Skólablaðið - 15.04.1910, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 15.04.1910, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ 61 hún væri rýmkuð og vermd. Timburhús ogsteinhúsverðaaldrei góð til íbúðar, ef þau eru ekki hituð á vetrum. Víð verðum að ná í eldsneyti. Eldsneytisskorturinn er jafnhættulegur fyrir Inisin og mann- eskjurnar. Nú hefi eg minst á manneskjurnar. Næst ætla eg að tala um húsin, og ioks um eldsneytisvandræðin. G. B. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Cuðmund Hjaltason). III. Hvernig á að fara með ósannsögul og óorðheldin börn? Eg verð fáorður um það, því eg hef sárlítið af þessháttar börnnm að segja. Og eg held að þeir, seni eru altaf sannorðir og orðheldnir við börn, þurfi sjaldan mikið við þessháttar börn að eiga. Börn gjalda líku líkt. Og þótt þau blekki þá, sem blekkja þau, þá rnunu þau oftast hika við að skrökva að þeim og pretta þá, Sem eru altaf hreinskilnir við þau. Þó getur kom- ið fyrir, að börn séu orð.a svo spilt, að þau blekki hreinskilna menn Iíka. Hvernig á þá að fara með þvíh'k börn? Þú segir: Eg hef altaf sagt þeim satt og aldrei prettað þau í nokkru. Og samt skrökva þau að mér.« »En hefurðu þá ekki rengt börnin og tortrygt þau?« »Ekki eiginlega; en eg hef haft nákvæmt og strangt eftirlit með þeim. Eg hef verið á varðbergi kringum þau þegar þau voru að leika sér, o. s. frv.« »já, en ætli þessi nákvæmni og þetta eftirlit geti nú ekki stundum orðið of mikið?« Eg er hræddur uni það. Eftirlit þarf reyndar altaf að hafa við börn. En best er það samt eins og annað í hófi. »ílt er að heita strákur og vinna ekki til.« Marg.r gera sér málshátt þennan að lífsreglu. Og börnin líka. Hefna sín á tortiygninni með því að gera það sem þau eru tortrygð um. Sé (segir Hegaard) siðsömu barni brugðið um ósiðsemi, þá verður þetta oft til þess að gera það ósiðsamt. Svo mun vera með fleiri lesti.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.