Vestri


Vestri - 04.05.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 04.05.1912, Blaðsíða 1
VESTRI. Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, 17. tbl. Almennur safnaðarfunöur fyrir Fyrarsókn • Terður haldinn í bspjarþingliúsimi á Isaíirði, sunnudaginn 11). inaí næstk. ki. 2 e. h. Fyrir fundinn verður lagt til umræðu og úrslita: 1. Erindi frá bæjarstjórn kaupstaðarins svohljóðandi: ísafirði, 1J. febrm. 1912. Með bréfl, dags. 28. nóv. f. árs, hefur biskupinn yfir íslandi óskað þess, að Eyrarkirkja yrði fengiu í hendur söfnuðinum. Þar sem þetta getur orðið án útláta fyrir bæinn, hefur bæjarstjórninni þótt rétt, að verða fyrir sitt, leyti við þessum eðlilegu tilmælum herra biskupsins, og samþykti því á fundi sínum í gær, að skora á sóknarnefndina að gefa sóknar- mönnum kost á að láta uppi álit, og atkvæði um þetta mál lögum sarakvæmt. í þessu máli ber sóknarnefndin fram svohljóðandi tillögu: Safnaðarfundurinn flnnur ekki ástæðu tii að sinna þessari málaleitun. 2. Kosinn einn maður í sóknarnefnd. Sig. Jónsson. Samkomulags-viðleitnin. Ekki mun tíðræddara um neitt nú á dögum en samkomulags makk það, sem kvisast hefir að nokkrir leiðandi menn beggja flokka væru að brugga. Það er í sjálfu sér eðlilegt þótt slíkt þyki tíðindum sæta, því margir þeirra sem við það makk eru liðnir, kafa ekki sýnst eiga samleið nú um skeið. En það sem þó einkum ýtir þessu máli svo títt á góma, er einmitt óvissan eða dul sú sem yfir það er dregin. Það gefur hinum skapandi mannsanda svo rúmt svið að geta í eyðurnar. Ekki skortir heldur að mörg útgáfan myndist af samkomulags atriðunum og ástæðunum til þeirra. En þótt dul sú sem á þetta er dregin gefi mönnum tilefni til að gera líklegar og óliklegar til- gátur, verða menn að gæta sín fyrir því, að leggja ekki trúnað á þær að svo stöddu og geyma dóm sinn þar til gögn eru kunn. Sumum finst illa eiga við hjá samkomulagsmönnum, að draga ekki tjaldið þegar upp og lofa fólkinu að heyra og sjá hvað þeir séu að semja Um milli leik- tjaldanna. En við slíku er tæplega að búast, því enn er þetta að eins í undirbúningi, þa<5 er því vart til þess að ætiast að sam. komulagsmenn geti gert neitt heyrum kunnugt fyrri en þeir eru komnir að fastri niðurstöðu og þingmenn hafa allir átt kost á að tala sig saman um málið. pess er líka að gæta að það getur alls ekki verið tilætlun þeirra, að næsta þing bindi neinn enda á málið, heldur búi það undir, þannig að hægt verði að bera Það undir álit þjóðarinnar áður en Það fær nokkur fulln adarúrslit. Og víst raega raenn fagna yfir Því' að hreyfing skuli vera vökouð í Þá átt, að stemma stigu fyrir sundrung og sundurlyndi hjá þjóðinni, og leitast við að vera sem mest samtaka og taka tillit til hinna mismuuandi skoð- ana ettir því sem unt er. Að sjilfsögðu eru til þeir menn sem ekki óska slíks, og gera sitt til að hefta að svo geti orðið. En þjóðin ætti að vera buin að fá sig svo fullsadda á þessari sundurþykkju, að húu léti ekki hleypa sér upp að ástæðulausu. Eg skal að svo stöddu engan dóm leggja á það, hvort heppi- legt sé fyrir þjóðina að taka til- lögum samkomulagsmanna. Um það verður að dæma þegar þær eru fullsamdar og birtar almenn ingi En mér finst það fagnað- efni að slík viðleitni hefir vakn- að, og vert að hlúa að því að næði fáist til að sjá hvaða ávexti hún gefur. X. Slysið mikla. Nánari fregnir af hinu mikla slysi, Titanic strandinu, hafa nú borist hingað til bæjarins með gufusk. A. Ásgeirsson, í »Pole- tikan frá 16. og 17. f. m. Skipið var á leið frá Sout- hampton til New-York. Fór af stað 10. apríl, en að kvöldi þess 14. s. m. rak það sig á ísjaka, og sökk hér um bil 4 klukku- stundum síðar eða kl. 2,22 á mánudagsmorguninn 15. apríl. Tölu drukknaðr eg hve margir hafi bjargast, hefir áður verið getið í símskeytum hér í blaðinu. Strax og slysið vildi til sendi skipið þráðlaus skeyti í allar áttir að biðja um hjálp. Næsta skip sem skeytin náðu var gufuskipið Virginia, og náði það staðnum sem slysið vildi til á í birtingu á mánudagsmorguninn, og bjargaði þeim farþegum sem bjargað varð. Voru þeir mjög illa á sig komnir, eftir að hafa setið í bátunum um 8 klst. mjög fáklæddir, því flestir yfirgáfu skipið á nærklæðunum, og sumir höfðu gripið með sér eða verið fengin teppi eða aðrar skjólflíkur. Þegar slysið vildi til var þegar byrjað á að koma konum og börnum í bátana, og lögðu þeir svo frá jafnóðum og þeir voru fyltir. Það er talið víst að margt fleira fólk hafi verið komið í báta en það sem bjargaðist, en margir bátarnir hafi sogast niður í hring- iðuna þegar skipið sökk, enda var nálega ómögulegt að komast burt frá skipinu fyrir ís, og ísmulningi er molnað hatði ár hafísborginni. — Stjórn White Star línuonar, sem átti skipið, fullyrðir að björgunarbátar hafi verið nægir fyrir alla sem á skip- inu voru, en að eins ekki unnist tími til þ*ss að koma þeim öllum fyrir borð. Auk þeirra Wanderbilts, Ast- ors og Steads fórst Butts majór, einkaritari Tafts Bandaríkjafor- seta með skipinu. Kona Astors komst af. Titanic var anoað stærsta skip í heimi, hitt skipið er Olympic, og átti White Star línan þau bæði. Titanic hljóp af stokkunum f maí í fyrra og nú loks eftir ár var skipið fullbúið í sína fyrstu för. Þótti mörgum girnilegt að ferðast með því, • g voru því margir farþeganna auðmenn eða merkir menn. Skipið kostaði 57 milj. kr. og hafði 3 skrúfur og vélar með 46000 hestöflum. Skipið var 300 metra langt og að sama skapi breitt og djúpt. Það rúmaði 750 farþega á 1. farrými, 550 á 2. farrými og 1100 á 3. farrými. Skipshöfnin var nálægt 1000 manns. — Yfir höfuð var allur aðbúnaður um borð eins og tíðk- ast á bestu gistihúsum, og jafnvel farþegar á 3. farrými áttu aðgang að baðherbergi, dagstofum með hljóðfærum og bókasöfnum o. s. frv. Fullyrt var að skipið væri svo útbúið, að það gæti ekki sokkið, þótt nú hafi farið á aðra leið. Annars hefir White Star línan orðið fyrir miklum óhöppum á síðari tímum. Þannig sigldi enskt herskip á Olympic fyrir skömmu, svo hún var flutt marrandi í kafi til hafnar í Southampton, og kostaði aðgerðin margar wiljónir króna. Titanic var vátrygt fyrir 18 milj. kr., og eru auðvitað mörg félög um það, en at því að hættan var talin lítil hafa þó sum félög tekið mjög stóra upphæð. Farmurinn var mestmegnis kafifi og te, og var vátrygður fyrir 36 milj. kr. Auk þess hafa hinir mörgu auðmenn sem með skipinu voru haft mikinn og verðmætan farangur, sem þeir hafa trygt. í gripaskríni skipsins hafði meðal annars verið geymt um 375 milj. kr. virði. Ein kona hafði t. d. haft meðferðis skartgripi fyrir 15 milj. kr. Þá hefir líftryggingarupphæð þeirra er fórust ekki verið neitt smáræði. Það er algengt að auðmenn eins og Wanderbilt og Astor líftryggi sig fyrir 40—80 milj. kr. Auk þess er það siður margra að tryggja sig fyrir slysum, er þeir takast slíkar ferðir á hendur. Allar fregnir viðkomandi strandinu eru eftir ioftskeytum frá skipi því er bjargaði fólkinu, og öðrum skipum er skeytin náðu. Alt virðist benda á að hin besta regla hafi verið um borð meðan björgunartilraunirnar áttu sér stað. Síðasta skeytasending frá skipinu var óskiljanleg og

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.