BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 3
Árni Gunnarsson: Bjórinn og bíllinn í mars á næsta ári ganga í gildi hér á landi ný lög um sölu á sterkum bjór. Þessi áfengis- tegund mun að líkindum breyta mjög drykkjuvenjum og drykkjusiðum íslendinga. í byrjun mun áfengisneysla aukast til muna, og til lengri tíma litið eykst heildarneysla áfengis. Flestir fræðimenn telja bjór „lúmskustu“ tegund áfengis, sem neytt er. Ástæðurnar eru margvíslegar. Margir telja eðlismun á því, að fá sér einn bjór fremur en blöndu af sterku áfengi. Neyslutíðnin eykst svo og sídrykkja. Þá er sú barnalega kenning landlæg, að bjór sé ekki áfengi, miklu heldur svaladrykkur. Bjórdrykkjan mun koma víða fram í dag- legu lífi einstaklinganna. Því má slá föstu, að ölvunarakstur aukist til muna. Þar ræður mestu sú skoðun, að einn eða tveir bjórar skaði ekki og dragi ekki úr aksturshæfni manna. Þessi bábilja og sjálfsblekking er þekkt fyrirbæri frá bjórdrykkjulöndum, þar sem ölvunarakstur er margfalt meiri en hér. Löggjafarvaldið verður þegar í stað að bregðast við þessari hættu með því að herða ákvæði umferðarlaga um vínandamagn í blóði. Þá verður framkvæmdavaldið að leggja upp í fræðsluherferð til að gera almenningi grein fyrir áhrifum og hættum bjórneyslu. Ástæða aðgerða er því meiri, þegar þess er gætt, að óvíða í heiminum er „þílismi“ meiri en á íslandi. Nauðsynlegt er að setja lög, sem taka af all- an vafa um það hvenær menn mega aka bif- reið eftir að hafa neytt áfengis, hvort sem það er bjór, létt vín eða sterkir drykkir. Eðlilegast Forsíðumyndin var tekin á Lækjartorgi í Reykjavík 12. nóvem- ber s.l. þegar þúsundir borgarbúa mættu á útifund eftir hóp- göngu frá Hlemmi í þeim tilgangi að berjast gegn slysum í umferðinni. Nemendur í skólum borgarinnar höfðu teiknað kröfuspjöld sem mörg voru mjög frumleg. Nokkur dæmi skulu hér nefnd: Bíllinn er betri bensínlaus. Ökum hægar - lifum lengur. Umferðin er stundum óð, en ætti alltaf að vera góð. Gangandi og akandi, verum vakandi. Minni hraði, enginn skaði. Við viljum lifa. En einlægasta kröfuspjaldið bar ungur drengur. Á því stóð: „Ekki keira hart“. væri að breyta 45. grein umferðarlaganna, sem íjallar um ölvunarakstur, í þá veru, að vínandamagn í blóði megi ekkert vera, eða nánast ekkert. Með slík lög í huga, þyrfti eng- inn að fara í grafgötur með það hvenær hann eða hún megi aka bíl og hvenær ekki. Ætla má, að margir myndu fagna slíkri löggjöf. Hún er afdráttarlaus, og myndi koma í veg fyrir slys, tjón og harmleiki. Nóg er samt. Árni Gunnarsson er alþingis- maðurfyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. BFÖ-blaðið • 4/1988 Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5,108 Reykjavík, sími 83533. Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. og áb.m.), Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson. Myndir: Átak gegn áfengi (bls. 14), Jónas Ragnarsson (bls. 1, 3, 7, 9, 13), Norska áfengisvarnaráðið (bls. 11) og Portúgalska heilbrigðisráðuneytið (bls. 4). Prentun: GuðjónÓ hf. Upplag: 3.500 eintök DcSOubcr 1988

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.