Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 4
68 SKOLABLAÐIÐ unum, meiri virðingu og betra siðgæði allan daginn í skólan um ef byrjað er á þeim að morgni. Aftur á móti álít eg að það þurfi enginn skaði að verða kristindómskenslunni eða árangri hennar þó hætt sé víð utanbókar-kverkensluna, heldur sé það einmitt að mörgu leyti betra og heppilegra. Það var einhver þreytandi hiti langt inn í hug mínum, sem olli því að eg fór að skrifa um þetta, mér fanst eg mega til þó að það ylli mér sársauka að (tala um eða) hreyfa við mínu helgasta rnáli, trúmáliuu. Sigurjón Jónsson. / Drög til skólasögu. i. Akranes. Um miðja öldina sem leið var menníng alþýðu lítil á Akra- nesi og lítið um uppfræðing æskulýðs, líkt og víða annarsstaðar í sjóplássum. Heimilin voru þá ein ásamt presti um fræðslu barna til fermingar. Eftir 1850 og fram undir 1880 tók Sig urður Lynge, (d. 1881) allmörg börn til kenslu og kendi þeim lestur og kristindóm og lítið eitt í skrift og reikningi. Var það góð hjálp fyrir heimilin og mörg börn báru góðar menjar frá kenslu hans og áhrifum, enda var hann hinn vandaðasti maður og þolgóður við barnakenslustarf. Þegar komið var fram á 8. tug aldarinnar, voru fleiri barnakennarar, svo sem Þórður Gríms- son (vetur 1876—'11, 23 börn) og Snæbjörn Þorvaldsson, en barnaskólahús vantaði. 1. barnaskólahús. Barnaskólahús var reist á árunum 1878 —1880; var það af múruðum steini, 14 X 12 áln. á stærð, 43/4 al. á hæð undir loft, portlaust, en með miklu risi. Löngu áður var farið að hugsa um þá bygging og sjá þörf skólans. Fyrsti fjárhagslegi vísirinn til skólans var hlutavelta, sem haldin var 1873 og gaf af sér 212 kr. 87 au. Húsið uppkomið kostaði um 4000 kr.,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.