Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.12.1911, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 185 finning þess, að hafa ekki þorað að gjöra það, sem andlegur þröttur þeirra ieyfði, af því að sjálfstraustið og sjáifsþekking- una vantaði. Hy. Eggert jochumsson. (15. júlí 1833 — 27. júní 1911.) Eggert Jochumsson var einn hinna nafnkunnustu barna- kennara vestanlands. Prátt fyrir litla mentun í æsku og mikla erfiðleika tókst honum að ná svo mikilli þekkingu í almennum fræðum, að hann mun hafa verið með hinum allra fremstu leikmönnum þessa lands að andlegri víðsýni. Jafnframt allri algengri vinnu lagði hann sig eftir öllum fróðleik, sem þá var unt að fá, og aflaði sér fljótt álits, því rúml. tvítugur var hann skrifari hjá Jóni sýslumanni Thoroddsen í Haga í kringum 1857. Aðalstarf E. var barnakensla. Fyrir aivöru mun hann ekki hafa farið að ge.'a sig við henni fyr en undir 1870, en upp frá því má heita að hann eingöngu stundaði kenslu fram yfir aldamót, fyrst sem sveitakennari og um nokkur ár við barnaskóla á ísafirði og Hnífsdal. Síðustu árin, sem hann gaf sig við kenslu, dvaldi hann norður í Pingeyjarsýslu, Reykjadal. Við kenslu- starfið vann E. sjer mikla hylli. ’ Lægni ’nans, prúðmennsku og siðavendni er allstaðar viðbrugðið og allir, sem minnast á framkomu lians, hvort heldur það eru foreldrar eða nem- endur, tala um hann með ást og virðingu. Pað var ein- hver hlýr blær, kærleiksylur, sem andaði inn á hvert það heimili, sem hann dvaldi á, því E. var guðhræddur og upp- gerðarlaus maður. Eins og ráða niá af því sem að ofan er sagt, hafði E. góðar og einkar farsælar námsgáfur; rithönd hans var með afburðum fögur, og íslenskt mál vandaði hann með þeirri snild. sem honum var svo lagin, einnig var hann vel skáld- mæltur. Flest sem hann orti var andlegs efnis, en einnig brá oft fyrir kýmni. en ætíð græskiilaust. bví F.. stundaði

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.