Þjóðstefna


Þjóðstefna - 31.08.1916, Blaðsíða 4

Þjóðstefna - 31.08.1916, Blaðsíða 4
Til ísenzkra barnakennara. Bækur og blöð eru boðberar' hugsana. í þeim geta menn átt tal saman um áhugamál sín, sem ella mundu liggja í þagnargildi vegna strjálbygðar og fleiri örð- ugleika. Nú er því svo háttað, að menn, sem inna af hendi sama starf og ættu því að eiga sameiginleg áhugamál, eru svo að segja bundn- ir hver öðrum sérstökum skyldu- kvöðum. Af því leiðir aftur, að sjálfsagt væri að slíkir menn byndust félagsböndum og mynd- uðu „stétt“ er gætti hagsmuna sjálfra þeirra og starfs þess eöa málefnis, er þeir helga krafta sína um lengri eða skemri tíma. — Svo hefur þetta líka verið um heim ailan, að myndast hafa „stéttir“ á þessum grundvelli. All-oftast hafa þær átt sér mál- gagn til að styðja að samheldni stéttarinnar, skýra kröfur og verja réttindi hennar. — íslenzkir barnakennarar kvarta mjög undan kjörum þeim og kost- um, er þeir verða við að búa. Eru þær kvartanir á fylstu rök- um bygðar og því réttmætar. En svo gersneiddur er fjöldi þessara manna ábyrgðartil finn- ingu fyrir sameiginlegum hag „stéttarinnar" og svo áhugalaus er meginþorri þeirra fyrir stefnu þeirri, sem starfinn á að vera samfara, að vér höfum það fyrir satt, að aðeins litill hluti þeirra kaupi og lesi „Skólablaðið“, eina íslenzka málgagnið, sem þeim er sérstaklega ætlað. þegar nú þar við bætist, að blaði þessu er haldið út af yfir- stjórn fræðslumála í landinu, er með áhuga og samtökum kennara að baki sér gæti miklu ráðið um kjör þeirra og kosti og hefurþar að auki mikinn áhuga fyrir því, að starf þeirra verði sjálfum þeim og þjóðinni til heilla og blessun- ar, þá sætir það mestu firnum, að allir barnakennarar í landinu skuli ekki kaupa blaðið og lesa. Hefur þó jafnan verið vel ritað og mjög leiðbeinandi á ýmsa lund og ætti að hafa verið og vera hollvinur hvers kennara. Nú er svo komið, að vafasamt er hvort blaðið getur haldið áfram að koma út, nema kaupendum fjölgi að mun og allir standi vel í skilum, sem einnig mun hafa verið nokkuð ábótavant hingað til. Óhætt má fullyrða að áhuga- leysi einu er um þetta að kenna þvi að enginn getur afsakað sig með því að 1 króua og 50 aurar á ári, séu svo mikil útgjöld, að með því sé efnahag hans stofn- að í voða. Skorum vér því hér með á öll starfssystkini vor, nær og fjær, er eigi hafa haldið blaðið hingað til, að gerast kaupendur þess nú þegar, og hina, er eigi hafa staðið í sæmilegum skilum við blaðið að greiða því nú skuldir sinar að fullu. "" Að vér séum öll samtaka í þessu efni sem öðru, er skilyrði fyrir heill kennarastéttarinnar og málefnis þess er vér störfum fyrir. Og hiklaust teljum vér það bæði skaða og skömm fyrir fræðslu- mál landsins og kennarastéttina í heild sinni, ef blaðið legst niður. þJÓÐSTEFNA Lífsábyrgðarfólagið DANMARK, er stærsta, auðugasta, áreiðaniegasta, ódýrasta og því öflugasta, tryggasta og bezta/iífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Sem dæmi upp á það, má geta þess, að vátryggingarfjárhæð félagsins og eignir þess aukast stöðugt; þannig er vátryggingarfjár- hæðin nú orðin 95 miljónir og eignir þess 23 miljónir. þetta gefur mönnum sönnun fyrir því, að „Danmark" ertrygt öflugt og ábyggilegt lífsábyrgðarfélag, en það er aðalatriðið fyrir alla þá er tryggja vilja líf sitt, og ættu því allir að tryggja líf sitt í þessu félagi. Danmark er nú orðið bezt þekta lífsábyrgðarfélagið, sem starfar á íslandi. það nýtur trausts almennings vegna þess góða álits sem það hefur allsstaðar. þar að auki hefur það styrkt ís- land að miklum mun. Nýtísku barnatryggingar fást hvergi betri áreiðanlegri, ódýrari og hagkvæmari heldur en í lífsábyrgðarfélaginu DANMARK Ríkissjóður Oana tryggir þar fjölda embættismanna sinna. þegar einhver ætlar að tryggja líf sitt, á það að vera hans fyrsta spurning, hvaða félag sé tryggast og ábyggilegast, og þegar hann hefir leitað sér upplýsingar um þetta, sér hann að það er lífsábyrgðarfélagið Danmark og þess vegna á hann að l'ftryggja sig í því. Þorvaldur Pálsson læknir gefur upplýsingar um fólagið. Stórt úrval En það þarf eigi að verða ef kennarar í þessu efni gera skýlausa skylau sína og má aldrei verða sóma þeirra vegna. — Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. pt. ísafirði 25. júlí 1916. Snorri Sigfússon frá Tjörn, Friðrik Hjartarson frá Mýrum, Baidur Sveinsson. Greinarstúf þennan eru önnur blöð vinsamlegast beðin að flytja. Höf. Síðustu fregnir. Síðasta vika hefur verið all viðburðarrík, ekki þó hvað snertir sigurvinn- inga neinna ófriðarþjóðanna, því þeir hafa ekki miklir verið, þó segir heldur af framgangi Breta og Frakka á vesturvígstöðvunum. það sem gerst hefur og getur haft áhrif á gang ófriðarins, er aftur á móti, að Rúmenía, sem hingað til hefur setið hlutlaus hjá, er orðin einn þátttakandinn í þess- um mikla hildarleik. Hvötin er hjá Rúmeníu, því hún sagði Aust- urríki stríð á hendur að fyrra- bragði, en á hinn bóginn hefur svo þýzkaland sagt Rúmeníu stríð á hendur með aðeins nokkura stunda millibil. þetta síðarnefnda er líka ekki nema alveg sjálf- sögð afleiðing af því, aö Rúmenía segir Austurríki stríð á hendur þar sem þjóðverjar eru bandamenn Austurríkismanna og munu aldrei láta þá berjast við ofurefli án þess að senda þeim lið til hjálpar, ef þeir bara geta mist það annarstaðar afherstöðv- unum. Aðalhernaðarþýðinginíþátt- töku Rúmena er þó ekki sú, að bandamönnum bætist mikill herstyrkur, heldur er hún sér- staklega fólginn í því, að nú fá Rússar greiðan veg yfir Rúmeníu og eiga þeir þá miklu hægara aðstöðu þar suður á Balkan. Hlýtur þetta að gjöra þeim mik- ið gagn, ef þeir standa eins vel að vígi að öðru leyti einsog maður hefur ástæðu til að ætla, ekki síst út af þeirra miklu sigr- um á móti Austurríkismönnum. Nú bíða menn eftir miklum frétt- um af Balkanskaganum. Um ástæðuna til þess að Rú- menar hafa nú gengið út í ófrið- inn, er ekki unt að segja neitt með vissu, en liklegt er að sigr- ar Rússa í Geliciu hafi valdið miklu. Getur líka stafað af ó- samkomulagi milli Rúmena og Austurríkismanna. Hvergi jafn góðar og ódýrar sem í verzlun Sturlu Jónssonar. Fátækramálið. Ritgjörð sú, með þessari fyrirsögn, sem birst hefur í nokkrum Einsog menn muna höfðu hingað til ekki orðið friðslit á milli ítala og þjóðverja, þótt ítal- ir hafi nú um lagan tíma barist á móti Austurríkismönnum, banda mönnum þjóðverja. En nú hafa ítalir sagt þjóðverjum stríð á hendur. það var sagt frá því í síðasta blaði, að þjóðverjar hefðu sent lið til hjálpar A-ustur- ríkismönnum á móti ítölum við Triest og er þetta vafalaus or- sökin til friðslitanna. Enn hafa engar fregnir borist um viður- eignina við Triest. Futningakafbáturinn „Deutsch- land“, sem þjóðverjar sendu vest- ur um haf, komst heilu og höldnu heim aftur. Biðu menn með ó- þreyju eftir því hvernig heim- ferðinni mundi lykta, hvort bát- urinn gæti komist án þess að lenda í klóm Englendinga, og er þetta eitt atriði í ófriðnum mikla, sem lengi mun verða minnst. þ. tölublöðum Ingólfs og síðan í þjóðstefnu, mun ekki koma áfram- haldandi fyrst um sinn í þessu blaði, vegna þess að höf. ritgjörðar- innar, Einar Benediktsson, fer nú af landi burt og býst ekki við að ljúka við hana fyr en hann kemur aftur. Sérprentun á að koma út af ritgerðinni og mun lesendum þjóðstefnu tilkynnt það á sínum tíma, Saltfiskur ágætur fæst í verslun ^muuda jUttasoua* Abyrgðarmaður: ______—------- Páll Jónsson, yfirdómslögm. Prentsm. P. Þ. Clementz — 1916 Stnbbasirsið einlita, margeftirspurða n ý k o m i ð í V e r s 1 u n 5 f

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.