BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 10
10 andi umferðar og flokkun gatna eftir hlut- verki þeirra fylgt. Tengibrautir munu liggja utan um skólahverfi og gert er ráð fyrir að aðalstígakerfið verði aðgreint frá tengi- brautakerfinu með undirgöngum. íbúðar- götur eða húsagötur verða tiltölulega stuttar botngötur með lítilli og hægri umferð. Safn- götur verða að sjálfsögðu lengri og með meiri umferð, en þær verða botngötur, þannig að ekki verður unnt að aka í gegnum íbúðar- hverfi eftir safngötum. í stuttu máli verður gatnaskipulagið svipað og í Fossvogshverfi. Börn á leið í og úr skóla þurfa ekki að fara yfir umferðargötur. Hraðahindranir eru nánast óþarfar. Lokaorð Af ofangreindu má vera ljóst að töluvert er og verður gert af hálfu borgaryfirvalda til að auka umferðaröryggi enda ekki vanþörf á. Undirritaður er bjartsýnn á að væntanlegar úrbætur í skipulagi umferðar og lagfæringar á gatnakerfi muni þegar á næstu árum leiða til þess að okkur takist að snúa þessari óheillaþróun við. SEKTIR fyrir nokkur u mf erða rlagabrot: Lögreglan og Umferðarráö vilja vekja athygli á nokkrum neðangreindum sektarfjárhæðum, sem eru samkvæmt leiðbeiningum ríkissak- sóknara til lögreglustjóra frá 24. febrúar 1988. Akstur gegn rauðu Ijósi 4.000 kr. Stöðvunarskyldubrot 4.000 kr. Ekið gegn einstefnu 2.000 kr. Beygjubann brotið Breytt akstursstefna án 2.000 kr. stefnumerkis 1.000 kr. Lögboðin ökuljós ekki kveikt 1.000 kr. Öryggisbelti ekki notuð 1.000 kr. ökuskírteini ekki meðferðis 1.000 kr. Vanrækt að tilkynna eigendaskipti Vanrækt að færa ökutæki til 1.000 kr. skoðunar 3.000 kr. Fólksbifreið ekið hraðar en leyfilegt er: t.d. 11-20 kilómetrum 3.000 kr. 21-30 kílómetrum 4.000 kr. 31-40 kílómetrum 6.000 kr. Alvarlegri og ítrekuð brot sæta dómsmeðferð. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! 0 Lögreote yUMFERÐAR Ölvunarakstur Á þriðja þúsund manns eru kærðir á ári fyr- ir ölvunarakstur hér á landi og því eðlilegt, að menn hugi að forvörnum í því sambandi. Er ljóst, að ekki nema lítið brot af drukknum ökumönnum næst. í nýlegri könnun á Akur- eyri kom í ljós, að fjórðungur ungmenna, sem spurð voru höfðu verið í bíl þar sem bílstjórinn hafði verið undir áhrifum áfengis. Er þetta miklu hærra hlutfall heldur en áður var talið og því alls ekki nóg að gert til að koma í veg fyrir, að ölvaðir menn aki bifreiðum sínum eða annarra. Þegar þyngd refsingar er ákveðin er byggt á mælingum á vínandamagni í blóði. Er talað um neðri mörk sem 0,63 prómill. Er byrjað að svipta menn þar ökuleyfi frá einum og upp í 6 mánuði og sektað um 10 þúsund krónur. Við efri mörk, sem eru 1,33 prómill er refsing þyngd verulega eða árssvipting og 20 þúsund króna sekt. Sektarákvæðin hafa verið lengi hin sömu, en líklegt er að sektir eigi eftir að hækka á næstunni við endurskoðun á upp- hæðum þeirra. Er hér miðað við fyrsta brot. Ef um ítrekað brot er að ræða þyngist refsingin til muna og kemur þá til varðhald eða fangelsi og stighækkandi sektir, sem dómarar ákveða hverju sinni eftir aðstæðum. Þeir, sem aka ítrekað ölvaðir, missa öku- leyfið í tvö ár við annað brot ef áfengismagnið er við neðri mörkin og þrjú ár við annað brot ef verið er í efri mörkum. Yfirleitt lýkur fyrsta máli með dómssátt, þar sem viðkomandi ökumanni er boðin ákveðin niðurstaða, sem flestir sætta sig við um leið og þeir mæta. Ef hins vegar er um slys að ræða, byggist refsing á mati en ekki neinni fyrir fram gerðri formúlu. Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að láta samræma refsingu á milli umdæma, þannig að ekki væru mikil frávik frá einu umdæminu til hins næsta. Viðmælendur, sem rætt var við og annast þessi mál innan dómskerfisins og lögreglu sögðu, að yfir 95% þeirra, sem teknir heíðu verið, væru sér meðvitaðir um afbrot sitt, og væru þess vegna ekki að reyna að þræta við menn líkt og stundum gerist við hraðaksturs- brot. Almenningsálitið er neikvætt í þessu

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.