Skólablaðið - 01.10.1910, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.10.1910, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 147 skólinn stendur, og þó að ekki væri þá annað gert en að láta börnin kynna sér »kveriðt, þá er sumarið hentugur tími fyrir prestinn að ná börnunum saman t. d, á sunnudögum. Væri það gert að reglu að prestar »spyrðu börniu«, eða kendu þeim kristindóm á hverjum sunnudegi, segjurn 3 stundir á dag, frá því þau eru 10 ára og til fermingar, þá er engin hætta á því, að þau yrði ekki þolanlega að sér, einkum ef hann verði nokkrum tíma þar að auki til kenslunnar fermingarárið. Með þeim hætti má óhætt telja kristindómsfræðslunni betur borgið, heldur en þó að börn hafi þetta nám með öðru skóla- námi allan veturinn. Kirkjurækni er nú að flestra dómi í hörmulegu ástaudi víð- as hér á landi; þykir ekkert tiltökumál þó að í sumum kirkjum sé ekki messað oftar en 4 5 sinnum á ári. Mundu prestarnir ekki draga fólkið að sér með því að halda kristilegan sunnu- dagaskóla eftir messu? Mundu foreldrarnir ekki vilja sitja í kirkj- unni eftir messu og hlusta á prestinn fræða börnin sín? og mnndi það ekki vera góður skóli fyrir mæðurnar sjálfar, undirbúningur til þess að geta frætt börnin heima? Víst er um það, að þetta eykur prestunum vinnu um fram það sem nú er. En þá er þess að minnast, að öðru kenslu- eftirliti er nú létt af þeim, og svo hins, að þetta er þeirra skyldu- starf. Kristind unurinn á að nátengja prestinn hverju heimili; ekkert gerir það betur en kristindómsfæðslan sjálf. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðmund Hjaltason.) VI. Hirtfngar. 1. »Ekki gildir góðmenskan tóm, börnin þurfa oft aga, og hann stundum strangan«. Margt er satt í þessu. Aga þarf oft. En hvernig á hann nú að vera? Er ekki nóg að áminna, finna að, gefa »nótur«, setja í einhvern »skammakrók?« »Nei, þetta er ónógt. Það bítur ekkert á sum börn, og góðmenskan því síður

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.