Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 1
Aðaerðarlevsii 45. árg. — Sunnuáagur 14. júní 1964 — 132. tbl- FOR- SÍÐU LEIÐ- ARI FÓRNIR á altari umferðarinnar eru orðnar ískyggilega tíðar hér á landi. Bif- reiðum landsmanna hefur fjölgað örar undanfarin tvö ár en dæmf eru til áður. Aukin umferð hefur skapað aukið öngþ veiti, því ökurými hefur ekki aukizt, né umferðarmenning batnað í hlutfallil við fjölgun bifrdiða. Ástandið í þessum efnum er nú að flestra dlómi orðið ískyggillegt; svo í-, skyggilegt, að ekki má lengur við una. í höfuðborginni eru árekstrar og slys svo daglegt brauð, að einungis stórslys eða banaslys þykja frétt- næm. í hverjum árekstri verður tjón á bifreiðum svo tugum, ef ekki hundruðum þúsundá skiptir. Þegar fólk slasast, hlýzt oft af ævi- löng örorka og stundum dauði. Höfum við íslendingar efni á að láta þessa þróun halda áfram án þess reynt sé að harnla á móti? Tvímælalaust höfum við það ekki. Það hefur engin þjóð. Brezkur þingmaður sagði nýlega í blaðagrein, að þær þjóðir. sem ekki gerðu sitt bezta til að reisa rönd við þessari óhugnanlegu þróun, gætu vart talizt siðmenntaðar. Hann vildi láta skera upp herör gegn umferðarslysunum, og það er einmitt verið að gera víða um lönidi um þessar mundir. En við íslendingar höldum að okkur höndum og höfumst .ekki’ að. Yfir- völd halda ekki vöku sinni og slysaf jöld inn eykst. Það er sár sannleikuj', að í Reykjavík, þar sem slys eru tíðust og árekstrar flestir, hefur síðastliðin ár harlá lítið vebið gert til að gera umferðina örugg- ari. Umferðarljós voru sett upp á horni MiMubrautar og Lönguhdíðar, þegar þar höfðu orðið tugir árekstra og slysa. Umferðarljós vantar á fjölmörg gatnamót í borginni, en ekkert er a§ gert. Upplýst er, að fjárskortur er ekki orsök framkvæmdaleysisins. Stöðumæla- sjóður á tvær og hálfá midljón króna, sem geymdar eru á bankabókum í ýms- um peningastofnunum. Þar er féð haft í útdánum og veltu, meðan ástandið í um- ferðarmálum borgarinnar hríðversnar með hverri vikunni sem líður. Þetta fé á skilyrðilsláust að nota til að bæta umferðina í borginni og það án tafar. Það er óafsakanlegt, að ráðstafa fénu á þennan hátt meðan þörf úrbóta er jafn knýj- andi og raun ber vitni. Framhald a 2. siðu. 500 Lóðir hreinsaðar Á KOSTNAD EIGENDA Þriðji bðtsfundur í haug hér a landi I’atreksfirði, 13. júni. ÁP-GO. FORNMINJAR hafa fundizt í Vatnsdal hér í firðinum. Ýta var að róta í jarðvegi þegar upp komu ínannabein og haugfé. Þjóðminja- verði var tafarlaust gert aðvart um fundinn og sendi hann I>ór INIagnússon vestur til að gera at- liuganir í dysinni. í Ijós kom, að þarna hafa verið dysjaðar 5 mann- eskjur og nokkurt fé, ennfremur fundust leifar af báti, sem mun hafa verið um 24 feta iangur. Lík- legt er að fólk og fé hafi verið lagt í hann, en dysin er síðan úr ramri heiðni, meira en 1000 ára gömul. (Framhald á 4. síSu). Sveinbjörg í Svanavatninu Fyrir nokkru skýrðum við frá Crankos, sem dansað hefur við því hér í blaðinu, að 19 ára göm- ul stúlka úr Reykjavík, Sveinbjörg Krisún Alexanders, hefði getið sér mjög góðan orðstír sem ball- etdansmær í balletflokki John Stuttgart-óperuna í vetur. Dans- aði hún sóló í fyrsta sinn í Svana- vatninu í Stuttgart 4. apríl í vor, en á ballettvikunni í vor dönsuðu Frh. á 4. síðu. Reykjavík, 13. júní. — EG. Síðastliðnar þrjár vikur hafa um 500 lóðir í borginni verið hreinsaðar á kostnað eigenda. 80 bílhræ hafa verið fjarlægð, — og töluvert á annað hundrað skúrar hafa verið rifnir. Að þessum hreinsunum hafa unnið 20 menn sem hafa haft 3 bíla til umráða að auki liafa um 80 unglingar úr unglingavinnu borgarinnar unn ið að hreinsun á ýmsum opnum Fréttamönnum var boðið í öku- ferð um borgina fyrir þremur vik um og þá sýnt hve viða var þörf. á róttækum hreinsunaraðgerðum. í dag buðu borgaryfirvöld í sams konar ökuferð til að sýna hver árangur hefði orðið á þessum tíma. Mjög víða hafði orðið veruleg breyting á til batnaðar. Strætis- vagnaskrifli, forljótir skúrar og annað álíka þokkalegt var nú horfið af ýmsum lóðum, sem m. a. hafa verið birtar myndir af hér í blaðinu. Páll Líndal, skrifstofustjóri borgarstjóra, tjáði fréttamönnum að einkaaðilar hefðu undanfarið komið með 6000 bílhlöss af rusli til sorpeyðingarstöðvarinnar, enda mætti nú víða sjá mun á borginni. Páll sagði ennfremur, að um þess- ar mundir væri verið að gera alls herjar hreinsimarherferð á Rvík- urflugvelli og ætti flugmálastjóri frumkvæðið að því. Hann sagði að undirtektir almennings gagnvart herferðinni hefðu orðið mjög góð- ar. Svo virtist sem mönnum væri nú ekki eins sárt um ruslskúra og annan ósóma eins og oft áður. — Því til sönnunar nefndi hann, að Reykjavíkurborg hefur aðeins ver- ið hótað málshöfðun vegna tveggja eða þriggja skúra, sem rifnir hafa verið. Það væri fjarri lagi, að hreinsunarherferðina ætti aðeins að miða við lýðvcldisaf- mælið sagði Páll að lokum. henni á að halda áfram eftir bað, og hafa nokkrir aðilar fengið frest til 1. júlí til að hreinsa .til.hji sér,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.