Alþýðublaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 7
Á klossum Lcikfélag' Hafnarfjarðar: GESTIR í MIKLAGARÐI Sjónleikur í 4 þáttum eftir Ro- bert Neuner Leikstjóri: Guðjón Ingi Sig- urðsson Þýðing: Vilhjálmur Eyjólfsson ALÞÝÐLEG þýzk skemmtun- arviðleitni, oftsinnis einhvers konar gamansemi, mun njóta nokkurra vinsælda hér á landi, þýzkar kvikmyndir, dægurlög, líklega neðanmálssögur líka. Mér finnst nú fyrir mína parta þessar vinsældir nokkurn veginn óskiljanlegar. Þýzk gamanmál af þessu tagi eru allajafna beinlín- is kjánaleg, tilfinningasjúk, oft klúr, ævinlega gróígerð. Þetta er spaugsemi á klossum. Og oftast bætist svo þar á ofan venjuleg þýzk nákvæmni, eða smámuna- semi, í framsetningu sem stefnir að fullkominni „nýtingu” þessa nöturlega efniviðar. Það er hægt að kjósa sér ýmis hlutskipti betri en sæta þvílíkri „skemmtun”, — hvað þá þegar gamanmálin eru færð fram af vanefnum, í harla ófullkomnum ytra búnaði, svo sem á leiksýningu viðvan- inga. Leikur sá, sem Leikfélag Hafn- arfjarðar sýnir um þessar mund- ir, mun vera gerður eftir sam- nefndri skemmtisögu sem varð víst vinsæl með íslénzkum les- endum og kannski víðar. Einnig mun hafa verið gerð eftir henni kvikmynd og sýnd hér. Engan dóm skal ég leggja á söguna; en mikið má Robert Neuner verá klaufafenginn höfundur, ef hann spillir verkinu til muna. Gestir í Miklagarði bera sem sagt með sér flest tegundareinkenni þýzks skemmtivarnings, sem maður ætlar að hljóti að vera uppruna- leg: grunnfæran söguþráð, væmni, kjánaspaug, ytri og innri grófgerð. Sjálft söguéfnið er mannaskipti: milljónamaður einn fær þá flugu að leika fátækling og sætir náttúrlega hraklegri meðferð sem slíkur; fátæklingur er tekinn fyrir milljónamæring og meðhöndlaður eftir því. Eftir óhóflega teygða og togaða vafn- inga fer allt vel að lokum. Sá fátæki hreppir dóttur milljóna- mannsins og „fær stöðu” hjá tengdapabba; tengdapabbi, aum- ingja karlinn, eignast nú loks- ins annan vin en þjóninn sinh; hótelið þar sem þetta gerist reyn- ist í hans eigin eigu svo að dólg- arnir sem hrjá fátæklinginn, sjá sína sæng uppreidda. Úhú: þá hefur þetta staðið hátt á þriðja tíma. í leikskrá Leikfélags Hafnar- fjarðar segir að þetta verkefni hafi verið valið „fyrst og fremst til að gefa ungu fólki tækifæri til að leika.” Ýmsir sem taka þátt í sýningunni, munu koma fyrsta sinni fram á sviði. Um þetta fram tak er í sjálfu sér ekki nema gott að segja. En ætli Leikfélag Hversdagssögur Jakobína Sigurðardóttir: Púnktur á skökkum stað Heimskringla, ' Reykjavík 1964. 137 bls. ANZI er það gaman þegar bækur koma manni á óvart. Af einhverjum ástæðum, ég veit varla hvers vegna, átti ég Jnér ósköp lítils von af sögum Jakobínu Sigurðardóttur; kannski kom hún óvörum einmitt vegna þess, vakti undrun, ánægju. Ekki svo að skilja að í kveri Jak- obínu sé einhver nýmæli eða stór- mæli á ferðinni. Því fer fjarri. En hún iræður' alveg látlausum frá- sagnarhætti sem er hennar eigin, raunhæfri hversdagslýsingu — sem ekki er sérlega tíð með *r BÓKSALAR í Danmörku gefa árlega út myndarlega bókaskrá, þar sem greint er frá öllum út- komnum bókum á árinu, verði þeirra og innihaldi. Bókaskrá fyrir árið 1964 er einmitt nýlega útkomin og er gefin út í risa- stóru upplagi, 1.2 milljónum eintaka. mjögskrifandi skáldkonum okk- ar. Bezt held ég að saga sem nefnist Stella njóti þessarar raunsæisgáfu. Þetta er bragga- saga; þar greinir frá sjómanni, sem kemur heim til konu sinnar og barna; frá tveim manneskjum sem eiga hamingju sína saman, en farast stöðugt á mis í erfiði hversdagsins. Það liggur í aug- um uppi hversu auðgért væri að væma þvílíkt söguefni, en sú hætta steðjar alls ekki að Jakob- ínu. Sagan nýtur í senn hvers- dagsraunsæis hennar, auga fyrir smámunum daglegs lífs, og sál- fræðilegs næmis, innsýnar — sem alveg eflaust' gæti notnzt henni enn betur með nákvæmai'i, agaðri stíltökum. En eins og hún stendur á bókinni er þessi yfir- lætislausa saga sómi hennar, og beztur vitnisburður um hæfileik Jakobínu Sigurðardóttur. Aðrar sögur hennar lánast varla til jafns við þessa þó þær njóti flestallar sömu gáfu. Þessi blessaða þjóð og Ekki frá neinu að segja eru líklega alveg rétt- hugsaðar sögur, sömu gerðar og Stella, - en yfir „gamla fólkinu" í sögunum er einhver heilags- andahjúpur sem raskar hlutföll- um þeirra, truflar raunsýni höf- undar. „Aldamótakynslóð” er þetta fólk kallað í hátíðlegum ræð urh: bersýnilega á það fólk hjarta Jakobínu. Og Dómsorði hlýtt virðist vera of annt um að „segja sögu“ til að sálkönnun gamla bóndans, sem þar er greint frá, verði svo fullnuð sem efni virð- ast annars standa til. Punktur á skökkum stað, sem bókin hefur nafn sitt af, stingur á hinn bóg- Framhald á 13. síðu Hafnarfiarðar sér að lcika fyrir almenning, verður að ætlast til þess af forustumönnum félags- ins að þeir reyni að meta og gera upp við sig hverjum leik- kröftum þeir eigi á að skipta í félagi sínu og hver verkefni hæfi þessum leikendum bezt.. Sú grein- argerð virðist liafa brugðizt í þetta skiptið. Eina réttiæting þesSa leiks væri nógu leikin og útsmogin meðferð sem kynni að geta lífgað honum einhverja raunverulega gamansemi, — ef það dygði þá til. Það er engin von til þess að Leikfélag Hafnar- fjarðar ráði slíkum meðförum leiksins. Á liinn bóginn kynnu að finnast í hópi leikenda liæfi- leikaménn sem ættu skilið verk- efni sem gæfi þeim betra færi að njóta sín, gæfi þeim færi á heillavænlégu starfi. En Gestir i Miklagarði er bara ekki slíkt verkefni. í hópi leikenda í þessari sýn- ingu sker sig einn maður úr: Legorðssögur Guðmundur Frímann: SVARTÁRDALSSÓLIN Aimenna bókafélagið, Bóka- verzlun Sigfúsar Eymunds- sonar - (Reykjavík fl964). 174 bls. Guðmundur Frímann er mikill áhugamaður um kynferðismál. Brjóst, lendar og læ,r kvenna eru honum hugleikin umtalsefni og tungutöm. Honum virðist þykja það söguefni út af fyrir sig að strákur liggi með stelpu. Venju- lega verða þó einhver voveifleg atvik, helzt mannskaðar, í sam- bandi við legorðið, svo sem' til áherzlu: manndráp, sjálfsmorð, hrap fyrir björg, drukknanir. Það kann að vaka fyrir Gúðmundi að bótt svndin sé að vísu sæt, — þá Sverrir Guðmundsson sem leikur Seidelbast þjón. Sverrir hefur bersýnilega til að bera uppruna- lega skopgáfu sem líklegt er að notist honum betur í skemmti- legri viðfangsefnum. Annars eru þátttakendur í þessari sýningu 16 talsins, og má að sjálfsögðu greina allmikínn mun þess Framh. á bls. ÍO ★ 'Hinn 24. nóv. síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu málar ans Touíouse t.autrec. Lautrec lézt 37 ára gamall 1901. Þessa kunna málara og sérkennilega persónuleika var minnzt um þess ar mundir í blöðum og sjónvarpi víða unt heim. sé þó dauðinn alla daga laun hennar. En engan véginn tekst honum að gera þessari frómlegu hugmynd nein listræn skil í sög- um sínum. Af tíu sögum í bók Guðmundar Frímanns eru víst einar sex ein- dregið af þessum toga, eintóm uppmálun kynferðisatvika, sjálfra þeirra einna vegna. Það er al- kunna 'að Guðmundur er sæmi- legt ljóðskáld þar sem honum tekst uppj ástalífsáhuginn nýtist honum stundum dável í lj'óðrænni kveðandi; ljóðin njóta líka nátt- úruskyns Guðmundar. En sögurn ar hafa engin not þessarar ljóð- rænu gáfu: stílviðleitni þeirra tognar í endalaust' málskraf, — dirfskutilburðirnir verðá bara klúrir Það nægir að líta á fyrstu söguna i bókinni til sanninda- merkis, Svartárdalssólina. Þar er sagt af Konna og Ðommu og Jörd; sá fyrrnefndj e.r miðaldra náttúru leysingi og á Dommu; hún og Jöri eru þar á móti bæði ung og frjó. Núnú, Domma vekur mun- aðardrauma alira stráka í sveit- inni; henni þ.vkir gaman að dansa þó Konni sofi heima; ekki eign- ast þau barn; svo kemur Jöri; Framhald á 13. síðu ;; ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. nóv. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.