Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 6
6 SKOLABLAÐIÐ svo við fljótt álit sem þar sé um frábrigðulega fornafnabeyging að ræða. Slíkt þarf þó eigi að villa menn þá, er gefa sig við samanburðar-málfræði. Niðurl. Handavinnukensla í skólunum. Erindi, flutt á námsskeiði fyrir kennara í Reykjavík 1911. Það gleður mig mjög að hinn háttvirti forstöðumaður Kennaraskólans gaf mér tækifæri til að minnast á þetta áhuga- mál mitt við ykkur, áður þið farið til heimila ykkar víðsvegar um Iand. Eins og ykkur mun kunnugt, er nú handavinna skyldu- námsgrein í ftestum skólum á Norðurlöndum; hjá okkur er það ekki orðið enn, og aðeins tveir skólar hafa tekið hana upp frí- viljuglega, mér vitanlega, nfl. Reykjavíkur og Akureyrarskólarnir.* Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að heimilisiðnaði okkar hefur farið tilfinnanlega aftur á síðari árum. Margt er rní keypt að, sem við getum gert sjálf, og er það iíla farið, og má eigi svo búið standa. Skólarnir, og þá fyrst og fremst barna- skólamir, eiga að verða öflug stoð heimilisiðnaðarins, því: hvað ungur nemur gamall fremur. Við eigum að sýna börnunum, hvað margt jafnvel þau sjálf geti búið til af því sem keppt er að, og hvað þau spara við það. Með því að láta pau byrja á því léttasta, lofa þeim að gera alt að því sjálfum og feta sig áfram smátt og smátt, verða þau áræðnari og sjálfstæðan'. Með því að lofa börnunum að taka með sér viununa heim, þegar búið er að koma þeim á lagið í skólanum, ‘venjast þau á iðjusemi. Séu þau við og við látin gjöra við gamalt, læra þau nýtni. Sjálfsögð skylda kennarans er að láta börnin vanda sig sem best við alt sem þau gera. Það er aldrei of oft brýnt *) Sauðárkrókur og Siglufjörður veit jeg til að byrja í haust. Handa- vinna stúlkna hefir víðar verið kend. Ritstj.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.