Vestri


Vestri - 20.10.1914, Blaðsíða 1

Vestri - 20.10.1914, Blaðsíða 1
Motoriim H E í N er að áliti þeirra er hafa rcynt hann, traustasti og beBti bátamótorinn. Eyðir œjög litlu af olíu. Er ódýr eftir gæðum. Upplýsingar og sýnishorn hjá aðal- umboðsmanni Ingólfi Jónssyni. VESTRI. Ritstjóri: Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Ursmíðastoian Hafnarstræti I hefir fjölbreyttast og best urval af úruin, úrfestum og klukkum. Ennfr. ymsa hentuga muni til teekifeerfsgjefa. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Stefán Hermannsson. XIII. árg. ÍSAFJÖRÐUR. 20. OKTÓBER 1914. 43. tMi Símfregnir. 16. okt. Skeyti til* Revkjavíkuv herma þannig frá uppgjöf Antwerpen: Belgir lögðu eld i olíugeymira á höfnicni og sömuleiðis breudu þeir upp kornhlöður og önnur matvælabyrgi, er þeir héldu að Fjóðverjar gætu haft n»t af. Bretastjórp tilkynnir að eftir beiðni Beigja hafi Bretar tekið að sér að verja Antwsrpen af sjónum. Bretar mistu 800 manna. Eftir uppgjöf borgarinnar hélt Belgjastjórn til Ostende. Her Belgja tókst að komast undan, er Antwerpen var tekin, þess vegna er álitið að sigurinn hafi litla hernaðarþýðingu fyrir E’jóðverja. Afstaða bandamannanna góð sem stendur. Rýskt herlið róðist á bandamennina fyrir austan Arre, en var rekið á bak aftur og hopaði ion í Amienshéraðið. Hafnarhluti Antwerpen sagður að mestu eyðilagður. Rjóðverjar halda til Ostende. Þýskir flugmenn vörpuðu nýlega 20 sprengikúlum að París. 4 menn biðu bana, en 13 særðust. Notre Dame kirkjan skemdist til muna. Frá austurherstöðvunum eru þær fregnir sagðar, að Þjóðverjar ráðist innan skams á Varsjá. Afstaðan annars sögð óbrevtt. „Hermod", matvöruskip landsstjórnarinnar, er væntanlegt til eykjavikur næstu daga. 17. okt. Bandaherinn hefir tekið Ipres. Rjóðverjar eru komnir frá Antwerpen til Brílgge og Schelde héraðsins. Þjóðverjar, sem eiga í höggi við vinstra arm bandahersins hafa yfirgefið vestari árbakka Sommefljótsins. Lið bandamannanna hefir fengið fasta stöðu hjá Lee og milli Arras og Amiens. Þjóðverjar hafa mikinn her við Gent. Lið, sem Ejóðverjar sendu fil Calais var hrakið aftur og beið mikið tjón. Frá austurBtöðvunum er sagt, að áköf orusta standi á vestur bökkum Weichseifljótsins, milli Rússa og Þjóðverja. Rússar tóku 2 þýskar herdeildir. Haldið er að orusta þessi, sem nær yfir 200—300 mílna svæði, muni standa í margar vikur. Kósakkar skutu niður Zeppelíns loftfar við Varsjá. Portúgölum eykst samhygð með Bretum og er haldið að þeir kalli saman nokkurn hluta hers síns bráðlega. Jóhann Jóhannesson fasteignasali og bóksali hefir nýskeð gefið 100,000 krónur til stofnunar gamalmennahælis. Fé þetta skal lagt á vöxtu og geymast í 59 ár og er þá orðið x/2 miljón. Skal hælið þá reist og taka til starfa á 100 ára afmæli konu hans nýlátinnar, Sigur- bjargar Guðnadóttur, og tengt við nafn hennar. Signrður Sigurðsson f r á Yigur yfirdómslögmaður Aðalsti'seti 26 A> — Isafirði — Talsími 43. Lögfræðilegar leiðbeiningar, málflutningur, sainningsgerðir, fasteignasala og skipa, innheimtur o. s. frv. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Lestrarsalurinn. biðustu íregnir irá stríftina segja, að Bretar hafi sökt 4 her* skipum fyrir Þjóðverjum. Loftskeyti, sem kom til >Fálk. ans< seint í fyrri viku, sagði msdai annars, að Þjóðverjar heiðu tekið borgina Lille, sem er víggirt borg í Frakkl. nærri landamærum Belgiu. Útflatningur á rúgmjöli er bannaður frá Englandi. Landssjéftsvörurnar. óútkljáð kvað ennþá hvort vörur þær, er frá Ameriku komu með >Her. msd<, verða seldar til kaupmanna eða landsstjórnin sjálf selur þær beint til héraðai og sveitastjórna landsins. Þórður Jónsson óðalsbóndi á Laugabóli i Isafirði, alkunnur dugnaðar og atorku- maður, íóst að heimiii sínu 18. þ. m. Hans verður nánar minst síðar. 1800 miljónnm króna segja hagskýrslur Englands að eytt sé þar í landi árlega í auglýsingar. F.ins og kunnugt er hötum við bókasain í bænum, tii mikilla þæginda og nytsemdar tyrir héraðið. — Annað mál er það, hvort ekki mætti kippa því í ennþá ákjósanlegra horf, með val bóka, sern hefir þótt nokkuð einhæit til þessa; nær eingöngu valdar skáldsögur og því um líkt, en sérfræðisrit og jatnvel ýms almenn træðirit hafa ekki sést í safninu. — En ef til vill lagast þetta smátt og smátt jafnframt og safninu vex fiskur um hrygg. Hitt er víst fæstum bæjarmönn. um kunnugt um, að til er í bæn- um lestrarsalur, sem siglir undir því falska flaggi að lieita opinber, og fær í því skjóli styrk af ah mannafé — landsi og bæjarsjóði — sitt lítið frá hvorum. Lestrarsalurinn var stoínaður fyrir allmörgum árum og gengu þá þegar allmargir menn í félag og keyptu öil ísl. blöðin og tíma' ritin og allmörg útlend blöð og fáeiu tímarit. Árstillagið var 6 kr. Lestrarsalur var útbúinn í þessu augnamiði í barnaskólanum og var þar eftirlits mey og salur inn opinn tvisvar t viku, félags1 menn voru ailmargir og alt var í sæmilegri reglu. En von bráðar fór þetta út um þúfur. Eftirlitið var afnumið og blöðin tóku menn heim til stn til lesturs og skólinn vitan- iega harðlokaður nema í kenslu- stundum; svo lestrarsals /éiaýfð gliðnaði þar með í sundur. En þrátt fyrir þetta er altaf veittur styrkur til lestrarsalsins, og blöð og tímarit keypt fyrir þá peninga, en enginn kemur á þennan lestrarsal nema kenn- ararnir og örfáir menn aðrir, að mælt ér — og borga ekki grænan eyrir fyrir! Er þetta ekki dásamlegt fyrirt komulag? Það er sjálfsagt að mönnum er heimilt að Hta inn á þennan iestrarsal, þó ekki virðist til þess ætlast að hann verði að neinu liði, því tilveru hans er vandlega haldið leyndri. En bæði er það að barnaskób inn er eigi opinn nema á þeim tíma er menn eru helst að vinnu og svo vilja menn ógjarnan troða sér inn í skólann í kenslustund- um. Það væri þvi eflaust heppileg" asta og sjálfsagðasta ráðið að setja lestrarsalinn í samband við bókasafnið, flytja hann upp í bæjarþinghús, og hafa hann op- inn a sama tíma og bókasafnið og að auki frá kl. 10—4 á sunnui dögum. Eöa að hafa lestrarsalinn opinn í barnaskólanum einhvern hluta sunnudaganna. En þetta sleifaralag sem nú er á þessu, er óviðunandi, og sjálfi sagt að hætta að leggja fé til lestrarsalsins f-íist þessu eigi kipt í lag, sem hér hefir verið bent á. Bœjarbúi. Breytíngar á bæjarstjftrnar- legumísatjarftar voru til umræðu á bæjarstjórnarfuDdi í gærkvöld. Nefnd sú er kosin var í sumar, er bæjarstjórnin sá sét ekki fært að þverskallast lengur við réttrnætum og sjálfsögðum kröfum borgaranna, en dembdi þó málinu i nefnd, sem mátti ekki skila áliti fyr en 1 okto* bet, tii þess að koma í veg fyrir að það gæti ot ðið að lögum á þessu þingi, skiiaði nú áliti srnu. Breytingar þær sem nefndin leggut til að gerðar séu á lögunum eru mjög líkar og félagið Stígandi og síðan borgarafundurinn í vor lögðu til að gerðar yrðu. Málinu var frestað um óákveðinn tíma, til þess að gefa bæjarfuili trúunum færi á að kynna sér breytingarnar. Aukaskip frá Sameinaða félagínil er væntanlegt hingað á morgun beina írá Reykjavík.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.