Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 3
Hægri handar akstur
H-dagurinn
Hinn 13. maí 1964 var gerð ályktun Alþingis, svo-
hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina
að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að
upp verði tekinn hægri handar akstur hér á landi.“
Þessi fáorða ályktun lýsir í raun og veru eindregn-
um vilja löggjafarsamkundu okkar. Alþingi skorar
ekki á ríkisstjórnina að hefja athugun á því, hvort
hægri handar akstur skuli tekinn upp, heldur að hefja
undirbúning að því, að hann verði tekinn upp. Það
virðist því enginn vafi á því, hver vilji Alþingis er.
Ríkisstjórnin mun hafa falið Umferðarnefnd, en for-
maður hennar er lögreglustjórinn í Reykjavík, að gera
m. a. athuganir varðandi kostnað við hinar miklu
breytingar, sem hljóta að verða í sambandi við upptöku
hægri handar aksturs. Mun svo vera ætlunin að leggja
þær niðurstöður fyrir Alþingi nú í vetur. Má ætla, að
er þær liggja fyrir, komist skriður á málið, nema svo
ólíklega fari, að löggjafanum ofbjóði svo kostnaðurinn
að hætt verði við allt saman a. m. k. í bili. Er vonandi,
að það verði þó ekki ofan á, enda væri það eiginlega í
mótsögn við ályktun Alþingis, svo og vafalítið bjarn-
argreiði við opinberan fjárhag að öðru leyti.
Dýrt verður þetta fyrirtæki, enginn vafi er á því. En
dýrara verður það þó síðar, svo mikið er víst, og eins
hitt, að mislagðar voru okkur hendur að taka ekki upp
hægri handar aksturinn hér á árunum, er þó var búið
að samþykkja það. Var þó að vísu ekki eins mikil ástæða
til þess þá og nú er að taka hann upp.
En hvernig er það þá með þennan blessaðan hægri
handar akstur. Er hann út af fyrir sig nokkuð æskilegri
en vinstri handar aksturinn? Nei, að minnsta kosti get
ég ekki séð nein rök fyrir því, séu notaðir bílar, sem
fyrir hann eru gerðir. Hitt eru megin rökin fyrir hon-
um, að svo til allar þjóðir hafa nú horfið til hans. Eng-
lendingar eru að vísu enn með sinn vinstri akstur, og
ólíkt væri það þeim að breyta um í einum „hvelli“.
Hinsvegar eru Svíar nú búnir að ákveða að breyta til
hægri handar aksturs á árinu 1957. Þá verður þeirra
stóri dagur, H-dagurinn. Eftir þann dag sitjum við hér
heima sennilega enn með vinstri handar aksturinn, svo
og vitanlega Bretinn, ef ég spái rétt.
Rökin fyrir hægri handar akstri hjá okkur (og sama
mun gilda um aðra) eru fyrst og fremst þau, að hættan,
sem því er samfara að halda hér áfram vinstri handar
akstri, eykst hröðum skrefum frá ári til árs. Svo við
tökum ástandið heima fyrir: við erum hér með svo til
eintóma bíla fyrir hægri handar akstur (stýri vinstra
megin). Því meir sem umferðin vex á okkar þröngu
vegum, því hættulegra verður þetta. Þá er það sívax-
andi straumur ferðafólks, með bíla sína. Islendinga út
úr landinu og útlendinga inn í landið. Þessi straumur
vex og hröðum skrefum frá ári til árs. Og hættan af
þessu er, af ýmsum ástæðum tiltölulega meiri hér en
annars staðar, þar sem enn er vinstri handar akstur, og
má þar til nefna miklu verra vegakerfi, minni löggæzlu,
færri hjálparstöðvar, mál, sem fáir skilja o. fl. Hvern-
ig, sem málið er skoðað, hníga flest rök að því að taka
hér upp hægri handar akstur, svo fljótt, sem verða má.
Þá er það undirbúningurinn vegna þessarar breyt-
ingar, verði hún gerð hér. Hann þarf að vera vel hugs-
aður, almennur og víðtækur, eiginlega stórkostlegur,
eigi vel að fara. Þessi undirbúningur hlýtur að skiptast
í tvo megin þætti, þ. e. hinn tæknilega undirbúning og
undirbúning vegfarendanna, þ. e. hinn sálfræðilega
undirbúning.
Hinn tœknilegi undirbúningur hlýtur fyrst og fremst
að verða á vegum ríkisstjórnarinnar, bæja- og sveita-
félaga, sem sagt hins opinbera. Til að nefna eitthvað:
það þarf að breyta bílunum — ökuljósum þeirra —
næstum byggja um strætisvagna og aðra stóra fólks-
flutningabíla. Það þarf að breyta umferðarmerkjum,
götuvitum, brautamerkingum, útskotum o. s. frv. Það
verður nóg að gera. Og það sem erfiðast er: Þetta þarf,
ef svo mætti segja, að ske á einni nóttu. Undirbúning-
urinn þarf því að vera vel hugsaður, svo að þetta geti
skeð á fullnægjandi hátt, og hann þarf að hefjast
snemma, ekki vikum eða mánuðum, heldur árum áð-
ur en hinn stóri dagur rennur upp. En ég segi eins og
ég meina: ég treysti hinu opinbera vel til að gera þetta
með sóma.
Þá er það hinn sálfræðilegi, almenni undirbúningur
vegfarenda.
Eigum við að láta H-daginn, ef til kemur, sem von-
andi verður, verða okkar stærsta slysa- og sorgardag,
kosta mörg mannslíf og óheyrileg tjón. Væri illa á mál-
unum haldið, gæti svo farið, en það væri okkur sjálf-
UMFERÐ
3