Alþýðublaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 13
Dansskóli Heiöars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 5. október. Samkvæmisdansar (nýju- og gömlu dansarnir) og barnadansar. Flokkar fyrir börn (4—12 ára), unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga og lijón). Byrjenda- og framhaldsflokkar. Reykjavík: Innritun daglega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09. Kennt verður í nýjum, glæsilegum húsakynnum skólans að Brautarholti 4. *ÍllM Kópavogur: Innritun daglega frá 10 f. h. til 2 e. h. og 20—22 í síma 1-01-18. Hafnarfjörður: Innritun daglega frá 10 f. h. til 2 e. h. og 20—22 í síma 1-01-18. Keflavík: Innritun daglega frá 3—7 í síma 2097. Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerkið í dáhsi. Kennslugjöld verffa hin sömu og s.l. vetur. BÓKASAFN Framhald úr opnu Stjórn safnsins skipa Ásgeir Blöndal Magnússon, Frímann Jón asson og Guffmundur Þorsteins- son. Útlánstímar eru á þriðjudög- um, miðvikudögum, fimmtudögum. og föstudögum kl. 4.30-6., fyrir börn og kl. 8.15-10 fyrir fullorðna, auk þess er barnabókaútlán í Kárs nesskóla yfir vetrarmánuðina. Deila harf Framhald úr opnu. Natalie Wood, Steve McQeen, Frank Sinatra, Peter Lawford, Sammy Davis, Nat King Cole, Milton Berle, Harry Belafonte, Eddie Fisher, Shelly Winters, George Jessel, Henry Fonda, Danny Thpmas, Connie Stevens yngri Steve Allen og Barry Sulj van. Margar hinna stærri stjarna forðast að taka nokkra opin- bera afstöðu. Telja það ekki skynsamlegt fyrir fólk í skemmtiiðnaði að taka ákveðna afstöðu í stjórnmálum. Bob Hope, Bing Crospy og Cary Grant eru meðal þeirra, sem kjósa að láta ekkert uppi um skoðanir sínar. Hope segir svo: Ég fæ fólk til að hlægja á kostnað beggja flokkanna, og mér dytti aldrei í hug að fara að móðga fólk, sem hlær! Einangrunargler Framleítt elnungls úr Arralt rlerl. — 8 ára ábyrg-S. Pantiff tímanlega. Korkiðjan 3 flugvélar Framh. af 1. síffu. anna. Klukkan 8,55 í gærmorgun nær sv.o brezk farþegavél sam- bandi við D-EHNI, þá vélina, sem síðar týndist. Flugmaðurinn taldi sig þá vera á réttri leið og rétt ókominn til íslands. Síðar rofnaði sambandið og ekkert spurðist til vélarinnar 1 bráð. Leit var hafin klukkan 10 um morguninn og kl. 10,17 fór önnur flugvél til leitar og loks vél af geröinni Electra kl. 12,48. Allar vélarnar fóru frá Keflavik. Electra vélin náði sam- bandi við hina týndu flugvél um svipað leyti og flugstjórnin á Reykjavíkurflugvelli. Síðan náðl flugmaðurinn míðunargeisla frá Keflavfk. Hann var þá í stefnu SSV frá Keflavík í 2500 feta hæð og hafðí 25 mínútna flugþol, en var óviss um fjarlægð frá vellin- um. Þetta gerðist um klukkan 14,15 í gærdag. Strax og vitað var um stefnu á vélina fór orrugtu- þota fró Keflavík til móts við hana ■ásamt DC-3 björgunarvél. Þær fundu vélina án erfiðleika, en kl. 15,25 var eldsneytisforðinn þrotinn og ílugmaðurinn nauðlenti far- kosti sínum á sjónúm um 34 míl- ur SSV frá Keflavík í augsýn á- hafna 4 flugvéla. Lendingin tókst giftusamlega og maðurinn fór í gúmmíbjörgunarbát. — Klukkan 15,54 var hann svo tekinn um borð í þyrlu frá Keflavík og fluttur með henni til lands og siðan í sjúkra- hús hersins þar á vellinum. Mað- urinn var ómeiddur og yfirgaf sjúkrahúsið í morgun. Um afdrif þriðju vélarinnar er ekkert vitað. Aðfaranótt sunnu- dags sáSt þó óþekktur fljúgandí hlutur í ratsjá hersins á Græh- landsjökli. Hlutur þessi flaug yfir miðjan jökulinn með u. þ. b. 100 mílna hraða, en ekki er enn vitað hvort flugvélin var þar á ferð. Þá sá maður sem var á ferð í gær- kvöldi í Eldborgarhrauni sunnan á Reykjanesskaga skammt frá Krýsuvík, ókennilegt rekald í sjónum þar suður af. Maðurinn var viss um að hér var ekki um bát að ræða, tunglsljósið glampaði á hlutnum, sem var ekki ósvip- aður flugvél á hvolfi. Leitað var á þessu svæði í alla nótt, en án árangurs. Þá var leitað frá Ný- fundnalandi og Grænlandi á haf- inu þar á milli án árangurs og loks fóru tvær flugvélar í dag frá Keflavík, önnur í áttina til Kuhi- suk á Grænlandi og hin í áttina til Hvarfs. Þær komu aftur án þess að verða nokkurs varar. Jean Paul Weiss hélt ferð sinni áfram í morgun eins og ekkert ihefði í skorizt og ætlaði að vera rúmar 11 klst. tll Frakklands án viðkomu. Flugmaðurinn sem bjarg aðist heitir Moody og er banda- rískur. Vélbáturinn Ögri frá Hafnar- firði bjargaði svo flaki flugvélar innar D-EHNI, þar sem hún mar- aði í sjónum suður af Grindavík. Hann kom svo til Reykjavíkur í nótt. Hélt áfram Framhald af 16. síðu. svæffi og þaffan er hægt aff leggja upp í flug yfir hafiff á sVona litlurn vélum. Þaff er ekki leyft frá kanadískum flug völlum. Þeir höfffu ákveffiff aff hafa samflot yfir hafiff, en eih flugvélin átti aff fara til Finn- lands, önnur til Þýzkalands og liin þriffja til Frakklands. Þessar vélar eru taldar mjög góðir og öruggir farkostir og hafa veriff aff vinna sér mark- að í Évrópu aff undanförnu. Sambandiff viff vélina, sem fara átti til Finnlands, rofnaði skömmu eftir aff þeir komu norffur fyrir Nýfundnaland, en í henni var einn maffur, banda- rískur, aff nafni Wall. Loks tapaffi Weiss sanibandinu viff Moody flugmann á vélinni, sem átti aff fara til Þýzkaiands, þeg- ar þeir voru suffur af Hvarfi á Grænlandi. Þar Ientu þeir í segulstormí og snjókomu. Átta- vitarnir rugluffust og tók fyrir radíó. sambandiff milli vélanna og eftir þaff flaug hann einn síns liffs. í fyrstu gat hann ekki miffaff sig viff neitt, en ramb- affi á veffurskipiff Alfa og tók stefnuna frá því. Síffan gekk allt vel til Reykjavíkur, nema hann var seinna á ferffinni en hann ætlaffi sér vegna mót- vinds. Ekki sagffist Weiss hafa ver- iff neitt órólegur á ferffalaginu og engan bObug var á honum aff finna, þrátt fyrir ófarir fé- laganna. Klukkan aff ganga 8 gekk hann út aff flugvélinni og bjó hana til brottferffar. Hon- um sagffist vera nákvæmlega sama þót tekin væri mynd af honum og vélinni fyrir brott- för. Hann sagffist ekki vera hjá- trúarfullur. inninacirAfjjo rSniöÍcl 2 TEKNIR Framhald af 16. síðu út fyrir línu, viðurkenndu þá að hafa verið innan fiskveiðitakmark- anna, en skipstjórarnir báru það fyrir sig, að togararnir hefðu ver- ið með bilaða vél. Féllust þeir síð- an á að fylgja Óðni til ísafjarðar, þangað sem hann kom með þá í morgun. Kom Wyre Vanguard að bryggju kl. 6,30, en James Barrie kl. 7. Skipherra á Óðni er Jón. Jónsson. Réttarhöld hófust í máli skipstjóranna hjá bæjarfógetan- um á ísafirði, Jóhanni Gunnari Ólafssyni, kl. 4 í dag, og stóðu þau enn kl. 9 í kvöld, en í fyrra- málið áttu réttarhöldin að hefjast aftur kl. 9 f. h. James Barrie, H’ 15, er 666 tonn, smíðaður í Aber- deen 1949, en Wyre Vanguard, FD 36, er 338 tonn að stærð, smíðað- ur í Selby 1955. Eins og fyrr segir, er þetta ekki í fyrsta sinn, sem Richard Taylor, skipstjóri á James Barrie, á yfir höfði sér dóm á ísafirði. Hann var fyrst dæmdur þar fyrir land- helgisbrot árið 1961, og í desem- ber sama ár var hann dæmdur fyrir að berja lögregluþjón á ísa- firði svo illa, að lögregluþjónninn var frá vinnu um nokkurt skeið af þeim sökum. Hafði togarinn leitað hafnar á ísafirði vegna veð- urs, og er lögreglan á ísafirði hugð ist stinga tveimur af áhöfninni, sem gerzt höfðu sekir um áflog og ölvun á veitingahúsi þar í bæ, i steininn, kom Taylor að og réðzt á lögregluþjóninn. Var skipstjóri; inn síðan dæmdur í fangelsi og fluttur að Litla-Hrauni, en sýknað ur skömmu fyrir jól og leyft að fara heím. í nóvember í fyrra var hann enn dæmdur fyrir landhelgis brot á ísafirði, og veit hann því, hvers hann má vænta nú, er hann kemur fyrir dóm þar í fjórða sinn. &J.MK vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Hverfisgötu Barónsstíg Rauðarárholt Miðbæinn Laufósveg Lönguhlíð Afgretðsla Alþýðublaðslns Síml 14 900. tr ÓSKAST. Afgreiðsla Alþýðublaðsins. Sími 14 900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. sept. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.