BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 9
Skoðanir á áfengismálum: Tökum áfengisáróður föstum tökum Enn höfum við leitað eftir sjónarmiðum nokkurra Islend- inga varðandi afstöðu til áfeng- is. Tvær spurningar voru lagðar fyrir þetta fólk: 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnst þér brýnast að gera í áfengisvörnum? Anna Pálsdóttir guðfræðinemi: 1. Vandamál í fjölskyldunni varð til þess að ég ákvað að at- huga hvernig það væri að nota ekki áfengi. Það var fyrir tíu ár- um og mér hefur fundist margt vera í umhverfinu sem sýnir og sannar að það hafi verið rétt ákvörðun, því það létti líf mitt í alla staði og ég hef verið lánsöm manneskja. 2. Fræða þarf fólk um alkó- hólismann, sem sjúkdóm, þann- ig að það sé hægt að ræða þessi mál án tepruskapar, fordóma og sleggjudóma. Mesti leyndar- hjúpurinn er oft hjá þeim sem standa efst í mannvirðingar- stiganum. Anna Sigurðardóttir skrifstofumaður: 1. Ég tel að alltaf beri að um- gangast áfengi af gætni. Af- staða mín er gegn áfengi þegar neysla þess truflar líf mitt. Eftir að hafa kynnst því hvernig of- neysla áfengis hefur skaðað heilu fjölskyldurnar við að reyna að ná stjórn á óreiðunni sem of- neyslunni fylgir veit ég hvað ég vil ekki búa við, né bjóða börn- unum mínum upp á. 2. Ég tel að ábyrgð mín sem foreldris sé mikil og að ég geti hafið allar varnir heimavið. Það sem ég geri hefur oft meiri áhrif en það sem ég segi. Ég hef talað mikið við syni mína og vara þá við alls kyns hætt- um, en að fenginni reynslu veit ég að ég þarf að gera meira af því að hlusta og heyra hvað börnin mín eru að segja. Öll þurfum við að vera í góðu sambandi við eigin tilfinningar og þora að tjá þær. Við þurfum öll að læra að bera virðingu fyr- ir sjálfum okkur og geta treyst öðrum fyrir tilfinningum okkar. Ég tel að þeir þættir sem við miðlum í uppeldinu vegi hæst fyrir einstakling þegar út í lífið kemur. Edda Björgvinsdóttir leikari: 1. Mín afstaða er sú að áfengi sé vímuefni og einn versti skað- valdur þessarar aldar. Afengi drepur fleiri og veldur meiri skaða en nokkur annar vímu- gjafi. Ég vil að við tökum hönd- um saman og hættum að neyta áfengis og sýnum börnum okkár þar með gott fordæmi. 9

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.