Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 4
20 SKOLABLAÐIÐ Þá' þyriti iivorki kennara né aðra að greina á utn það livað kenna skuli. Það hljóta alhr að sjá, hvað það er skaðlegt, að kenna börnum þetta í vetur, en hitt að vetri, en það leiðir af því að kennarar eru sinn veturinn í hverjum staðnum. Björn Guðmundsson. ÍTokkrar leiðbeiningar um heimafræðsln eftir Björn H. Jónsson. I. Lestur. »Það geta þó allir kent börnum að stauta, sem annars kunna það sjálfir«, sagði gamall og göfugur bóndi einusinni við mig. Ekki var eg nú á því þá, og eg er það ekki enn. Það er meira vandaverk en margir hyggja að kenna börn- um að stauta, og það geta oft verið miklir örðugleikar á því fyrir heimilin, að gera það svo vel fari. En heimilin verða nú að gera það, flest þeirra að minsta kosti, og þau verða að gera það svo vel, sem þeim er unt. Það er hvorki sama hver gerir það, eða hvernig það er gert. Hver á að gera það? er þá fyrsta spurningin, sem fyrir verður. Já, Ir'er gerir það venjulega? Er það ekki oftast móðir barnsins? Eg hugsa það. En það er ekki ávalt rétt að hún geri það. Húsmóðirin hefur venjulega nóg að gera, þó að hún þurfi ekki að basla við að kenna börnunum að lesa. Það hafa oftast flestir aðrir á heimilinu betri tínia til þess, en hún. Og það þarf tíma til þess. Feðurnir hafa oft betri tíma en mæðurnar, og þeim hlýða börnin líka venjulega betur. »Það er ekki von að þeir nenni því, þegar þeir koma þreyttir inn að enduðu dagsverki« hugsa menn, og þannig hugsa feð- urnir víst oft sjálfir, — ef þeir hugsa nokkuð um það. En orsökin er oftast fremur sú, að þeir halda að það sé

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.