BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 10
10 Heilbrigt líf - án áfengis, 5. hluti: Átaks er þörf Hér birtast síðustu sextán svör- in við spurningum um bindindi og áfengisvarnir. Þá hafa 60 karlar og konur tjáð sig um þessi mikil- vægu mál. í næsta blaði verður tekið saman það helsta sem fram hefur komið. Spurt er: 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnst þér brýnast að gera í áfengisvörnum? Arndís B. Jóhannesdóttir, skrifstofustúlka: 1. Afstaða mín til áfengis er sú að öl er böl. 2. Byrja verður forvarnir á heim- ilunum. Foreldrar verða að gefa sér tíma fyrir börnin sín og eiga með þeim sameiginleg áhugamál, sem tengir þau saman. Þannig eru þeir í beinu sambandi við börnin og geta fylgst með hvert þau fara. Ásmundur Magnússon, heilsugæslulæknir og forstöðumaður Orðs lífsins: 1. Áfengisofnotkun okkar íslend- inga er eitt mesta þjóðfélagsböl okkar. Segja má að ofnotkunin sé tvíþætt. Annars vegar að sá sem drekkur veldur sjálfum sér skaða. Á ég þar við líkamlega og sálræna sjúkdóma af jafnri reglulegri neyslu áfengis. Þessi tegund of- neyslu hefur stóraukist með til- komu bjórsins sl. vor, ogjafnframt heildarneysla áfengis, eins og hver hugsandi maður sá fyrir. Hins vegar að ofnoktunin kemur ekki aðeins niður á þeim drykk- fellda heldur öllu hans umhverfi. Þegar ofneysla áfengisins nær hægt og bítandi öllum yfirráðum og bitnar á fjölskyldu, menntun, atvinnu o.s.frv. Það, sem ræður þessari afstöðu minni er hversu oft og alvarlega ég rek mig á þetta böl í starfi mínu sem læknir og forstöðumaður kristilegs starfs. 2. Svarið er tvímælalaust aukið forvarnarstarf. Það sem upphaf- lega olli því, að ég lét vera að nota áfengi var andi þess kristilega félagsskapar, sem ég eyddi frí- tíma mínum í sem unglingur. Það forvarnarstarf sem felst í því að maður kemst til lifandi trúar á Jesú Krist er öflugast. Leiðin sem á að fara er stóraukið kristilegt starf meðal barna og ungs fólks, auk fræðslu í miklu ríkara mæli gegnum bindindissamtök og í grunnskólum. Fjármagn til styrktar þessu skal taka af „tekj- um“ ríkisins af ÁTVR. Verður þá ekki halli á íjárlögum? Ef nógu miklu fé verður varið snertir þetta e.t.v. eitthvað tekjur ríkis- ins í örfá ár. (Því mætti mæta með verðhækkun áfengis). En þegar fram í sækir sparast gífurlegt fjármagn vegna minna vinnutaps og minni útgjalda til heilbrigðis- og félagsmála. Sameinumst um þessa heilsu- gæslu! Ásthildur Ólafsdóttir, skólaritari: 1. Ég er alin upp á bindindis- heimili og hefur það án efa haft sín áhrif. Þar að auki hef ég aldrei haft neina þörf fyrir áfengi og mér finnst ókostir þess miklu meiri heldur en kostirnir. Mér finnst sú dýrkun á áfengi og áfengisneyslu, sem viðgengist hefur hér á landi um langan tíma, vera fáránleg. 2. Það sem er brýnast er að breyta hugsunarhætti fólks til áfengis og þess, að ekki sé hægt að skemmta sér án áfengis. En það gerist ekki af sjálfu sér og tískan er áhrifamikil. Ráðamenn þjóðar- innar, sem tala á stundum mikið um heilbrigði og hollustu og

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.