Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 14
14 sitt yfir öll Norðurlönd; ef til vill vinst honum eitthvað á, en þá frægð hefir hann borgað með því að gera skólann að verksmiðju, harla ólíkri hinum fyrstu lýðskólum. Undir stjórn hans verður Askóv smátt og smátt réttur og sléttur fróðleiksskóli. JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu. Alþýðu-ferhendur. LÆKURINN. Eg er að horfa hugfanginn í hlýja sumarblænum yfir litla lækinn minn, sem líður framhjá bænum. Ó, hve marga æskustund áður hér ég dvaldi, saklaust barn með létta lund, og leggina mína taldi. Bæ ég lítinn bygði þar, og blómum utan skreytti; yfir tún og engjarnar oft ég læknum veitti. Nú er ekkert eins og fyr, á öllu sé ég muninn; liggja týndir leggirnir og litli bærinn hruninn. Meðan æðum yljar blóð og andinn má sig hræra, skal ég syngja ljúflings-ljóð um lækinn silfur-tæra. Pegar eg er uppgefinn, eytt er kröftum mínum, langar mig í síðsta sinn að sofna á bökkum þínum. VORKVAK. Nú er vetur farinn frá, frostið, ísinn, mjöllin; bráðum vakna blómin smá bæði um dal og fjöllin. Hríð ei lengur hrekur svört hjörð um daga langa; því er von í brjósti björt og bros á mörgum vanga. Æskan hverfur, yndi dvín, alt er líkt og draumur; áfram líður æfin mín eins og lækjar straumur. Hug frá völdum hrellingar hrífur vordags ljóminn; mínar vonir veglegar vakna eins og blómin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.