Elding - 24.03.1901, Blaðsíða 4
56
ELDINGL
Allir á fundi nema Sig. Thor-
oddsen.
Verzlunin „EDINBORG"
Reykjavík.
Nýjar vörur með „Ceres“ og „Laura“.
Kaffi Kandis
Melís högginn Export
Ágætt Skinke.
Quaker Oats
Curry Powder
Skósverta
Perur
Þvottabretti
Vatnsfötur
Zinkhvíta
og margt fleira.
Soya
Ofnsverta
Jarðeplamjöl
Ananas
Lvottabalar.
Grænsápa
Blýhvíta
A:sqcir jSiqurðsson.
*_övÐ <J <J
M'árskeri.
m<
5<5<s
Hjá undirrituðum gefst mönn-
um lcoslur á að fá sig klipta og
rakaða í Þinglioltsstrœti 8 á mið-
vikudögum og laugardögum fráld.
4—9 síðd. og á sunnudögum frá
kl. 8—11 árd.
Virðingarfylst.
fpísli Guðmund.sson.
Fyrirlestur
1 dag kl. 6V2 8iðdegis i Goodtemplarahösinu.
Frí aðgangur. D. Östlund.
Nýkomnar vörur
til
VERZLUNAR:
Mikið af álnavöru, svo sem Léreft, bl. og óbl. — Sirz. — Stumpa-
sirz — Flonellettes — Tvisttau — Java — Angola, hvítt og gult —
Stramai — Uilarsjöl — Sumarsjöl (Cachemir) — Herðasjöl — Hálsklútar
— Gólfvaxdúkur — Borðvaxdúkur — Svart klæði — Cheviot.
Ódýr fataefni í erfiðisföt og drengjaföt.
NORMAL NÆEFATNADUR.
Mikið af alls konar Höfuðfötum -— Hattar — Kaskeiti — Enskar
Húfur — Stormhúfur — Oturskinnshúfur — Drengjahattar og húfur —
o. s. frv.
Mikið af ýmsum smærri járnvörum. Steinolíumaskínur, 3 teg.,
þar á meðal ein ný tegund, „GRAETZ“. — Steinolíuofnar, ný tegund.
CHOCOLADE, margar teg., þar á meðal hið alþekta „C o n s u m“ frá Galle & Jessen. Alls konar nauðsynjavörur og margt fleira.
„Leifflai Reyldavilfur,‘ í kvöld (sunnudaginn 24. marz). Gulldósirnar. Sauðskinn fást í verzluninni Kirkjustræti 4.
Iíegoniuliiiúðar fást í VINAMINNI.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónsson, cand. phil.
Matjurtafræ, blómfræ og grasfræ fæst í Vinaminni á hverj- um virkum degi kl. 1—3.
Fél agspren tsmiöjan.
22
lægra en barmarnir á ámunni — og vatnið
streymdi með þýðum nið úr pípunni fast við eyr-
að ú honum og sté hægt umhverfis hann eins
og íshrönn, og læsti sig i gegnum fötin inn að
skinninu.
Það sté honum í mitti, og mátti svo heita að
hann væri þegar druknaður til hálfs, því það af
líkamanum, sem var i kafi, átti ekki afturkvæmt
úr vatninu fyrr en hann var dreginn upp dauður.
Vatnið stó honum i mitti, því næst í brjóst
og loks upp í handarkrika — þá raknaði hann
við úr dvalanum, rak upp angistaröskur, sneri
sér við og skelti hægri lófanum fyrir pípukjaft-
inn til að stöðva vatnsstrauminn. Hvers vegna
hafði honum ekki dottið þetta í hug fyrri? Von
Osterode hafði ekki haft hugsun á því. Hann
hlóg og áhorfendurnir hlógu líka. Þá flaug hon-
um það i hug, að þó hann héldi hendinni þarna
þangað til hún yrði máttvana, mundi vatnið eft-
ir á halda áfram að streyma miskunnarlaust.
Hann mátti líka búast við því, að einhvern tíma
mundi svefninn ásækja hann, ekki síður enn
inenn, sem láu á kvalabekknum, og vatnið aftur
byrja að streyma.
Hann tók höndina frá og fór nú að bölva og
ragna biskupinum, greifanum og öllu umhverfis
sig, og ruddi úr sér svo hryllilegum guðlöstun-
um, að nokkrir af þeira, sem viðstaddir voru,
23
vildu drepa hann þegar í stað til að binda enda
á þær.
Nú var vatnið stígið honum í háls.
Það var þegar stigið von Osterode i höku.
Hann teygði höfuðið aftur á bak til að anda enn
þá einu sinni að sér hinu blíða himinlofti, og nú
sté vatnið upp í munn honum og nasir. Þeir
sáu hann nokkur augnablik baða höndunum æðis-
lega, eins og eðlishvöt hans í síðustu andránni
risi ósjálfrátt á móti dauðanum. Loks lét hann
hendurnar* síga, vatnið sté honum f augu, skaut
upp nokkrum tiólum og rann hægt út af börm-
unum.
En Pétur varð öðruvísi við dauða sínum. Þeg-
ar vatnið var stígið honum í höku, greip hann
ausuna með báðum höndum og skvetti út vatn-
inu í stórum gusum. Hann streyttist við af al-
efli þangað til vatnsborðið aftur nam honum í
brjóst. Þá tók hann hvíld og þrýsti öxlinni
upp að pípukjaftinum, svo vatnið lak aðeins
inn í dropatali. Þegar biskupinn sá þetta, sendi
hann einn af hermönnunum til að stjaka honum
frá með brynþvaranum, og mælti um leið hlægj-
andi:
„Ertu þreyttur Pétur — uppgefinn eins og við,
þegar við vorum að mæna eftir vatninu í kast-
alanum ? Upp með þig kunningi, áfram að vinna!