Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 10
90 SKÓLABLAÐIÐ Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðmund Hjaltason). « ____ Óráövendnl barna. I Það er nú eins með óráðvendni barna til handanna og óráö- vendni þeirra í orðum, að eg hef harla lítið af því að segja sjálfur, og verð því mikið að fara eftir annara reynslu. Auðvitað eru til óráðvönd börn; svo óráðvönd, að þau hnupla til muna. En hví stela þau þá? »Það er illu upplagi að kenna.« Satt er það, að upplagið er stöku sinnum svo slæmt, að börn mega heita fæddir þjófar. En miklu, miklu oftar er óráðvendnin illu uppeldi og illri meðferð að kenna. 777 eru svo óráðvandir foreldrar, að þeir beinlínis láta börnin stela handa sér. En hér á landi munu þeir þó sárfáir vera, sem svona illa venja börnin. En til eru líka foreldrar og húsbændur — eða voru áður hér á landi — sem sveltu börnin svo, að þau neyddust til að hnupla sér bita og sopa, og vöndust svo oft á að taka meira. Sulturinn hefur oft gert ótal ráðvanda menn að þjófum. Það mun eitthvað satt í því, sem norðlensk rausnar kona sagði einu sinni við mig: »Eg vil ekki heyra að fólk sé að kvartaum að hjúin steii mat frá húsbændunum. Hjúin stela ekki frá þeim nema þau séu svelt.« — Þjófnaður er annars ekki þjóðlöstur íslendinga. Á mínum mörgu ferðum hér á landi, og eins á mínum mörgu dvalarstöð- um hérlendis, hef eg varla orðið var við neinn þjóf. Reyndar ekki heldur erlendis. En talsvert af þjófhræddu fólki hef eg þekt hér á landi. þjófhrœðslan er Ijót og hœttuleg tortryggni. Svo Iengi má ætla saklausum þjófnað, að hann verði óráðvandur, einkum ef hann er ekki búinn að ná staðfestu í því sem gott er, Þjófhræðslan getur því gert ráðvönd börn að þjófum. Er því voði og viðbjóður að gruna saklaus börn um óráð- vendni. Grunið aldrei börn um hana fyr en þið sjálf horfið á þau fremja hana. Og ætlið þau ekki þjófsefni, þótt þau hnupli sér bita. En varið þau samt við því með hægð.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.