Vestri


Vestri - 30.04.1910, Blaðsíða 2

Vestri - 30.04.1910, Blaðsíða 2
102 V £ S T R I 26. tbL 1 Halastjarnan. Nýr gestur heimsækir nú jörð vora, b'áðum; það er halastjarna sú, scm kend er við enskan stjörnu'ræðing^, er Halley hét (f 1742). Halastjörnur fara ógurlegan óraveg um algeiminn og þurfa fjöldamörg ár til þess að renna umhverfis sólina. Halley’s hala- stjarnan, sú sem hér er átt við, fer þá leið á 75—76 árum. Hún sást síðast árið 1835 og kemur nú ekki aftur inn í sólkerfi vort fyr en árið 1985—’86. Nú, í ár, var hennar von, cg nálgast hún nú jörðina með óg urlegura hraða, og 18. maí brunar jörðin gogn um halann á henni, eftir því sem stjörnufræðingarnir segj. ; síðan heldur þessi undra- gestur á braut aftur, lengra og lengra áfram, út í eilífðargeim- inn. Halastjarna þessi sást fyrst. i desember í haust, eins og Ijós leitur þokudíll í stjörnukíkirum, en því meir sem hún nálgaðist, þess greinilegri varð halinn á henni, eins og á öðrum Viala- stjörnum; snýr hinn þéttari hluti þeirra, eða >höfuðið<, að sólu, en halinn frá henni. En halinn á þeim er ekkert smásmíði, oft- ast margar milij. mílna á lengd Nú á halastjarnan að vera orðin sjáanleg með berum aug- um; en af því að nóttin verður orðin svo björt í maí, þegar hún kemur næst jörðinni, er senni- legt, að ekki beri mikið á neinu dýrðlegu ’jósa gliti eða stjörnu hröpum, sem væntanlega hefðu sést á himni, ef haustnótt eða vetrarkvöld væri, þegar hala stjarnan er í jarðnánd. En nú um þenna tíma ætti stjarnan að sjást héðan undir morgun, þegar bjart er loft. Með >Vestu< komu til Dýra fjarðar tveir þýzkir stjörnufræð- ingar til þess að ransaka þessa halastjörnu; eru þeir kostaðir hingað af þýzka vísindafélaginu í Göttingen, til þess að grenslast eftír, hvaða áhrif hún kunni að hafa á jördina og hvernig eðli hennar sé varið. Ætla þeir að í hala hennar séu rafmagns- straumar, er muni, ef tii vill, eitthvað láta til sín taka við segulmagns-áhrif jarðar; — og halda þeir jafnframt, að þessir rafmagnsítraumar verði mestir á því svæði jarðarinnar, sem er á milli 60.—70. stigs norðurbr., og á miðju því svæði liggur eínmitt lsland. Margir kvíða fyrir því, þegar halastjarnan kemur næst jörðu, og hugsa að vor kæra jörð muni hrapa ti! grunna, eða að Island rouni, að minsta kosti, vera í voða. En óhætt mun að sofa þó ró- lega, því að þó að jörðin vaði 1' gegn um halann á henni, þá SHHHHH SmjDrlfki ö dýrt bragðgott ðlitað .Köbenhavns Margarinefabrik' hefir birgðir af smjörlíki á Akureyri. Það er ólitað, hvítt eins og sauðasmjör, laust við öll óholl efni og mjög bragðgott. — Areiðanlegum kaupendum er gefinn gjaldfrestur. — Pantanir má senda til undirritaðs eða beint til verksmiðj- unnar í Kaupmannahöfn. Jón Stefánsson, Akureyri. KOMJN&L. H1KÐVERKS31IÐJA BRÆÐURNIR CLOETTA mæla með sínum viðurkendu SJÓKÓLAÐE-TEGUNDUM, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta kakaó, sykri og vanille. Ennfremur KAKAÓPÚLVER af beztu tegund. — Agætir vitnisburðir frá efnafræðisransóknastofum. Uppboðsauglýsing. Þriðjudaginn 17. maí kl. 1 e. liád. vcrður vélarbáturinn „O n s ö“, standandi á Dvergasteini, scldur við opinbert uppboð. Söluskíluiálar til sýnis á skrifstofunni. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 115. apríl 1910. Magnús Torf'ason. :)0<>OOOOCJt»OOt»<>COOOC*»<>CaOS30C3CW<>C*»<>C9t»!>C*«OC*»<>OC Gufubrætt MEÐALALÝSI og annað L-Y-S-I kaupir undirritaður, eða annast sölu á ; því með hæzta gangverði. Reikningsskii og borgun þegar eptir móttöku. Areiðanleg viðskipti. Karl Aarsæther, Aalesund, Norge. ! skyldi enginn halda, að hún sé þar að rekast á klett eða múr- vegg, né hitti fyrir sér vatnsflóð eða eldsloga brennandi. Hættan verður sennilega ekki stór. — Stjörnufræðingarnir segja, að í h.ilanum á þessum himinlíkömum séu helzt einhverjar sundurlausar smáagnir, eða að hann sé mest- megnis ljósbrot eða endurkast geisla. Hér á Isafirði flaug nýlega sú flugufregn um allan bæinn, að heljarmikið sjávarflóð ætti að hremma okkur núna, einmitt í dag, og þar með fylgdi skelfi- legur vindbylur; átti þetta að stafa af halastjörnunni, og verið símað frá vísindamönnunum þýzku á Dýrafirði(!!). Hafa all-margar gamlar konur og unglingar skelfst af þessu, sem von er; enda hefir þessi uppspuni aukist og marg- faldast miklu meir en hér er frá honum sagt. Er það illa gert að vera að skrökva upp svona óskemtileg- um >viðburðum<, því að til eru svo margar manneskjur, sem trúa þeim og æðrast, þó að þær lifi nú á hinni mentunarríku tuttug- ugustu öld. Höskuldur. Magnús Torfason bœjarfógeti fór norður á Akureyri með „Vestu“, — er hann skipaður setudómari í Líndals- málinu. — Guðm. Hannesson yfirrétt- armáiflutningsmaður er skipaður bæj- f arfógeti og sýslumaður hér á meðan. Unglingaskólanum vorður sagt upp á mánudaginn kemur kl. 12 á h. „Vesta“ kom hingað 27. þ. m. og fór þ. 28. Meðal farþega voru: Sig- urður Jónsson á Yztafeili, Jón Stef- ánsson fyrv. ritstjóri, .Tóhannes Eor- Bteinsson kennari, Sigurður Einarsson dýraiæknir og kona hans. Gufuskipið „Á. Ásgeirsson“ kom hingað í gær. — Með því kom Sigfús Daníelsson verzlunarstjóri til Asgeirs- verzlunar. Mannalát. Stefán Pétursson andaðisthér í bænum nýlega, 72 ára gamall. Hann var ættaður sunnan af Breiðafirði. Margrót Páisdóttir andaðist í Búð i Hnífsdal nýlega, 68 ára gömul. Hafði hún dvalið á sama heimilinu all- an sinn aldur, óizt upp hjá foreldrum Sigríðar í Búð, og fór svo til hennar og bróður síns þegar þau byrjuðu bú- skap og dvaldi þar eftir það. Hún var systir Guðm. Pálssonar beykís hér. Nýdáin er öldruð kona Kristín Tónsdóttir, á Brekku á Langadals- strönd. II ún hefir legið sjúk í mörg ár. Hún var tvígitt og litði báða menn sína. Seinni maður hennar var Guðni Magn- ússon bóndi á Brekku. Q Nú er nýkomib til S. Á, Kristjánssonar úrval af húsklukkuini, úrfestum og úrum fyrir karla og konur og margt 11. Jgíf Betri kaup er ekki lia*gt að fá annarstaðar á sömu vorum. Aðgerðir á úrum og klukkum iljótt og vel af liciidi leystar. Utanskúlabörn á skólaskyldualdri eiga að n;æta í barnaskólanum næsta miðviku- dag, 4. maí, kl. 12 á hád. Bjarni Jódssoq. Skandinavisk Exportkaffe Eidgamla lsafoid! anbcfalcs. F. Hjort & Co., Köbenhavn K. Hér með er skorað á alla þá, sein um lengri tíma hafa lútið liggja njá mér muni, er þeir hafa beðið fyrir til aðgerðar, eda inn- rammaðar myndir, að vítja þeirra fyrir 30. júní næstk. — Að öðrum kosti verða munirnir seldir við opinbert uppboð. ísafirði, 28. apríl 1910. Jön Sn. Árnason. Martinns Jeppesen, klæðskeri Hafnarstreeti 3 (hús Guðr. Aruad.) leysir alla sauma fljótt og vel af hendi. — Góðum og fjölbreyttum FATAEFNUM úr að velja. D r e n g u r (helzt um fermiugaraldur) óskr.st á sveitalieimili í sumar. Frekari upplýsingar gefur Lárus Thorarensen kennari. Ljósmyndastöfa Björns Pálssonar er opiti á hverjum virkum degi jrú kl. 8—7, og á lielgum dög- um /rá kl. 11— Aóra tima dags er engan þar að hilta. Étgefendur: Nokkrir Vestfirðingar. Abyrgðanuaður og afgreiðslumaður: Arui Sveinsbon, Silfurgötu 7.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.