BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 11

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 11
sofna út af á ferðalögum eða eru mikið á fart- inni í bílnum. í Svíþjóð er nú þegar búið að lögleiða bíl- beltanotkun í aftursætum bifreiða - enda Svíar þekktir fyrir sitt sænska öryggi. Það ætti ekki að mæta mikili mótstöðu að koma þessu í gegnum Alþingi, þar sem almennings- álitið er nú þegar orðið fylgjandi bílbelta- notkun í aftursætum. Það sýnir glögglega könnun, sem gerð var á vegum Umferðarrráðs 1986 og aftur á þessu ári. Fyrir tveim árum var bílbeltanotkun í aftursætum bifreiða 4,5% en núna, 1988, var bílbeltanotkun kom- in upp í 44,5%. Gerist það án þess að það sé hvatt til þess neitt af hálfu hins opinbera eða með miklum áróðri. Heldur er hér um álit fólks að ræða, að þetta sé vörn gegn slysum, sem sjálfsagt sé fyrir hvern mann að nota, sé um belti að ræða í aftursætum bílsins á annað borð. Jafnframt má minna á niðurstöður rann- sókna á bílslysum frá árinu 1987 þar sem barnabílstólar höfðu verið notaðir eða börn voru í bílbeltum. Þar kom glögglega í ljós, að ekkert þeirra barna, sem slösuðust við óhöpp notaði öryggisútbúnað. Þau voru laus í bílun- um og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. BFÖ-blaðið hvetur því foreldra eindregið til þess að venja börnin strax við bílbeltanotkun og láta þar ekki undan grenji til að byrja með, þar sem hægt og rólega ætti að vera gerlegt að sýna þeim fram á gildi notkunar bílbelta. Og ef þau trúa ekki afleiðingum bílslysa, þá að fara með þau á sjúkrastofnanir, þar sem fórn- arlömb bílslysa eru til staðar eða þá í kirkju- garðinn. Tryggingafélagið Ábyrgð hf. er sporum á undan öðrum tryggingafélögum í landinu varðandi bætur fyrir þá, sem eru í bílbeltum í aftursætinu. Greiða þeir 400 þúsund krónur í bætur umfram skyldutryggingu við algera örorku og 200 þúsund í dánarbætur umfram skyldutryggingu. Önnur tryggingafélög eru ekki með neinar sérstakar aukabætur fyrir þá, sem eru í beltum í aftursætinu. Þar með hvetja þeir hjá Ábyrgð fólk til þess að nota bíl- belti frekar og ganga þannig á undan með góðu fordæmi. Ætti það að vera metnaðarmál hinna tryggingafélaganna að feta í fótspor Ábyrgðarmanna og á þann veg að hvetja til meira öryggis í umferðinni heldur en ella væri. -pþ. Árni Einarsson: Stefnuleysi stendur forvarnarstarfi í áfengismálum fyrir þrifum Undanfarna mánuði hafa þverbrestir í for- varnarstarfi í fíkniefnamálum hér á landi verið að koma í ljós. Umrætt forvarnarstarf hefur fyrst og fremst verið í formi almennra upplýsinga um fíkniefni, gerð þeirra og áhrif á neytendur þeirra og samfélagið sem þeir búa í. Trú manna er sú að á grundvelli slíkra upp- lýsinga taki fólk afstöðu og breyti á þann hátt að heillavænlegast sé fyrir það sjálft og sam- félagið, m.ö.o. vegi og meti kosti og galla hlut- anna og láti útkomuna ráða gerðum sínum. Upplýsingar um fíkniefni, þ.m.t. áfengi, eru allar á einn veg. Áfengi veldur miklu tjóni og afleiðingar neyslu þess meðal helstu heil- brigðisvandamála vestrænna þjóða. Því er eðlilegt að álykta sem svo að ef við viljum draga úr þessum vandamálum sé nauðsynlegt að fólk dragi úr eða hætti alveg áfengisneyslu. Vanmáttur upplýsinga af þessu tagi kom skýrt í ljós við afgreiðslu bjórfrumvarpsins á Alþingi sl. vor er meirihluti alþingismanna, þ.m.t. ráðherra heilbrigðismála, samþykkti það sem lög. Þetta gera þeir þrátt fyrir að allar upplýsingar sem fyrir liggja um reynslu ann- arra þjóða af sölu áfengs bjórs bentu til að sala á bjór yki hér heildarneyslu áfengis og sam- fara því vandamáli sem henni fylgja - nema menn vilji halda því fram að hægt sé að draga úr vandamálunum með því að auka neysluna. Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með bjórnum hafa þó sagt að vita- skuld verði að koma í veg fyrir að áfengis- neysla aukist hér. Árni Einarsson er ritari Samvinnunefndar bindindismanna

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.