BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10
10 og forræðis ríkisins hins vegar sem er ekki einföld til lausnar. Þú hefur nefnt breytingar á verðlagningu áfengis. Væri ekki hægt að beita verðstýringu í ríkara mæli efáfengi og tóbak væri ekki í vísi- tölunni? Ef um það myndaðist þjóðfélagsleg sam- staða þá hef ég ekkert á móti því að áfengi og tóbak yrði tekið út úr vísitölu sem tengd er kaupi eða lánskjörum. Tollfrjáls sala á áfengi og tóbaki virðist vera á undanhaldi íEvrópu. Hvaðer aðgerast hér? Við höfum lagt á það áherslu að sölu á bjór verði hætt í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Ég hef hins vegar ekki velt fyrir mér neinni stefnumótun varðandi almenn fríhafnarvið- skipti. Finnst þér rétt að setja viðvörunarmerking- ar á bjórdósir, eins og rætt hefur verið um? Ég hef ekki tekið afstöðu til þess. Mér finnst ekki efnisleg rök til þess að hafa þær á bjórdós- um en ekki á rauðvíni og hvítvíni eða á sterk- um drykkjum. Ef ég ætti að velja myndi ég byrja á sterku drykkjunum. Árni Einarsson: Eru viðhorf til neyslu áfengis að breytast? Dagana 13.-17. janúar 1989 gerði Gallup á íslandi símakönnun fyrir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og „Nefnd um átak í áfengisvörnum“ á neyslu áfengis og afstöðu íslendinga til nokkurra þátta áfengismála. Tilgangur könnunarinnar var að meta nokkra þætti áfengismála áður en lög sem heimila sölu bjórs í landinu tóku gildi, til að auðvelda mat á því hvaða áhrif bjórinn hefur á þessa þætti. Könnunin verður endurtekin síð- ar á þessu ári eða í byrjun næsta árs í því skyni. Könnunin náði til alls landsins og var valið úrtak úr aldurshópunum 15-70 ára. Margar niðurstöður eru athyglisverðar og er drepið á nokkrar þeirra hér á eftir. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur mælst til þess að dregið verði úr áfengisneyslu um fjórð- ung til næstu aldamóta. Hvernig líst þér á þá stefnu? Vel. Ég hef kynnst þjóðfélagsháttum og jafnvel fagnaðarsamkomum og virðulegum veisluhöldum og hátíðum í fjarlægum löndum þar sem menn eru gjörsamlega án áfengis. Þegar Indverjar taka á móti erlendum þjóð- höfðingjum bjóða þeir oft eingöngu vatn með mat, enda segja þeir að vatnið sé lífgjafi þjóð- arinnar. Ég á auðvelt með að gera mér í hugarlund samfélag án áfengis, og ef til vill þróast sam- félag okkar smátt og smátt í þá átt. Sem dæmi má nefna að upp úr síðustu aldamótum tóku menn tóbak í vörina og ekki var til sú kirkja sem ekki hafði spýtubakka fyrir kirkjugesti. Nú er það talinn dónaskapur að reykja á heimilum eða vinnustöðum án þess að spyrja um leyfi. Viðhorf til áfengis er einnig að breytast, en erfitt er að segja hve hratt það gengur. jr./há./srj. Fækkar þeim sem neyta áfengis? Athygli vekur að áfengisneytendur teljast nokkru færri í þessari könnun en í könnunum Geðdeildar Landspítalans 1984 og Hagvangs 1985 (1). Árið 1984 var hlutfall áfengisneyt- enda meðal 20-59 ára fólks 87%, 85% árið 1985 en 82% í Gallup-könnuninni. Hafa verð- ur í huga að framkvæmd kannanna og úrtaks- stærð er mismunandi og kann það að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Það verður því fróð- legt að sjá niðurstöður könnunar Geðdeildar- innar sem gerð var í lok síðasta árs. Þá verður ljósara hvort neytendum áfengis fer raun- Árni Einarsson er ritari Nefndar um átak í áfengisvörnum.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.