Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.03.1911, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ --@sss®- FIMTl ÁRGANGUR 1911. Reykjavik, 1. mars. ; 4. tbl. Nokkrar athugasemdir um frumvarp til laga um fræðslu æskulýðsins. í seinasta blaði var nokkuð minst á aðalstefnu þessa frum- varps. Hér skal drepið á fáein atriði í einstökum greinum þess. Menn eru beðnir að hafa frumvarpið fyrir sér. 1. gr. er um námsskylduna. 10 ára börn eiga að vera nokkurnvegin læs á auðvelt lesmál og hafa stundað skriftarnám eitt vetrarskeið, — og kanna fjallrœðuna. Lestrarnámið er eðlileg krafa og sjálfsögð. En það virðist óeðlilegt að krefjast þess, að hvert 10 vetra barn á landinu kunni fjallræðuna. Svo fögur sem hún er, og svo fagra og há- leita lærdóma seni hún geyrnir, þá er efni hennar og innihald þó sannast að segja engin barnafæða. SjáLsagt mætti troða henni í flest börn á þessum aldri, svo að þau gætu farið með orðin utanbókar; en flest mundu þau skorta skilning til þess að hafa andlega gagn af henni. Þetta nám mundi því verða ófrjótt. Góðir kristindómsfræðarar kynoka sér við að fara út f skýringar á fjallræðunni jafnvel við börn á fermingaraldri, og þó er hún óneitanlega hitíðlega einföld og óbrotin fyrir þroskaðan skilning. Krafan í móðurmálsnámi er ekki önnur en sú, að barnið geti lesið og skrifað eftir heyrn auðskilið lesmál, sæmilega staf- rétt. Ekki hugsað um það, að kenna börnum að hugsa sjálf, né setja eigin hugsanir fram í búningi, sem þau hafi sjálf klætt Þ®r í. En þetta nám, æfing í þessu, er þó hverjum nianni nauð-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.