Alþýðublaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 2
'SSát ;; Eltstjórár: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiöur Guönason. — Símar: 14900-14303. — Auglýsingasími: 14906. — Aöseturi Alþýðuhúsið vlö Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiöja Alþýöublaösins. — Askrtitargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr.,5.00 eintakið. — Ctgefandl: AÍþýCuflokkurirm. ÓLAFUR FRIÐRIKSSON OEINN helzti brautryðjandi jafnaðarstefnunnar á íslandi og fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins, Ólafur Friðriksson, verður. jarðsettur í dag. • Ólafur var fæddur á Eskifirði 16. ágúst árið 1886 og var því rúmlega 78 ára gamall, er hann lézt. Ungur fór Ólafur til Danmerkur, þar sem hann dvaldist í átta ár við nám og ritstörf. Þar kynntist hann hugsjónum jafnaðarstefnunnar, og er hann kom heim til íslands skömmu áður en fyrri heims- styrj'öldin hófst, stofnaði hann fyrsta jafnaðar- mannafélag hér á landi. Félagið var stofnað á Ak- ureyri, en nokkru síðar flutti Ólafur suður til Reykjavíkur og barðist af mætti fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar. Hér syðra hóf Ólafur blaða- útgáfu og er Alþýðublaðið var stofnað 29. október 1919 gerðist hann fyrsti ritstjóri þess. í ritstjórnar grein fyrsta tölublaðs Alþýðublaðsins skrifaði Ólafur meðal annars: „Alþýðuflokkurinn berst fyrir málstað al- þýðunnar, en það er í raun og veru sama sem að berjast fyrir málstað íslenzku þjóðarinnar, því alþýðan og þjóðin er eitt, og sá sem berst á móti alþýðunni, eða í eiginhagsmunaskyni, af aftur- haldssemi eða nýfælni, leggur stein í götu henn- ar móti betri lífskjörum, hann er óvinur íslenzku þjóðarinnar, hversu hátt, sem hann hrópar um ættjarðarást eða verndun þjóðernisins“. Ólafur Friðriksson var skeleggur baráttumaður fyrir málstað alþýðunnar. Hann hreif menn til fylg is við j afnaðarstefnuna því þeir, sem á hann hlýddu fundu að hann bjó yfir hugsjónaeldi og vilja til að bæta þjóðfélagið á þann hátt, að kjör alþýðunnar yrðu látin skipa æðstan sess. Erlendis hafði Ólafur kynnzt samtakamætti alþýðunnar og því beitti hann sér fyrir að efla félagsþroska íslenzkrar al- þýðu og lyfti Grettistökum á þeim vettvangi. Hann beitti sér fyrir stofnun Hásetafélags Reykja víkur, sem síðar varð Sjómannafélag Reykjavík- ur, og hann átti manna mestan þátt í stofnun Al- þýðusambands íslands og Alþýðuflokksins árið 1916, en þá voru sambandið og flokkurinn ná tengd. Það var öðrum fremur Ólafur Friðriksson, sem ruddi jafnaðargtefnunni braut hér á landi og vakti alþýðuna til skilnings um eigin hagsmuni. Hann átti við rammam reip að draga í upphafi -en eld- móðurinn og áhuginn gerði það að verkum, að á nokkrum árum óx jafnaðarstefnunni svo fiskur um hrygg að hún varð áhrifaafl í þjóðfélag- inu, sem taka varð tillit til hvort sem andstæðing- unum líkaði betur eða verr. Með Ólafi Friðrikssyni er horfinn einn fyrsti og stæltasti merkisberi íslenzkrar alþýðu. Sagam mmmrnm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmtmmmmmmmmmmamm Pólsk viðskipti Universal Universal Yarsjá Varsjá Fulltrúi frá fa. Universal Varsjá er til viðtals á skrifstofum vorum. Fa. Universal Varsjá er m. a. einka útflytjandi pólskra búsáhalda , íþróttavara, sjónvarpstækja, vekjaraklukkna o.fl., o. fl. Vinsamlega notið þetta tækifæri til að hitta fulltrúann frá fa. Univer- sal, sem að þessu sinni dvelst hér aðeins til vikuloka. Islenzk-Erlenda Verzlunarfélagið h.f. Tjarnargötu 18, sími 20400. G. PÉT. SEGIR í BRÉFI: „Tvisv ar á þessu ári hafa hlotizt slys af völdum manna, sem hafa farið gáleysisleg’a meff skotvopn. Báðir voru drukknir og skutu af hanða hófi, annar úr glugga eða svölun um lijá sér, hinn úr stýrishúsi eða brú á báti. Báðir þessir menn bafa veriff drukknir og borið drykkjuskapinn fyrir sig, sér til málsbóta eða afsökunar. Bifreiðar stjórinn, sem varff fyrir riffil- skotinu úr bátnum mun nú liggja af völdum skotsársins, en þarna munaði mjóu að brjálæðingurinn yrði fólki aff bana. Mér er sagt, að maðurinn sem skotið var ú í fyrra skiptið, en liann var stadd ur við skyldustörf sín í véltæki, sé alltaf veikur og vafamál, að hann muni ná sér aftur til fulls. ÉG VIL VEKJA ATHYGLI á því, að það nær ekki nokkurri átt að drykkjumenn liafi skotvopn undir höndum. Og ég vil einnig segja það, að ölæði er ekki hægt að taka sem afsökun fyrir ódæðis- verkið”. „Ég mætti í gær tveim félög- um á götu, sá geðslegri reri í mig um tíkall, sem honum bráðlægi á íyrir kaffi og vínarbrauði. Sem gamall verzlunarmaður fór ég auðvitað að prútta, bjóst jafnvel við að hann mundi .slaka til niður í fimm, sem hann sýndi mér, feng frá síðasta fórnar- lambi. En ekki aldeilis. Þetta var stabil sjáifstæðismaður. Og tí- kallinn fekk hann vegna þess, að hann gladdi mig með því að ég jr Skotiö í öiæði. ir Tveir menn hafa orðið fyrir slysi. ic Brennivínið og sjúkdómarnir. ic Opið á kvöidin. iiiiin iiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiii ætti eftir tólf gleðirík ár, og svo lofaði hann að gefa mé,r kaffi, þegar við hittumst hinumegin, hann nefndi ekki hvar. OG BLESSAÐ ÞJÓÐFÉLAGIÐ leggur ofurkapp á að selja tóbak og brennivín. Það er að hugsa um jólagleðina. Þó að það með því sé að hrinda ungmennum og ágæt um mannsefnum fram af bakk- anum, hugsa þeir góðu menn ekki um. Meira brennivín, meiri eymd, þá er öllu borgið. Og svo er hæfélagið og krabbinn með sín liappdrætti, til að bjarga fórnar- dýrum hámenningarinnar. s i m llll11111111111111111111111111IIIIlllllllllllllIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIVH en aðrir verkamenn. Mér finnsí þetta vera að fara 50—60 ár aftur í tímann. Þá sé ég konur Og menn steypast áfram örmagna af þreytu- Sjálfur hef ég sem verzl unarmaður reynt langar búðar- stöður, og lika hef ég reynt vinnu smákaupmanna. Ég held verka* menn og konur ættu að veita verzl unarfólki lið til að stytta búðar- vinnuna, en ekki lengja. Öll for* dæmi til ills eru hættuleg. Borg- arstjórinn ætti líka að vita, aS bæði smákaupmenn og verzlunar- fólg eru háttvirtir borgarar, rétt eins og betri borgararnir. Það er engin þörf fyrir kvöldsölu”! MEÐ GRÁTANDI TÁRUM var ég áðúr að skrifa til borgarráðs fyrir góðvin minn, smákaupmann. Hann biður allravirðingarfyllst um leyfi til að hafa opna sölubúð ina á kvöldin tij tíu og á sunnu- dögum. Hann er neyddur til þessa, því nágrannar hans eru að færa hann úr skyrtunni, taka við- skiptin frá honum. En ólukku verður nú Iangur vinnudagurinn hjá þessum einyrkja, og mikið leggur hann á sig fyrir náungann. ALLIR GRÁTA YFIR hvað menn verði að vinna lengi, og smákaupmenn vinna engu síður IScE 'M'. '/& 00 OD OD OD m mun geyma minningu hans um ókomin ár. Alþýðu flokkurinn og Alþýðublaðið þakka honum af heil um hug, það merka brautryðjenda-starf, sem hann vann og votta ástvinum hans samúð vegna fráfalls hans. Einangrunargler * Framleitt elnuugls flr flrrala flerl__B ár« ábyrg*. Pantlð tímanleg’a. 1 Korkiðian h.f- 1 Skúlagötu 57 — Símf 23200. 2 18. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.