Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

BFÖ-blašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
BFÖ-blašiš

						Arni Einarsson:
Þeim fjölgar sem ekki neyta áfengis
Aðeins 2,6% fulloröinna hafa þó faríð í áfengismeðferð
Fylgst hefur verið allvel með áfengisneyslu
íslendinga síðustu áratugi. Upplýsingar um
innflutning og sölu áfengis eru til frá því fyr-
ir aldamót og umfangsmikið rannsóknarstarf
hefur verið stundað síðustu áratugi. Ýmsir
hafa gert kannanir á áfengisneyslu lands-
manna. Fyrirliggjandi gögn gefa nokkuð
áreiðanlega mynd af stöðunni.
Fjórðungur Islendinga neytir ekki áfengis
í janúar 1989 gerði Gallup á íslandi síma-
könnun fyrir Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið og Nefhd um átak í áfengisvörn-
um á neyslu áfengis meðal íslendinga. Könn-
unin náði til alls landsins og valið var úrtak
úr aldurshópnum 15-70 ára. Könnunin var
endurtekin í október sama ár.
í september 1991 gerði Hagvangur könn-
un fyrir Bindindisfélag ökumanna í aldurs-
hópnum 15-89 ára. Hliðstæðar kannanir
voru aftur gerðar í ár, í janúar og maí.
Meðal þess sem spurt var um í öllum of-
angreindum könnunum var hvort fólk neytti
áfengis. í töflu 1 er sýndur fjöldi þeirra sem
ekki neyta áfengis.
Af þessu má ráða tvennt: Annars vegar að
u.þ.b. fjórðungur íslendinga eldri en 15 ára
neytir ekki áfengis og að svo virðist sem
fjöldinn hafi farið vaxandi síðustu árin. Síð-
ari tilgátan fær stuðning ef litið er á sölu-
tölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
þessi sömu ár (tafla 2).
Samdráttur í sölu áfengis virðist halda
áfram í ár ef litið er á sölutölur fyrri helm-
ing ársins en samkvæmt þeim hefur áfengis-
neysla dregist saman um 7% frá sama tíma í
fyrra. Ef sá samdráttur helst út árið jafn-
gildir það 4,4 lítra heildarneyslu á árinu.
Með því er áfengisneysla aftur komin í svip-
að horf og var fyrir bjórkomuna í mars 1989.
Brugg eða breyttar lífsvenjur?
Að því hefur verið látið liggja, m.a. af tals-
mönnum Áfengis- og tóbaksverslunarinnar
að skýra megi þennan samdrátt að hluta
með auknu bruggi í landinu. Nú liggja engar
haldbærar upplýsingar fyrir sem gefa til
kynna hvort brugg er að aukast eða ekki.
Tölur um það magn sem lögregla kemst yfir
geta allt eins gefið til kynna aukna virkni og
árangur í starfi lögreglu eða að markaður-
inn sé með einhverjum hætti opnari og að-
gengilegri en áður, t.d. vegna sölu til barna
og unglinga. Um það skal ekkert fullyrt en
benda má á að samdráttur í sölu tóbaks fyrri
helming ársins í ár var svipaður og samdrátt-
urinn í sölu áfengis. Er ekki líklegt að ástæð-
urnar séu að einhverju leyti tengdar t.d.
minnkandi kaupgetu fólks eða breyttum lífs-
venjum þar sem aukið tillit er tekið til
áhættuþátta í heilbrigði?
Einn af hverjum þremur
Samkvæmt upplýsingum, sem SÁA birti í
nóvember 1991 og byggðar voru á sjúkra-
skýrslum frá Vogi átta árin á undan, eru lík-
ur á því að 27,8% allra karla og 11,5% kvenna
á íslandi greinist einhvern tíma á ævinni
með áfengissýki eða annan vímuefnavanda.
Við þetta má reyndar bæta að flestir þeirra
sem eiga við svokallaðan vímuefnavanda að
stríða hafa áfengisvanda á sinni könnu.
Ef þessar tölur eru skoðaðar í samhengi
við meðaltal niðustaðna nýrrar könnunar
Hagvangs er ljóst hve hrikaleg ályktun SÁÁ
Tafla 1: Hlutfall fullorðinna sem ekki neyta áfengis
Jan. '89
15-70 ára
18%
Okt. '89
15-70 ára
17%
Sept. '91
15-89 ára
24%
Jan. '93
15-89 ára
25%
Maí '93
15-89 ára
27%
Tafla 2: Sala áfengis hjá ÁTVR, mæld í vínanda-
lítrum, miðað við íbúa 15 ára og eldri
1988
4,60
1989
5,51
1990
5,24
1991
5,13
1992
4,73
1993
4,4?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12