BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 10
Því lengur sem menn fresta þvi að hefja áfengisneyslu því betra - segirTómas Helgason prófessor Einn þeirra sem haft hefur ýmsar hliðar áfengismála á sinni könnu í starfi sínu er Tómas Helgason yfirlæknir geðdeildar Land- spítalans. Hefur hann ásamt samstarfs- mönnum rannsakað ýmislegt varðandi áfeng- isneyslu og heilsufar og er því ekki úr vegi að BFÖ-blaðið heimsæki Tómas í tilefni þeirrar tillögu sem fram hefur komið á Alþingi að lækka viðmiðunarmörk á áfengi í blóði öku- manna. Hvað fmnst honum um breytingar á þessum mörkum: Hugmynd eins og þessi hefur verið til um- Qöllunar hjá nágrannaþjóðum og nú síðast Svíum. Þar í landi vildu menn ganga hreint til verks og leyfa ekkert alkóhól í blóði. Niður- staðan varð þó sú að ákveðið var að áfengis- magn í blóði mætti ekki fara fram úr 0.2 prómill. Misskilningur Núgildandi mörk hérlendis eru 0.5 prómill eins og kunnugt er og segja má að það bjóði heim hugleiðingum um að það sé allt í lagi að aka eftir eitt eða tvö léttvínsglös og að þeir muni sleppa jafnvel þótt þeir verði teknir grunaðir. Það er hins vegar á algjörum mis- skilningi byggt því bæði er að menn brenna áfengi mishratt og það fer eftir atvikum hverju sinni hversu hratt það frásogast úr meltingarfærunum út í blóðið. Mér finnst raunar ekki rétt að tala um 0.20 eða 0.25 prómill og það væri miklu nær að ganga lengra og ákveða að ekkert áfengis- magn megi mælast í blóði ökumanna. Vand- inn við það er hins vegar tæknilegs eðlis, nefnilega sá að mjög erfitt er að mæla svo öruggt sé ef mörkin eru 0, þá má engin skekkja vera í mælingunni og þess konar mæling er mjög dýr í framkvæmd. Meðal ann- ars af þessum sökum er kannski ekki hægt að fara neðar en 0.25 prómill. Huað með mótbárur eins og að menn megi þá ekki ganga til altaris eða geti ekki neytt ákueð- inna lyfja? Það er alveg tilhæfulaust. Þegar menn ganga til altaris eru þeir ekki að neyta víns heldur fá kannski sem svarar matskeið af messuvíni sem er létt og jafnvel þynnt þannig að það getur ekki haft nein áhrif. Lyfin hafa ekki áhrif á hve mikið áfengismagn finnst í blóði en ef menn þurfa að neyta lyíja sem slæva dómgreind er þeim beinlínis bannað af læknum að aka vélknúnu ökutæki og að því leyti gildir það sama um þau og neyslu áfengis - menn geta ekki ekið bíl undir þessum kring- umstæðum. En á huerju byggir Tómas rök sín þegar hann segir að engin áfengismörk skuli leyfa í blóði ökumanna? Ef eitthvert tiltekið magn af áfengi er leyfi- legt í blóði ökumanna er hætt við, að margir taki ákveðna áhættu og aki bíl eftir að hafa neytt áfengis. Menn vita aldrei nákvæmlega hversu mikið áfengi þeir hafa drukkið og hafa alltaf tilhneigingu til að áætla að neyslan sé minni en hún er í raun. Utreikningar þeirra eru yfirleitt rangir og séu þeir teknir mælast þeir yfir mörkum. Þetta á sérstaklega við ef menn neyta áfengis heima við — þá er neyslan meiri en í mældum skömmtum á veitingahúsi og menn vita ekki gjörla hversu mikið þeir hafa drukkið. Þetta byggi ég á niðurstöðum kann- ana okkar. Það hefur margoft komið fram að fólk telur sig neyta ákveðins magns áfengis en þær tölur eru bara ekki í samræmi við sölu- tölurnar. Yfirleitt telur fólk sig neyta aðeins um helmings þess sem selt er og ekki er það sem á vantar geymt einhvers staðar! Menn neyta þess, það er mannleg tilhneiging að fegra þessa mynd.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.