða. Ef einhver bíður þér slík kosta- kjör, pá spurðu sjálfan þig: mundi hann selja þér þetta ágæti svo góðu verði, ef það væri svo ' sérlega gott? Hann mundi ekki gjöra það, heldur mundi hann jafnvel kaupa meira af sömu vöru. Öll hans fagurmæli eru full af falsi það sem hann kemur þér til að kaupa er hismi og hjóm, og hvað er unnið við kaupinn? Reykur, bóla, vindaský. Varaðu þig á öllum fjárhættu- spilum, pví að þau eru vissi veg- urinn til glötunar. Mútaðu aldrei neinum manni, og þigðu sjálfur aldrei mútur af nein- um. Ef þú mfitar einhverjum þá ert þú þræll þess, sem þú hefir mút að- og getur _ hann stúngið þér í vasa sinn eftir eiginn geðþótta. Ef þú ltur hann múta þér, þá hefir hann einnig vald yfir þér. Allir ungir menn eiga að setja sér það markmið að koma heiðar- lega fram í lífinu og vinna sér vel- megnun með ráðvendni. Heiðarlegur gróð' og gott mann- orð er framar öllu óðru; en varist að gfæða fé óheiðarlega. • Galdurinn við að komast vel á- fram er eigi fólgin í því ,að græða fé, heldur í því að lifa eftir efnum, spara sér peninga og verja þeym skynsamlega og með hagsýni til góðra fyrirtækja. ALMENN HEILRÆÐI Haltu ætíð samninga þina út í æsar. pað er betra að vera einni mínútu á undan áætlun en einni mínútu á eftir. Lagfærðu allan ágreining í viðskyftum strax, því tíminn glepur minni. Ef ágreinir um verðmæti, vörugæði eða réttar- kröfu, þá farðu aldrei í rifrildi, reyndu heldur hvað eftir annað að komast að samkomulagi. Ef enn þá helst ósætti, þá hættu öllum viðskyftum við manninn, ef mögulegt er, því hann vill aðeins rena að græða á þér. pegar þú, átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess mans, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu. Skrifaðu hjá þér það, sem þú gerir og það sem þú sérð. og treystu eltki á minnið — þannig löguð minmsblÖð geta komið sér vel ef jafna þarf viðskyfta ágrein- ing, og til eftirbreytni síðarmeir. pegar þú jafnar ágreining, þá láttu stjórnast af siðferðistilfinn- ingu, en ekki lagabókstafnum; með því inuntu spara þér mikinn tíma og leiðindi, og áreiðanlega allan málskostnað. Greiða gatan er vissust. Eina leiðin til að tryggja sér álit fyrir heiðarlega og hreina framkomu í viðskyftum, er sú, að kannast við yfirsjónir og bæta úr þeym vörum sem áfátt var- þeym manni er aldrei treistandi, sem reynir að klóra yfir bresti sína. Hugsaðu ekki altaf um peninga. Ef þú gjörir það, þá mun við- skyftavinum þínum fynnast að þú vera eingöngu að vera að sækast eftir þeirra peningum. Mundu eftir því, að peningar munu streyma til þín, ef þú gætir hags viðskiftavina þinna. Vertu kurseis i viðskiftum en aldrei sraeðjulegur. Kurteisi aí'lar sér vma, cn sleikjuháttur fyrirlitniugar. Reyndu a'; glæða hlýjan hug '.il þín hjá viðskif 1 amönnum þín- um, fremur on þurt og kalt viðmót ipvo þú tengir þá trygðarböndum við þig. Vertu ekki með neinu glensi eða gamni í viðdrift i:a þimiu:, hcldur hugsaðu aðeins um verk þitt, Fyndni verður oft misskilinri, og glens getur komið inn kala. “Notaðu tækifærið,” segir sá bjartsýni; en bölsýni maðurinn trúir aldrei á tækifærið, varastu þessvegna að líkjast hinum síðar- nefnda. HVER ER SINNAR HAMINGJU SMIÐUR pessir eru helztu vegir til glötunar í verzlun: Að eyða svo miklu fé til vöru- jkaupa að ekkert sé eftir til skulda- greiðslu. Að gæta eigi þess, hvernig hag- urinn sé. Að selja ódýrt og hugsunarlaust þeim sem fyrst býður. Að verzla of mikið “í skuld” svo að bankar og skuldheimtu- menn nái valdi yfir manni. Að svíkja sjálfan sig með því að telja vörubirgðir sínar of mikils virði, og g'jöra eigi ráð fyrir fyrn- ingum og skemdum. Að fylgjast eigi með tímanum. Að skrifa uppá víxla fyrir vini sína. Að hætta fé sínu í stórgróða- bralli, drekka og spila fjárhættu- spil, eða að meta meira skemtanir en starf sitt. En síðast og ekki'sízt: Að lifa umfram efni sín. AÐVÖRUN. í framanrituðum leiðbeiningum jhefi eg reynt að sýna ungum mönn um auðnuveginn í verzlun og við- skiftum, og hvernig þeir eigi að græða fé; en jafnframt vil eg vara þá við að gjörast þrælar peninga. Lifið eigi eingöngu fyrir þá hug- sjón að græða peninga. . þó pen- ingar séu þai-fleg eign, verður tetíð að hafa það hugfast, að sá maður sem lifir fyrir peningana eingöngu verður tilfinniiiigarlaus, smásmug- legur og illa lyntur. Látið yður umhugað um annað meira og hærra en að græða fé. Peningar eiga aðeins að vera með- al til að ná tilgangi, og látið tak- mark ykkar verða: áhyggjulaust (líf. Ef þér þá getið og hafið vilja á að hjálpa öðrum, þá mun það 0,fla yður meiri gleði, heldur en pokkurntíma að hjálpa yður sjálf- um — það er að segja, ef þér gerið það skynsamlega. DÁNARFREGN. > t pann 24. marz, síðastliðinn and- aðist að heimili bróður síns, Gunn- laugs Björnssonar nálægt Leslie, frá Vílborg Einarína Jónsdóttir Oman. Frú sál. Oman var fædd í Borgarfi'rði eystri 1. jan. 1893. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnarson og kona hans Vilborg Einarsdóttir. Hin látna ólst upp t----------------N Wheat City Tannery, Ltd. BRANDON, MAN. Eltiskinns idnadur Láttu elta nauta og 'hrossahúð- lmar yðar fyrir Feldi “Rawhide” eða “Lace Leather” hjá “WHEAT CITY TANNERY” félaginu. Eista og stærsta eltiskinns iðnað- ar framleiðflu félag i Vestur- Canada. Kaupa húðir og loðskinn með hæðsta verðo. Góð skil. Spyrjið eftir verðlista Utaná- skrift vor er Brandon, Man. •. %______________________t hjá foreldrum sínum þangað til hún misti föður sinn árið 1899, eft- ir það var hún á vegum móður sinnar. Árið 1905 flutti fjölskyld- an til Ameríku. Fyrst settist hún að í Nýja íslandi, en flutti svo það an til Winnipeg og að lokum til Vatnabygða í Sask. Vilborg sál flutti samt ekki vest- ur með móður sinni og systkinum, en hélt áfram að dvelja í Winni- peg- Fyrir rúmum sjö árum giftist hún Mr Charles C.Oman og bjuggu þau hjón í Winnipeg þangað til hún eftir skarnma sambúð við mann sinn misti heilsuna og leitaði þá til móður sinnar og systkina og hjá þeim hefir hún altaf af og til jdvalið síðan. Frú sál. Oman varð tveggja barna auðið og lifir annað þeirra, stúlka, ásjöunda ári. Hitt barnið, drengur dó í æsku. Frú Oman sál. var einkar vel látin af þeim sem hana þektu. Hún var jarðsungin af séra H. J. Jóns- syni frá Leslie þann 3. apríl í Les- lie grafreit. H. J. 123—Ekki er lengi að breytast veður í lofti né orð í hvofti. 124— Engum er alls varnað. 125— Enginn má við margnum. 126— Ekki er bagi að bandi né byrðarauki að staf. 127— Enginn er svo leiður að ljúga að ekki verði einhver til að trúa- 128— Ekki tekur til nema þurfi. 129— Ekki fara víkingar að lög- um. 130— Enginn ræður sínum nætur- stað. 131— Ekki veldur ,einn þegar tveir deila. 132— Falls er von að fornu tré. 133— Hold er mold, hverju sem það klæðist. Ljóð sem lifa c..—___________________________^ 60— Veröld flá, hún sýnir sig, sú mér spáir hörðu; flestöll stráin stinga mig stór og smá á jörðu. 61— Núna flest eg nýta hlýt, í neyð skal litlu fagna, en að þurka skít með skít skilst mér lítið gagna. 62— Norðurloga-ljósin há, loft um bogadregin, himins vogum iða á, af vindflogum slegin. 63— Aldrei græt eg gengna stund, gleðst af því sem líður; ljóst eg veit að læknuð und lengur ekki svíður. 64— Alt þó sýnist blítt og bjart blysum fyrir hvarma, innra getur manni margt megna vakið harma. 65— Dægur kalla komin öll, kann því rétt að greina; eg mun varla fleiri föll fá en þetta eina. .66—Auðnuslingur einn þá hlær, annar grætur sáran, þriðji hringafold sér fær, fjórða stinga dauðans klær. Vorold og Sólöld Hérmeð birtist listi af útsölumönnum “Voraldar” í ýmsum bygð* um Islendinga, og eru áskrifendur blaðanna “Sólöld” og “Voröld ‘ vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirra. Gestur Oddlaifsson Arborg, Man. A. C. Orr, _.... Amaranth, Man. B. Methusalems Ashern, Man. Hrólfur Sigurðsson Arnes, Man. A Ágúst Sædal Baldur, Man. G. O. Einarson Bifrost, Man. Sigurjón Bergvinsson Brown, Man. Jón Loptson 4 S. G. Johnson _... Cypress River, Man. * Gunnar Gunnarsson B. C. Hafstein Clarkleigh, Man. B. Jónsson Cold Springs, Man. Einar Jónsson Cayer, Man. » * J. K. Jónasson Dog Creek, Man. \ O. Thorlacius Dolly Bay, Man. i Hinrik Johnson Ebor, Man. * Oddur H. Oddson t Fairford, Man. Tryggvi Ingjaldson Framnes, Man. \ Timoteus Böðvarson Geysir, Man. Sveinn Björnsson .. Gimli, Man. - J. J. Anderson Glenboro, Man. Kr. Pétursson Hayland, Man. Guðmundur Olson Hecla, Man. M. M. Magnusson ._... Hnausa, Man. A. J. Skagfeld Hove, Man. l Armann Jónasson Howardville, Man. Björn Hjörleifsson Húsavík, Man. Kristján Jónsson ísafold, Man. C. F. Lindal Langruth, Man. Sveinn Johnson Lundar, Man. Jón Sigurðsson Mary Hill, Man. Sveinn Björnsson Neepawa, Man. Jóhann Jónatansson Nes, Man. V. J. Guttormsson Oak Point, Man. Guðbrandur Jörundsson Otto, Man. Guðm. Thordarson Piney, Man. * S. V. Holm Poplar Park, Man. Ingimundur Erlendsson Reykjavík, Man. Gísli Einarsson Riverton, Man. $ Clemens Jónason _ Selkirk, Man. Framar Eyford Siglunes, Man. * Bjöm Th. Jónason Silver Bay, Man. . 1 Ásmundur Johnson Sinclair, Man. Jón Stefánsson Steep Rock, Man. G. Jörundsson Stony Ilill, Man. Halldór Egilson Swan River, Man. 1 Gisli Johnson The Narrows, Man. V Bjöm I. Sigvaldason Vidir, Man. Sigurður Sölvason .. .Westboume, Man. Finnbogi Thorgilsson ....Westfold, Man. 1 Jóhann A. Jóhannesson .. .Wild Oak, Man. f / Björn Hjörleifsson Winnipeg Beach, Man. Finnbogi Hjalmarson _.._ Wlnnipegosis, Man. i. Cliristnn J. Abrahamsson Antler, Sask. H. 0. Loptson Bredenbury, Sask. S. Loptson .1 Churchbridge, Sask. Jón Jónsson, frá Mýri _. Dafoe, Sask. \ Ungfrú prúða Jackson 'Elfros, Sask. X * Jón Einarson , Foam Lake, Sask. ■ J Valdimar Gíslason „... Gerald, Sask. Ungfrú Margrét Stefánsson Holar, Sask. Jón Jónsson frá Mýri _.._ Kandahar, Sask. T. F. Bjömsson .Kristnes, Sask. J. Olafson Leslie, Sask. < Ólafur Andréésson Lögberg, Sask. M. Ingimarsson Merod, Sask. Snorri Kristjánsson Mozart, Sasb. .1 í Snorri Jónsson Tantallon, Sask. Asgeir I. Blöndahl Wynyard, Sask. s Arni Backman Yarbo, Sask. S. S. Reykjalín, Ste. 1 Carson Blk., Calgary, Alta. Th. Hjálmarsson, Room 3, Tremont, Edmonton, Alta Jónas J. Hunford Markerville, Alta. Mrs. S. Grímsson, R. R. 1 .... Red Deer, Alta. Kristján Kristjánsson Alta Vista, B. C. Frú J. Gíslason Bella Bella, B. C. Wm. Anderson, 1456 Argyle Place, Vancouver, B. C. J. Ásg. J. Lindal, 3412 “S” St. .Victoria, B. C. G. B. Olgeirsson. R. 3 Edinburg, N. D. Gamaliel Thorleifsson _... _.. Gárdar, N. D. H. H. Reykjalín Mountain N. D. Victor Sturlaugsson „ _... Svold, N. D. J. P. Isdal Blaine, Wash Ingvar Goodman „ Point Roberts, Wash. Th. Anderson _ So. Bellingham, Wash. John Berg, 1544 W. 52 St. — — „...Seattle, Wash. Sigurbjörn Jóhannesson, — — — Sayerville, N. J. Ungfrú Helga Johnson, Tarrytown on Hudson, N.Y. Steingr. Arason, 550 Park Ave. New York, N. Y. J. A. Johnson, 32 Ord St. _ San Francisco, Cal. Eiríkur J. Vigfússon, 2729 W. Washington Blk. N Chicago, Hl. 5 i 1 i 1 !

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.