Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 10
90 SKÓLABLAÐIÐ II. Með bréf:, dags. 2. september f. á., hafið þér, herra um- sjónarmaður, vakið athygli á því, að samkvæmt hinum nýju kosningalögum séu þéir örðugleikar orðnir á að halda lögmæta fundi í sveitum til samþyktar á fræðslusamþyktuin, að búast megi við, að þær hvergi í landinu geti orðið löglega afgreiddar í héraði eftirleiðis, ef ganga á ríkt eftir því að helmingur allra atkvæðisbærra manna á því svæði, seni samþyktin nær yfir, mæti á einum fundi til að samþykkja fræðslusamþyktir, sbr. 10. gr. fræðslulaganna, og hafið þér jafnframt skotið því undir úr- skurð stjórnarráðsins, hvort það muni ekki geta samrýmst anda og ákvæðum 10. gr. fræðslulaganna að heimila fræðslunefndum cftirleiðis að boða til tveggja eða fleiri funda i héraði, til þess að leita álits atkvæðisbærra manna og samþykkis á fræðslusam- þyktum, og sé samþykt þá löglega afgreidd í héraði, ef hún hefur fengið meiri hlutn þeirra atkvæða er á fundunum hafa verið greidd, enda hafi fundina sótt meirihluti atkvæðisbærra matina á því svæði, er fræðslusamþyktin á að ná yfir. þótt álíta verði að ráð hafi verið gert fyrir því, að mál þessi yrðu útkljáð á einum fundi í hverju fræðsluhéraði, þá verður stjórnarráðið þó að telja fræðslusamþykt löglega afgreidda úr héraði, ef fylgt hefur verið þe m undirbúningi, er að framm er lýst. Þetta er yður hérmeð til vituniir gefið til leiðbeiningar. Kuldi og óþrifnaður í kenslustofum farskólanna. í 7. tbl. Skólablaðsins í fyrra var fundið að því, að kenslu- stofur farskólanna væru víða óvermdar, og heilsu barna væri þvi oft mjög misboðið með kulda. Það var brýnt fyrir fræðslu nefndunum að bæta úr þessu, og bent á, að það er bein skyldn þeirra að lögum að sjá um að »herbergi þau, sem höfð ern til kensiu, séu svo, að heilsu. barnanna sé ekki hcetta báin af skóla- vcranni. •

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.