BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 8
Heilbrigt líf - án áfengis Lífsstíll margra þekktra íslendinga í könnunum hefur komið fram að um fimmtungur fullorðinna segist ekki nota áfengi, eða allt að 35 þúsund manns. Aðeins lítill hluti þessa hóps er í bindindisfé- lögum. Ritnefnd BFÖ-blaðsins fannst ástæða til að vekja athygli les- enda á þekktum íslendingum, sem velja heilbrigt líf án áfengis. Við lögðum tvær spurningar fyrir þetta fólk og birtum svörin í þessu blaði og þeim næstu. 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnstþér brýnast aðgera í áfengisvörnum? Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Stjórnunar- félagsins og borgarfulltrúi: 1. Ég hef komið því svo fyrir að tryggt er að ég verð ekki í hópi þeirra íjölmörgu íslendinga sem munu eyðileggja mismunandi mörg ár af lífi sínu, eða fjölga mistökum sínum, vegna misnotk- unar á áfengi. Lausnin var fólgin í máltækinu og stjórnunartækn- inni: „í upphafi skyldi endirinn skoða.“ Til þess var aðeins ein trygg leið, ég nota ekki áfengi. Ég hef löngun til að vakna alla morgna eins allsgáður og upplag mitt gefur tilefni til - sofna alls- gáður - og nýt hverrar mínútu í svefni sem vöku. 2. Menn verða að fá að velja sér lífsstíl sjálfir. Sá sem hafnar áfengi á að gera það vegna þess að hann velur það. Fræðsla og upp- lýsingar um áfengisvandann og þá staðreynd að maður nýtur lífs- ins best allsgáður eru bestu áfengisvarnirnar. Menn þurfa að öðlast skilning á því hvernig þeir áorka mun meiru en t.d. sá sem kíkir í glas um hverja helgi, reyn- ast betri uppalendur barna sinna, betri fjölskyldumenn, traustari vinir og sannari sjálfum sér. Þá munu menn einfaldlega hafna þessum vökva. Elfa-Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis- útvarpsi ns/útvarps: 1-2. Ég neyti ekki áfengis. Mikið vantar á að jafnrétti ríki milli þeirra, sem þess neyta og okkar hinna, sem ekki gerum það. Rætur hefðarinnar standa djúpt og afstaðan gagnvart áfengis- neyslu er mjög skýr. Hún er ein- faldlega sú að hið eðlilega atferli sé að neyta áfengis og þeir, sem það gera ekki, eru stöðugt í vörn. Þetta er án vafa ein af ástæðunum fyrir því að áfengisneysla er svo útbreidd. Það er ekki auðvelt að synda á móti straumnum. Mig langar að taka sem dæmi veitingar í móttökum ýmiss konar. Miklu fé er eytt í áfengis- kaup og virðist metnaður gest- gjafanna beinast fyrst og fremst að því að áfengisneytendum sé veitt sem best þjónusta. Öðru máli gegnir þjónustan við þá gesti, sem ekki neyta áfengra drykkja. Þar er hugmyndaflugið af mjög skornum skammti og stundum gleymast þessir gestir alveg. Þegar þeir gleymast ekki, er oftast kók eða djús á bakkanum. Kók er dísætur drykkur. Djús er hversdagsdrykkur. Það er því engin tilbreyting að fá slíkt við hátíðleg tækifæri, þegar aðrir njóta fjölbreyttra drykkjarfanga. Ég mæli með að úr þessu verði bætt. Æskilegt er að veittir séu góðir ávaxtadrykkir og óáfengar víntegundir. Þessa drykki á að bera fram í fallegum glösum, því glösin eru hluti ánægjunnar. Þörf er á hugarfarsbreytingu hjá okkur öllum. Við sem vímu- laus erum eigum að gera meiri kröfur. Við þegjum alltafrétt eins og var með reykingarnar fyrir nokkrum árum. Við eigum að

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.