Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

BFÖ-blašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
BFÖ-blašiš

						ÁrniEinarsson:
Er áfengi skálkaskjól fyrir ofbeldi?
Áfengisneysla - fjölgun vínveitingahúsa - ofbeldi
Fyrir nokkrum vikum var mikil umræða um
ofbeldi hér á landi í fjólmiðlum. Kastljósinu
var einkum beint að Reykjavík, sérstaklega
miðbænum. íþessari umfjöllun var m.a. bentá
aukna áfengisneyslu og mikla fjölgun vínveit-
ingahúsa sem skýringu á mikilli aukningu
ofbeldisverka. Sú aukning sem hér er rætt um
á við um ofbeldisverk sem kærðeru til lógreglu.
Mörg ofbeldisverk, m.a. á heimilum og í
tengslum við ólógleg vímuefni, eru aldrei kærð
til lógreglu.
Mikil aukning ofbeldisverka síðan 1989
Síðustu misseri hefur ofbeldisverkum fjölg-
að gífurlega, a.m.k. í Reykjavík. Ef bornir eru
saman fyrstu tveir mánuðir ársins 1989 og
tveir fyrstu mánuðir ársins 1991 kemur í ljós
að kærðum ofbeldisverkum hefur fjölgað um
94%. Fjölgun ofbeldisverka í þessum mánuð-
um á milli áranna 1990 og 1991 er 39%.
Kærðar líkamsmeiðingar til Lögreglunnar
í Reykjavík voru 400 árið 1989 en fjölgaði í
450 árið 1990, eða rúmlega 8 kærur á viku og
flestar um helgar. Alls voru 376 einstaklingar
kærðir vegna ofbeldisverkanna árið 1989 en
400 árið 1990. Átta af hverjum tíu kærðum
árásum eiga sér stað að næturlagi eða um
helgar. Rúmlega þriðjungur þeirra á sér stað í
heimahúsum og tæplega þriðjungur fyrir utan
skemmtistaði. Af líkamsmeiðingunum 450 sem
kærðar voru í Reykjavík árið 1990 var tæplega
helmingurinn í miðborginni eða nærliggjandi
svæðum. Sama hlutfall var árið 1989.
Þetta er ófögur lýsing og ógnvekjandi
þróun sem snertir alla. Hún hefur m.a. þau
áhrif að margir veigra sér við að vera á ferli á
kvöldin og um helgar í miðbænum og við
skemmtistaði, hún dregur miðbæinn í svaðið
og gerir hann hugsanlega að slæmum kosti í
augum verslunareigenda, t.d. vegna tíðra
skemmdarverka. Hefur það hugsanlega áhrif
á fasteignaverð á þessum slóðum?
Áfengisneysla  hefur   aukist  um  tæpan
fimmtung síðustu tvö árin
En hvað veldur þessum óhugnaði? Hver er
skýringin á nærri tvöföldun ofbeldisverka á
tveimur árum? Nægir það eitt að vísa til þess
að ofbeldisglæpum hefur almennt fjölgað á
Vesturlöndum á síðustu árum eða eru ofbeld-
iskvikmyndir og myndbandagláp hvatinn?
Sjálfsagt hafa þessir þættir áhrif til hins verra
en við verðum að gæta þess að leita ekki langt
yfir skammt.
Á þeim tíma sem umræddar tölur um
ofbeldisverk eru frá hefur áfengisneysla í
landinu aukist um næstum því fimmtung.
Einhvers staðar hljóta áhrif þessarar aukn-
ingar að koma fram. Það er barnaskapur að
gera ekki ráð fyrir auknu ofbeldi samfara
aukinni áfengisneyslu.
Það dylst engum sem að gætir að áfeng-
isneysla eða ölvun er einn sterkasti hvatinn
að ofbeldi. Orsakirnar kunna að vera fyrir
hendi hvort sem um er að ræða truflað geð,
skapbresti eða vanlíðan en áfengið losar um
hömlurnar með hörmulegum afleiðingum. Þó
er þetta engan veginn algilt því að fyrir liggur
vitneskja um að oft eru þeir sem sýna öðrum
ofbeldi ölvaðir ósköp venjulegt fólk allsgáð.
Áfengið hefur í för með sér persónuleikabreyt-
ingu sem við vissar aðstæður getur komið
Árni Einarsson er uppeldis-
fræöingur að mennt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20