Smávegis. 1. Vísur eptir Skúla landfógeta Magnússon. Vísur þeasar eru hér teknar eptir nokkrum blöðum með hendi Jóns Olafssonar frá Grunnavík, og eru þau nú í safni hins íslenzka Bókmentafélags í Kaupmanna- höfn Nr. 296 4to. Jón var gagnkunnugur Skúla og hafði miklar mætur á honum; hann hefir ritað æfisögu hans, og er að nokkru farið eptir Jóni í æfisögu Skúla, sem prentuð er í Fjallkonunni VI, 1889, bls. 127, 131— 32, 135, 138—39, 143—44, 148, en ekki er nema ein af eptirfarandi vísum prentuð þar. I athugasemd Jóns framan við þessar vísur getur hann þess, að hann hafi þær eptir eiginhandarriti Skúla: »Eptir eigin manuskripti autoris af honum sjálfum mér léðu in Majo Anno 1768. Heyra sumar vísurnar til hans vitam ; hefi eg þeim niðurraðað eptir ártölum. Hjá sett er lítil histórisk útskýring og upplýsing. En það sem í cancellis er innilukt hefi eg sjálfur til sett. Að vísu kynni einhver curiosus eptirkomandi vilja vita fleira um sumt, en það verður nú hjá að líða«. f>ær athugasemdir, sem hér eru gerðar við vísurn- ar framar en stendur hjá Grunnavíkur-Jóni, eru merkt- ar með J. f>. Gamanvísur S. M. s. [id est landfógetans Skúla Magnússonar]. 1. A beinakerlingu Anno 1732. [Sýslumaður B(jarni)1 hafði á beinakerlingu sneitt að lögmanni Benedix]. I) J>. e. Bjarni sýslumaður Halldórsson á pingeyrum, mik- ill óvin Skúla. (J. p.).