Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 7
VKF. FRAMSÓKN minntist 50 ára afmælis síns með hófi að Hót- el Borg' sl. sunnudagskvöld. Hátt á Jjriðja hundrað manns | sótti fagnaðinn sem hófst með borðhaidi. Auk þeirra félagskvenna sem eru heiðursfélagar voru margir boðsgestir og meðal þeirra má telja, félagsmálaráðherra, Emil Jónsson og frú, forseta Alþýðu- sambands íslands, Hannibal Valdi- marsson og frú, formann Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, Óskar Hallgrimsson og frú, formann Sjómannafélags Reykja- víkur, Jón Sigurðsson og frú, for- mann.Verkamunnafélagsins Dags- | brúnar, Eðvarð Sigurðsson og stjórn VKF. Framtíðin í Hafnar- firði. Auk fjölda heillaskeyta og blóma frá einstaklingum og félögum, bár- ust félaginu góðar gjafir, svo sem: málverk frá VKF. Framtíðin í Hafnarfirði, segulbandstæki frá VKF. Dagsbrún, og forkunnar fagur fundahamar úr fílabeini og hvaltönn, gerður af Ríkarði Jóns- syni myndskera. Fundahamarinn er gjöf frá frú Jóhönnu Egilsdóttur og níu öðr- um félagskonum, sem lengi hafa átt sæti í stjórn félagsins og gengt ýmsum öðrum trúnaðar- Framhald á síðu 4 INN ÍIL STARFA Frá afmælishófi Verkakvennafélagsins Framsóknar að Iíótel Borg. HÚSIÐ við Lindargötu 9, sem hlotið hefur nafnið Lindarbær, var formleffa tekið í notkun s.I. föstudag. Þetta hús, er áður var verksmiðjuhús Sanitas lif., keyptu Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómannaféiag Reykjavíkur fyrir röskum tveimur árum. Kaupsamn ingur var gerður 1. júní-1962 og kaupverðið var fjórar miiljónir króna. Vinna við breytingar og endurbyggingu hússins hófst 1. nóvember 1962. Húsið er óskipt sameign félaganna. Lindarbær stendur á eignarlóð, sem er 403 fermetrar. Húsið er 4.511 rúmmctrar, 4 liæðir og hár kjallari. Við norðurhlið er út- bygging í sömu hæð og kjallari og tengd lionum og er þar aðal samkomusalur hússins. í samkomu salnum er lítið en vel búið leik- svið og búningsklefar. í kjallara er m. a. eldhús er tryggja á full- komna veitingaaðstöðu. Undir ein um þriðja hluta hússins er neðri kjallari og er þar komið fyrir öll um útbúnaði fyrir hitun og loft- ræstingu. Á fyrstu hæð eru skrifstofur Sjómannafélagsins og Dagsbrúnar. Önnur og þriðja hæðin eru leigð- ar út fyrir ýmsa félagslega starf- semi og fyrir skrifstofur. Á efstu Framhald á síðu 4 Jóna Guðjónsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, Jóhanna Egilsdóttir, fyrrverandl formaður og Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherr a. Jón Sigurðsson flytur ræðu vif vígslu Lindarbæjar. Lindarbær, hið nýja stórhýsi Sjómannafélagsins og Dagsbrúnar Talið frá vinstri: Birna Jónsdóttir, Birna Björnsdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Guðný Grenöal, við Lindargötu. Soffía Sveínbjörnsdóttir og Salvör Veturliðadóttir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. nóv. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.