BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 14
Ábendingar frá lögreglunni Óhöpp og tjónstilkynningar Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að það kalli lögreglu á vettvang í þeim tilvikum er mikið eignatjón verður og óökufær ökutæki teppa umferð um veg eða götu, þar sem um gróf umferðarlagabrot er að ræða, s.s. akstur gegn rauðu ljósi, brot á stöðvunarskyldu, vegna langra hemlafara, þegar útlendingar eiga hlut að máli, þegar ökumaður á vett- vangi getur ekki sýnt fram á með ökuskírteini að hann hafi ökuréttindi og þegar grunur er um að ökumaður sé undir áhrifum áfengis. í öðrum tilvikum á að vera nægilegt að fólk, sem lent hefur í óhöppum, fylli út tjónstil- kynningareyðublöð tryggingarfélaganna, án afskipta lögreglu. Eyðublöðin eru einföld og aðgengileg. Ökumennirnir fylla í sameiningu út framhliðina, gera afstöðumynd og votta síðan hvor (eðá hver) um sig með undirskrift að upplýsingarnar, sem þar koma fram, séu réttar. Ökumennirnir taka síðan hvor sitt ein- tak. Að því búnu fyllir hvor út bakhliðina og kemur þar að þeim upplýsingum, sem hann telur að máli skipti varðandi aðdraganda óhappsins. Eyðublöðunum er síðan komið til viðkomandi tryggingafélaga. Nokkuð hefur borið á að fólk hafi ekki eyðu- blöðin í ökutækjum sínum, treysti sér ein- hverra hluta vegna ekki til að nota þau eða telji sig þurfa utanaðkomandi aðila, lögreglu, til þess að rita skýrslu um málavexti. Lögreglan ritar niður upplýsingar eftir frá- sögnum ökumanna til þess að geta gert skýrslu um málavexti. Þá dregur hún upp afstöðu ökutækjanna eins og þau eru eftir óhappið. Þetta ætti flest fólk að geta gert sjálft á eyðublað tryggingafélaganna. Lögreglan skorast ekki undan aðstoð við fólk, sem telur sínum málum betur komið með tilhlutan lög- reglu. Hins vegar er rétt að hvetja fólk til þess að kynna sér vel notkunarmöguleika eyðu- blaðanna og gera sér grein fyrir tilgangi þeirra. Ákjósanlegast er að enginn þurfi að nota eyðublöðin, en það geta þeir einir, sem komast hjá óhöppum. Átta ástæður fyrir því að unglingar drekka og gildi fordæmisins Eftirfarandi ástæður m. a. leiða til misnotk- unar unglinga á víni. 1. Líffræðileg áhætta: Hugmynd manna um erfðafræðilega ástæðu fyrir áfengis- neyslu hefur styrkst undanfarið, þar sem margar niðurstöður rannsókna benda til slíks. Unglingar í líffræðilegum áhættu- flokki verða mun íljótar áhangendur vínsins. 2. Lélegt aðhald: Foreldrar, sem eru sjaldan með börnum sínum, eiga á hættu, að lítil tengsl við unglingana leiði til þess að ung- lingarnir verði um of sjálfala, og lendi þess vegna í slæmum félagsskap, sem leiði til misnotkunar á vímugjöfum. 3. Hegðun foreldra: Börn, sem sjá foreldra sína ekki öðruvísi en með vín, þegar þeir skemmta sér, tileinka sér þá hegðun, og telja, að það sé hluti af skemmtuninni að hafa vín alltaf um hönd. 4. Erfiðleikar í lífinu: Dauðsfall, skilnaður, flutningur eða fjölskylduvandamál hafa lík áhrif á unga sem aldna. Að drekka sig frá erfiðleikunum er hættuleg hækja. 5. Þrýstingur frá félögum: Unglingi, sem er í félagsskap, þar sem áfengi er haft um hönd, er fimm sinnum hættara við að verða því að bráð, heldur en þeim, sem er í félags- skap, þar sem áfengi er ekki notað. 6. Drykkja, sem hefst snemma: Þetta er ein af helstu ástæðunum fyrir því, að ungling- ar verða háðir áfengisneyslu, ef þeir byrja snemma á að drekka til að komast yfir margs konar vandamál og ótta, sem fylgir uppvextinum. 7. Léleg fjölskyldubönd: Unglingar, sem eru ekki bundnir sterkum tengslum við Qölskyldur sínar, góðan félagsskap, svo sem íþróttafélög eða æskulýðsfélag, eru líklegri til að neyta áfengis.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.