Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 8
ÞEGAR Reykvíkingar renna augum í áttina til Akraness, kom- ast þeir ekki hjá því að.sjá reyk- háfinn mikla, sem gnæfir yfir bænum, dæmigerður um dugnað nágranna sinna. Skagamenn hafa um áraraðir verið „fræknir fírar,” miklir sjó- sóknarar og framkvæmdamenn og nú hafa þeir fært út kvíarnar og tekið iðnaðinn í sína þágu og tækni sem honum fylgir. Útræði hefur lengi verið sterkasta hlið skagamanna, enda stutt að róa á fengsæl fiskimið. Með aukinni verzlun fjölgaði íbú- um ört og staðurinn varð kauptún og höfuðverzlunarstaður Borg- firðínga. Af Skipasaga er víðsýni mikið, «nda langt til fjalla að undan- teknu Akrafjalli, sem myndar sterkan bakgrunn við bæinn, séð frá sjó. Þegar komið er til Akraness, skilst vel sú nafngift sem kaup- staðnum var valinn, þar er grösugt og akrar víðir. Akranes er rétt- nefni. Alla tíð síðan nesið byggðist hafa ábúendur stundað jarðyrkju og sjósókn jafnhliða, og upphaf- lega var sjósókn stunduð til búsí- lags. En nú hefur þetta snúizt við og menn halda skepnur sér til á- nægju að mestu, en garðyrkju stunda þeir til búbótar. Já, Akranes er framtíðarbær og ört vaxandi og íbúarnir framtaks- samir dugmiklir og bjartsýnir, svo ekki sé meira sagt. Byggingafram kvæmdir hafa verið mjög miklar á undanförnum árum og óðum fjölgar bátunum hjá hinum „kátu körlum.” Sumum finnst landslagið „flatt og leiðinlegt” á Akranesi, sífelld- ur næðingur vera þar og fleira telja þeir staðnum til foráttu. En oss er næst að halda, að engum leiðist að búa á Skaganum, að minnsta kosti fækkar þar ekki fólki. Hvað flatlendið snertir er það ekki nema kostur, t. d. geta fáir bæir á Islandi státað af jafn- mörgum reiðhjólum, miðað við fólksfjölda.” Eins og alþjóð veit, er „sport” í hávegum haft á Akranesi, og ber þar mest á knálegum knattspyrnu mönnum, sem aukið hafa hróður staðarins, meira en flest annað, á undanförnum árum. En Skaga- menn eiga líka blómlegt stanga- veiðifélag ásamt margs konar öðr- um félögum. Hvað menningarmál- um viðkemur, hafa þau ekki farið ofan „garðs,’ en Skagamenn eiga sér tónlistarfélag og tónjistar- skóla. Karlakórinn Svanir er með eldri karlakórum landsins, bráðum hálfrar aldar gamall. Og nú hefur nýverið stofnað byggðasafn á Akranesi og á það er vert að minnast nokkrum orð- um. Þegar blaðamaður frá Alþýðu- blaðinu var staddur á Akranesi fyrir skömmu, lét hann ekki hjá líða að skoða byggðasafnið. Safnið er .staðsett að Görð- um, í elzta steinsteypuhúsi lands- ins, fyrrum prestssetri. Garðar standa nokkuð innan við sjálfan kaupstaðinn, en þar var áður kirkjustaður eða þar til árið 1896, þegar kirkja var reist á Akranesi. Kirkjugarðurinn hefur þó ekki verið fluttur, og verður varla úr þessu, þar eð bærinn teygir sig óðum í áttina til hans. Aðalhvatamaður og stofnandi að byggðasafninu að Görðum, er séra Jón M. Guðjónsson, sóknar- prestur á Akranesi, en hann hef- ur verið vakinn og sofinn um framgang safnsins og söfnun gam- alla muna til varðveizlu í safn- inu. Því miður var séra Jón staddur í Reykjavík, þegar okkur bar að garði, en umsjónarmaður kirkjugarðsins og safnsþis, Magn- ús Jónsson, kennari, var þar staddur og leiðbeindi hann okkur um safnið, og leysti úr þeim spurningum, sem við höfðum fram að færa. Húsið að Görðum hefur verið endurbætt nokkuð og breytingar á því gerðar, vegna fyrirkomu- lags safngripa. ■liilllll ■ . Hérna sjáum viff líkan af gamla skólanum á Akranesi, en séra Jón M. Guffjónsson gerði Hkaniff. ilffg Magnús segir okkur að sá prest- ur er síðast var á Görðum, séra Jón Benediktsson hafi reist þetta á árunum 1876—78. Síðustu ábúendur að Görðum voru þau njónin Sigurður Guð- mundsson og Vigdís Jónsdóttir, en þau bjuggu þar á árunum 1892 til 1932. í byggðasafninu kennir margra grasa. Þarna sjáum við m. a. skáp með gömlum bókum, sem Pétur Torfason, frá Höfn í Hálsasveit, hefur gefið safninu. Við ljtum á titilblað einnar bókarinnar, en þar stendur eftirfarandi: Sagan af Njáli Þorgeirssyni og sonum hans. Útgefin efter gamlum skinnbók- um, með konunglegu leyfi. Prent- uð í Köbenhavn 1772. — Eru munirnir víðs vegar að? spyrjum við Magnús. Þessi 8 9. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.