BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 6
Fleygar setningar ur tjonaskyrslum • Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl sem var að koma úr hinni áttinni. • Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til ég hafði stungið höfðinu út um hann. • Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hatt- inn komst ég að því að ég var höfuð- kúpubrotinn. • Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf. • Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann. • Ég var búinn að keyra í 40 ár þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slys- inu. • Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann. • Ég var á leiðinni til læknis þegar púst- rörið datt aftur úr mér. • Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði á símastaurinn. • Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera. • Það bakkaði trukkur í gegnum rúð- una á mér og beint í andlitið á kon- unni. • Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann. • Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út á veg- inn hinum megin. Púlsinn, fréttablað Ríkisspítalanna, júlt 1989. Árni Einarsson: Agi og ábyrgð Á hverju ári eru u.þ.b. 2.500 ökumenn sviptir ökuréttindum vegna ölvunar við akstur. Af þeim er meira en helmingur með vínandamagn yfir 1,2 prómill í blóði og algjör- lega ófærir um að stjórna bíl. Um þá hættu sem þessir ökumenn búa sér og öðrum vegfarendum þarf ekki að fjölyrða. Öllum má vera ljóst hvað í húfi er og hver nauðsyn er á að koma í veg fyrir ölvunarakst- ur og auka þannig öryggi í umferðinni. Líklega á það ábyrgðarleysi að stofna sjálf- um sér og öðrum í lífshættu á þennan hátt sér fáa formælendur og erfitt er að ætla þessum ökumönnum að þeir setjist ölvaðir undir stýri með þann ásetning að hætta eigin og/eða ann- arra lífi og limum. En hvað veldur? Hvernig stendur á þessari háu tölu þrátt fyrir umtals- verðan áróður gegn ölvunarakstri? Væntan- lega er einnig eitthvað fjallað um áhrif áfeng- is á ökuhæfni í ökunáminu og verður því að gera ráð fyrir að öllum sem hafa ökupróf sé ljóst hvað um er að ræða. Til að geta svarað spurningunum hér á und-

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.