Smávegis. Bréf frá Baldvin Einarssyni tii Bjarna amtmanns Thorsteinsons. Kaupmannahöfn, þ. 27. sept. 1832. Hávelborni herra ! Yðar hávelborinheita ástúðlega bréf af 31. júlí þ. á., sem eg ineðtók í dag, krefur, eins og allt annað af yðar hendi til mín gjört, mitt innilegasta og auðmjúkasfca þakklæti, sem eg hérmeð bið yður að meðtaka. Jpað tók á mig að vita að þér voruð á annari mein- ingu enn eg um landþinganefndirnar, því það gaf mér einna mestan grun um, að mín meining væri þá raung, og að eg máské hefði gert íllt með því, að láta hana koma fyrir almennings sjónir, en þegar eg sansaði mig aptur og leit á allfc, léfc eg það ekki hrella mig, heldr tók það eins og það er og verðr, að sínum augum lítur hvörr á silfrið, og máské þó allir að nokkrum hluta réttum. f>að er mest verðt, að það sem menn gera eða segja, það geri menn í guði o: eptir bestu yfirvegun og bestu samvitsku og í besta tilgangi, og veit eg að við höfum í þessu tilfelli gert báðir eins. En mér finst, herra minn ! að einmiðt þetta, að okkur þykir sinn veg hvörjum um þetta mikilvæga málefni, séu óræk sannindi Tímarit hins íslenzka Bókmennt&fjelags. X. 16